Vikan


Vikan - 15.12.1960, Page 50

Vikan - 15.12.1960, Page 50
Nýjar bækur 1. Vængjaður Faraó er bók, sem farið hefur sigurför hringinn i kringum hnöttinn og lilotið fádæma vinsældir og lof, jafnt meðal bókmenntagagnrýnenda, Egypta- landsfræðinga og almennings. — Einn gagnrýnandi segir um bókina: „Vængjaður Faraó er hók, sem aldrei verður nógsamlega lofuð. Svo þrungin er hún af vizku og fegurð, að liún lýsir sem viti yfir myrkur siðlausrar nútímamenningar. Hún færir lesendum sínum frelsi, von og heiðríkju. Og þeir, sem hafa átt þess kost að lesa hana, minnast henni ævilangt með fögnuði“. 2. Rómverjinn, 3. Draumur Pygmalions. eftir Sholcm Ascli, er heilsterypt, töfrandi listaverk. Höfundurinn er heimsfrægur rithöfundur. Bækur hans hafa verið þýddar á margar þjóðtungur og lilotið einróma lof. Frásagnarstill lians er einstakur, samfara viðtækri sögulegulegra þekkingu á dag'legu lífi í Jerúsalem á dögum Krists. Lýsingarnar eru svo lifandi, að segja má að lesand- inn lifi atburðina. Sagan gerist á hinni undur fögru eyju Týros við botn Miðjarðarhafs á dögum Jesú Krists. í örlagavefi sögunnar mótar skáldið margt af fegurstu kenningum Krists. Hann notar ritninguna sem heimild og vefur inn í frásagnir sínar skiln- ing fólksins á kenningum frelsar- ans. Bókin er í alla staði heillandi og menntandi, sem aldnir og ungir hafa gott af að lesa og njóta. 4. Sjóferð suður um Eldlandseyjar. Bókin er eftir Rockwell Kent, ágætan rithöfund og listamann, og er hún prýdd fjölda fallegra mynda. Björgúlfur Ólafsson læknir þýddi. 5. í heimahögum, 6.- Endurminningar sævíkings. nýjasta bók Guðrúnar frá Lundi. Ekki verður það dregið i efa, að Guðrún frá Lundi er vinsælasti rit- höfundur íslendinga, og hefur verið um mörg undanfarin ár. Þessi nýj- asta bók Guðrúnar er meðal beztu bókanna, og mun enn auka á ”;n- sældir skáldkonunnar. Þetta er sjálfævisaga sjóræningja, sem uppi var á dögum Lúðviks 14. Frakkakonungs. Sjóræningi þessi var alla ævi ógiftur og lét þvi hvorki eftir sig ekkju né börn. Hann gat því skrifað eins og honum bjó í brjósti. Frásögnin er berorð og hispurslaus, hvort sem hann lýsir bardögum á höfum úti eða ævin- týrum í hópi gieðikvenna í höfn- um inni. l.MH lílYMMan Prentsmiðjan Leiftur Höfðatúni 12. — Sími 17554. 5D VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.