Vikan


Vikan - 15.12.1960, Qupperneq 17

Vikan - 15.12.1960, Qupperneq 17
HIÐ LJÓSA MAN. Enginn bregði öðrum manni um ást hans, þvi að lostfagrir litir heiila oi't hinn vitra, þó að þeir láti heimskingjann ósnortinn. Þessa afsökun færir liöfundur Hávamála fram fyrir því, að ástin ratar oft hinar óliklegustu brautir. Fagurt yfirbragð vekur ósjaldan lostakennda þrá, sem kann að ginna liinn hugfangna í opinn háska, veldur honum jafnvel átakanlegri hneisu, en um þetta hvort tveggja nefna Hávamál dæmi. Maðurinn varð snemma ginningarfífl yfir- borðslegrar ytri skynjunar. Þannig heillaðist Gunnar á Hlíðarenda, glæsilegasti riddari íslendinga sagna, af kynþokka hinnar fagur- limuðu Hallgerðar á Aiþingi forð- um. Gegn ráði hollvina sinna gekk hann að eiga hana, og var fortið hennar þó alls ekki óflekkuð. Hjónaband þeirra dró löngum dám af þessu girndarráði, og spiilti þó skaplyndi beggja nokkru um. Há- aldraður varð liið fræga skáld Göthe ástfanginn af 19 ára gamalli hgurðardís, og svo gersamlega ólindaði liann yfirbragð hinnar æskufríðu meyjar, að hann bað hennar og áttaði sig ekki, fyrr en sársauki hryggbrotsins kom honum til sjálfs sín. Svo grátt getur sú hrifning ,sem kviknar af lostfögr- um litum, leikið vitra menn. Samt skilja vitrir menn, að auð- ugt sálarlíf og lireint hugarfar er meira virði en fagurt yfirbragð. t lostfögrum líkama getur leynzt hugarfar nornar, sem snýr örlögum elskandans til óhamingju. Sú þekk- ing verndar þó engan fyrir töfrum yfirbragðsins, fremur en birtan verndar liinn myrkhrædda. í björtu er ég sannfærður um, að ekkert ólireint er i herbergi minu, en þegar ljósið slökknar, nær óttinn tökum á mér. Margur efnismaður, sem var uppfullur af skynsamlegum skoðunuin um makaval, heillaðist gersamlegá af snoppufríðri léttúðar- drós, eins og skynsamlegar skoðanir hefðu aldrei mótazt i luiga hans. Og þó eru lostfagrir litir fall- valtir af sjálfuin sér. Fullkomin fegurð, sem þolir aldur og annað linjask án Jiess að blikna, er fáum léð. Engin er lieldur svo fögur, að ekki finnist önnur fegurri. Því reynist sú ást skammæ og hverful, sem kviknar af heillandi fríðleik einilm saman. Fegurðardýrkandi í ástum hrekkur oft upp við það af vímu sinni, að ekkert bindur liann lengur við hina dáðu fegurðardís nema nakin kynástríðan. Og hún finnur auðveldlega svölun við ■ nnan barm. RÉTTLÆTI ÁSTARINNAR. „Et' liann aðeins gæti skilið, live heitt ég elska hann, mundi hann þá ekki einnig elska mig?“ Þannig s]iyr vrnmetin ást, leynt og ljóst. Auðvitað vekur ásthneigð oft end- urhljóm i brjósti liess, sem hún beinist að. Miklu oftar lætur hún Jiíið þó líklega ósnortið, finnur engan hljómgrunn. E. t. v. hefur hin tilbeðna Eva þegar rétt öðrum Adam epli sitt, eða tilfinningar okkar finna ekki liið nauðsynlega kliðinjúka samræmi. Og svo er lelðinn. Sá neisti, sem glæðist við lostfagra liti eina, kulnar oft furðu- fljótt. Ástin leiðir ekki réttlætið til önd- ÞEKKTU SJALFAN ÞIG -U-Jr. lvlatthíai ^ónaiion Lostfagrir litir Ástin lciðir ckki rctllælið til öndvcgis. I eðli sínu er hún hlutdræg og síngjörn, sískim- andi cftir endurgjaldi og full- nægingn. Rétllæti ástarinnar cr fólgið í því einu að elska svo lcngi sem ástin veitir frónn, — en ekki degi lengur. Sá neisti, sem glœöist viö lostfagra liti eina, kulnar oft furöu fljótt. vegis. í eðli sinu er hún hlutdræg og síngjörn, siskimandi eftir endur- gjaldi og fullnægingu. Réttlæti ástar- innar er fólgið í Jiví einu að elska svo lengi sem ástin veitir fróun, en ekki degi lengur. Ástareiðar geta verið lognir, en þegar sannir eiðar rjúfast, eru eiðrofin aðeins skuggahlið Jiessarar tilfinningasam- kvæmni. Ef ungir elskendur treystu raunverulega á tilfinningarnar ein- ar, gætu þeir engu héitið nema Jiessu: Ég mun elska þig, meðan ást mín varir.“ Þó að tilfinníngar verði sterkar í svin, þvkja þær ótraustur grund- völlur að moiri háttar áformum. Við metum l)oð sjaldan sem mikil- vægt framtak, J)ó að áform blossi ui)i) í andartabs-geðshræringu. Um leið og geðshræringuna lægir, lianga áformin i lausu lofti. Af J)essum sökum linfa siðfræðingar jafnan leitazt við að takmarka áhrif tilfínninga á grundvallarreolur sið- gæð:sins. Ef tilfinningar ráða gæð- um okkor, ráða Jiær einnig vonzku okkar. É'* svni l)á gnðvild þeim, som ég elsba. og moðan é« elska hnnn. en ffrimmd og r'mglæti heim, scm éff hatn. Á svo vöHum grunni má réitlætið ekki hvila. Hávamál, sem ffemna fornan, norrænan mnnnskilning, likja hjarta konunnar v;ð sivoltandi hiól, sem aMrei stöð,Tast. Þetta á við um tilfinningar flestra mnnna, ef l)ær standa ein‘'r sér, engu síður ást en aðrar tilfinningar. Framhald á bls. 55. VlKAN, 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.