Vikan


Vikan - 15.12.1960, Síða 51

Vikan - 15.12.1960, Síða 51
Jól íyrir dyrum Framhald af bls. 5. til að öðlast vináttu góðra manna, sem gætu tekið á móti okkur í „hinum eilifu bústöðum," eins og stendur i ritningunni, — þegar við og peningarnir erum skildir að skiptum hér á jörðu. Aðeins litið brot af því, sem við látum af hendi rakna, gefum við af fijarta — og frá hjartanu, ein- ungis með það í huga, að það verði til gagns og gleði, án þess að nein hugsun liggi á bak við — um ávinning eða endurgjald. Og erum við þá aftur komin að því, sem í upp- hafi var á minnzt: jólagjöfunum. Hvers vegna gef- um við jólagjafir? Sá fallegi siður hefur sennilega í fyrstu orðið til í því skyni að lofa frelsarann, eins og þegar vitringarnir frá Austurlöndum færðu Jesú í jötunni gjafir, „gull, reykelsi og myrru.“ Þannig hafa og síðari kynslóðir fetað í fótspor þeirra, — göfgað og þakkað honum, sem gaf líf sitt fyrir oss, gefið hver öðrum gjafir til að minnast fagnaðarboðskapar jólanna. Það er það, sem raunverulega er átt við, þegar talað er um að gefa af hjarta og frá innsta hjart- ans grunni í anda jólanna. Á það ekki sizt við um hinar smærri gjafir, að þær eru sérstaklega mikils verðar. Berið saman „einn bikar af vatni" og laun hans. í einni af bókum sínum segir bandaríska skáld- ið William Saroyan frá því, að Japani nokkur sat á jólunum við sjúkrabeð erlends félaga síns í hernum. Japaninn átti ekki annað að gefa hon- um en þurrkaða appelsínu, og af því að hann kunni ekki mál sjúklingsins, lagði hann appelsín- una þegjandi á borð hans. Þetta er gjöf guðs frá manni til manns, hugsaði sjúklingurinn. Það er ímynd hins gagnkvæma skilings og vissunnar um, að allt fáum við frá guði. Og hinn sjúki maður fór að syngja jólasálm fyrir félaga sína. Gjöf Japanans, svo fátækleg sem hún var, vakti þörf sjúklingsins til að þakka guði. Á götum og torgum úti er kveikt á stórum jólatrjám. Þar rísa þau hátt og koma öllum í jólaskap, er fram hjá ganga á skuggsýnum des- emberdegi. Jólin eru sá tími, er mennirnir gefa af góðum huga — eins og Japaninn. „1 þínu nafni tendrum vði ljós vor og gefum gjafir okkar!“ Velkomin veriö þiö, jól! Við mennirnir þörfn- umst ykkar! Jóladúkur Framhald af bls. 16. breidd. Ath. að klippa undan horn- unum svo að þau verði ekki of þykk. Pressið dúkinn lauslega frá röngu. Hér kemur óvenju-skemmtilegur balcki, sem allir geta eignazt með lítilli fyrirhöfn og kostnaði. Efni: Krossviðarbotn, 4 mm að þykkt og um 35 cm í þvermál, og dálítið af snæri. Slipið botninn vel með sandpapp- ír, og borið göt allt i kring, 1 cm á milli og % cm frá brún. Takið nú snærið, leggið það yfir gataröðina, en látið um 5 cm langan bút standa út fyrir. Saumið síðan snærið fast í gegnum götin með þræði, sem á vel við snærið að lit og gerð, eins og I. mynd sýnir. Saumið síðan áfram eftir myndinni. Þegar saumaðar hafa verið 3 um- ferðir, er 4. og 5. umferð látnar mynda hankana, þannig að snærið er gefið eftir og látið standa út fyrir það saumaða eftir smekk, eins og greinilega sést á myndinni. Gangið nú frá endunum með því I. mynd. II. mynd. að rekja þá lausa, þræða endana á nál og þræða þá inn í snærið, eins og II- mynd sýnir. Atli., að sam- slceytin standist á. Gjarnan má lakka bakkann yfir með þynnlu „cellulósi“-lakki. Látið hann siðan þorna vel. Eitt af því, sem ómissandi er um jólin, eru kerti, því að hætt er við þvi, ef þau vantar, að lítið fari fyrir hátíðarblæ jólanna. Þótt jafnan sé til nóg af góðum kertum, verður oft liið sama ekki sagt um stjakana, einkum er þeim áfátt í því, hve vaxið vill leka niður og skemma dúkana og annað, sem þeir standa á- Hér kemur smekk- leg aðferð til að losna við slík ó- þægindi, þ. e. a. s. við þau tækifæri, þegar góða aðgát er hægt að hafa með þvi, að kertið brenni ekki al- veg niður, þvi að þá er voðinn vís. Takið dálítið af skrautbandi, sem oft fellur til utan af konfektköss- um og jólagjöfum, þræðið í aðra brúnina með „bróder“-garni og fín- gerðum sporum, rykkið síðan sam- an, svo að mátulegt sé um kertið, og hnýtið þræðina saman í slaufu. Einnig má nota alúmín-pappír, þvi að ekki er hætta á, að hann brenni. Hve glöggur ertu? LAUSN af bls. 12. Á neðri mynd hafa bessar breyting- ar oröið: 1. Ramminn á hinu þríhyrnda skilti er breiðari. 2. Á hinni afskornu grein vísar stúf- urinn niður til vinstri. 3 Það er einu haki minna á hinu eyðilagða þaki bílsins. 4. Húnninn á bílhurðinni hefur færzt til. 5. Það sést aðeins meira í högghlíf- ina („stuðarann).“ 6. Skaft heykvíslarinnar er bogið. 7. Það sést dálítið í fóðrið á jakka mannsins til hægri. Hve gamall er afi L A U S N af bls. 12. Afi varð áttatíu og fjögurra ára í gær. VIKAN 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.