Vikan


Vikan - 15.12.1960, Page 14

Vikan - 15.12.1960, Page 14
 gsvStsÆ Marelli Ágústínó, alias Marel Agústsson, á heimili sínu í Höfn. BRYRNAR ERU BROTNAR Hann strauk frá íslandi 17 ára gamall og steig í land í Kaupmannahöfn peningalaus og mál- laus. Þar gerðist merkilegt ævintýri, sem varð til þess, að hann lagði fyrir sig línudans í fjöl- leikaflokki, sem ferðaðist um allan heim. Nú hefur hann komið í öll lönd jarðar utan þrjú, en ísland býst hann ekki við að sjá framar. Viðtal og mynd: Gísli Sigurðsson. IÁR MAÐUR og dökkhærður •dLt- tekur sig út úr mannþröng- * inni á baðströnd rétt utan við Kaupmannahöfn og gengur í átt til nokkurra Islendinga, sem liggja í hvítum sandinum og sleikja sólina. Hann segir: — Þið munuð vera Islendingar. Komið þið sæl. Ég heyrði ykkur tala um golu, og Þá fann ég, að ég hafði gleymt þessu skemmtilega orði, Það er einmitt gola núna. Skrýtið, að maður skuli gleyma svona orði. — Sæll veri maðurinn, sögðum við og spurðum um deili á honum. — Ég er Islendingur að uppruna, þótt málið sé farið að stirðna. Maður hittir mjög sjaldan Islendinga og sér ekki íslenzk blöð. Það er orðið langt síðan ég sá Island síðast. Hann talaði með útlendingslegum hreim og virtist eiga erfitt með að muna sum algeng orð. Hann var ákaflega lítið íslenzkur í útliti, hár og mjög grannur, dökkur á hár og hörund. Fas hans var mjög rólegt, og hann hefði getað verið nálægt fertugu að aldri. — Þú hefur ungur flutzt utan? sögðum við. — Ég strauk, —• það eru mörg ár síðan. — Það var ævintýralegt. Mér datt í hug að spyrja hann, hvort ég mætti skriia söguna, fyrir blað á íslandi. Hann horfði efablöndnum augum á mig og sagði eftir stundarkorn: — Það veit ég ekki, hvort er rétt að gera. Ég hef brotiö brýrnar að baki mér. Fólkið mitt heima á Islandi veit ekkert um mig. Það veit ekki, hvar ég er niöur kominn. Ég vil hafa það þannig. — Við getum talað saman þrátt fyrir það. Ég skal ekki nefna, hvar þú býrð. — Jæja, þá það, — en ekki hérna. Ég er i sólbaði núna og vildi heldur, að þú kæmir heim til mín einhvern tíma fyrir hádegi. Þá er ég heima. Svo sagði hann mér heimilisfang sitt, og ég hitti hann heima daginn eftir. Það var í nýju sambýlishúsi úr rauðum múrsteini. Ibúðin var rúmgóð og hreinleg, búin gömlum, þungum húsgögnum, og á veggjun- um voru myndir af fólki, sumar af íslenzkum konum á peysufötum. Hann kom til dyranna á baðslopp, hafði verið að vakna, enda Þótt liðið væri nær hádegi. Mér fannst allt mjög dularfullt þarna og ekki sízt maðurinn sjálf- ur. Hann var mjög kurteis, og eftir ýmsum helgimyndum að dæma mundi hann líklega vera kaþólskrar trúar. Ég ætlaði að spyrja hann að því seinna, en gleymdi því. Hann kom með danskan bjór og fór síðan að hita morgunkaffi handa mér. Eld- hússtörfin léku í höndunum á hon- um; það var auðséð, að hann var vanur að sjá um sig sjálfur. — Ég vil ekki byrja svo viðtalið, að ég viti ekki, hvað þú heitir, sagði ég. — Ég var skírður Marel, og er Ágústsson. — Sem sagt Marel Ágústsson. — Ekki lengur. Ég hef breytt nafninu lítillega og kalla mig nú Marelli Ágústínó. Það fer betur í munni útlendinga. ■—■ Það hljómar eins og ítalska. Var þér kappsmál að vera ekki ís- lendingur? — Nei, ekki vitund. — Þú sagðist hafa strokið að heiman. — Já, ég sagði það. — Við skulum byrja á byrjuninni. Hvaðan varstu af Islandi? — Mér er sagt, að ég hafi fæðzt á Brú i Flóanum, en þaðan fluttust foreldrar mínir austur að Sauðholti í Holtum. Faðir minn var Holtamað- ur, fæddur á Herru, skammt ofan við Þjórsártún. — Og þú hefur alizt upp í Sauð- holti. Voruð þið mörg systkin? — Þrettán talsins. Ég var sá tí- undi í röðinni. Þau búa vist flest í 14 VIJCAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.