Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 29

Fréttablaðið - 27.11.2009, Síða 29
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 AÐVENTA, einleikur byggður á sögu Gunnars Gunnarsson- ar, verður sýndur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sunnu- daginn 29. nóvember og miðvikudaginn 9. desember. Sagt er frá svaðilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetrarríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smal- að var um haustið. Leikari er Pétur Eggerz. www.gerduberg.is Jógakennarinn Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, eða Ósk eins og hún er kölluð, veit að mataræði, hreyfing og hugarfar eru grund- vallaratriði þegar kemur að góðri líðan. Hún hefur kennt Rope Yoga um margra ára skeið og þróað meðferðarform sem er blanda af höfuðbeina- og spjaldhryggs- jöfnun og leiðbeiningum um það hvernig fólk getur dregið fram það besta í sjálfu sér. Hún hefur einnig þróað námskeið sem heitir Heilsa og hamingja – hreinsandi jóga, kennt á detox-námskeiðum á Hótel Glym og haldið fyrirlestra um slökun, öndun, hugarfar, hreyfingu, hollustu og hreins- un og hvernig þessir þættir geti bætt líðan, úthald, einbeitingu og hæfni hvers og eins. Ósk leggur mikla áherslu á samspil hugar og líkama og segir það til dæmis geta verið fitandi og valdið miklum líkamlegum kvillum að kljást við höfnunar- tilfinningu, óánægju, pirring og aðrar neikvæðar hugsanir. „Það getur haft sömu áhrif og óhollur matur og hreyfingarleysi og því þarf bæði að ná tökum á huga og líkama.“ Ósk hefur mjög gaman af því að elda og baka en hún rak kaffi- stofuna Hafnarborg í menning- armiðstöð Hafnarfjarðar í mörg ár. „Ég styðst lítið við uppskriftir og fólkið mitt veit aldrei hvað það fær í matinn.“ Hollustan er oftast í fyrirrúmi hjá Ósk þó að hún við- urkenni að stundum láti hún smá óhollustu eftir sér. Ítalski fisk- rétturinn sem hún deilir með les- endum er eins og annað sem hún eldar, upp úr henni sjálfri. vera@frettabladid.is Fer lítið eftir uppskriftum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir hefur gaman af því að elda en spinnur uppskriftirnar yfirleitt á staðnum. Hún segir hugarfar ekki skipta minna máli en hreyfing og hollt mataræði þegar kemur að heilbrigði. Ósk leggur ríka áherslu á samspil hugar og líkama og segir það geta haft áhrif á holdafarið að kljást við neikvæðar hugsanir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 3 dl bygg 9 dl vatn ½-1 krukka pestó 1 msk. ólífuolía 2 msk. sesam eða hörfræ Byggið soðið í 40 mín., Léttsteikt á pönnu í 1-2 mínútur með pestó og fræjum. 1 kg. fiskur, roð- og beinlaus 1 eggaldin eða kúrbítur eftir smekk (skorið smátt, soðið í 10 mín). 3 hvítlauksrif 3 stilkar af vorlauk 1 paprika 1 stk. rauður chilipipar (smátt skorinn) ½ dl olía 1 dós niðursoðnir tómatar 1 grænmetisteningur 1 tsk. basil 1 tsk. oregano 1 tsk. steinselja (hægt að nota 3 tsk. ítalska kryddblöndu í staðinn fyrir þurrkrydd- in) Fiskinum raðað í eldfast mót. Grænmetið steikt á pönnu í 5 mínútur, niðursoðnum tómötum bætt við og steikt í 2-3 mínútur í viðbót. Grænmetið sett ofan á fiskinn og bakað við 170° í 15 mínútur. FISKUR Í ÍTÖLSKUM BÚNINGI með pestóbyggi FYRIR FJÓRA Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is     Snitzel samloka Kaffi tería Perlunnar á 4. hæð Snitzel samloka með súrsuðum rauðlauk, fersku káli og piparrótarsósu Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr. Villibráðarhlaðborðinu lýkur 18. nóvember Tilboð mán.-þri. 7.290 kr. — Verð: 8.290 kr. Aðeins 790 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.