Fréttablaðið - 27.11.2009, Qupperneq 29
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
AÐVENTA, einleikur byggður á sögu Gunnars Gunnarsson-
ar, verður sýndur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sunnu-
daginn 29. nóvember og miðvikudaginn 9. desember. Sagt
er frá svaðilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í
vetrarríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smal-
að var um haustið. Leikari er Pétur Eggerz. www.gerduberg.is
Jógakennarinn Guðbjörg Ósk
Friðriksdóttir, eða Ósk eins og
hún er kölluð, veit að mataræði,
hreyfing og hugarfar eru grund-
vallaratriði þegar kemur að góðri
líðan. Hún hefur kennt Rope Yoga
um margra ára skeið og þróað
meðferðarform sem er blanda
af höfuðbeina- og spjaldhryggs-
jöfnun og leiðbeiningum um það
hvernig fólk getur dregið fram
það besta í sjálfu sér. Hún hefur
einnig þróað námskeið sem heitir
Heilsa og hamingja – hreinsandi
jóga, kennt á detox-námskeiðum á
Hótel Glym og haldið fyrirlestra
um slökun, öndun, hugarfar,
hreyfingu, hollustu og hreins-
un og hvernig þessir þættir geti
bætt líðan, úthald, einbeitingu og
hæfni hvers og eins.
Ósk leggur mikla áherslu á
samspil hugar og líkama og segir
það til dæmis geta verið fitandi
og valdið miklum líkamlegum
kvillum að kljást við höfnunar-
tilfinningu, óánægju, pirring og
aðrar neikvæðar hugsanir. „Það
getur haft sömu áhrif og óhollur
matur og hreyfingarleysi og því
þarf bæði að ná tökum á huga og
líkama.“
Ósk hefur mjög gaman af því
að elda og baka en hún rak kaffi-
stofuna Hafnarborg í menning-
armiðstöð Hafnarfjarðar í mörg
ár. „Ég styðst lítið við uppskriftir
og fólkið mitt veit aldrei hvað það
fær í matinn.“ Hollustan er oftast
í fyrirrúmi hjá Ósk þó að hún við-
urkenni að stundum láti hún smá
óhollustu eftir sér. Ítalski fisk-
rétturinn sem hún deilir með les-
endum er eins og annað sem hún
eldar, upp úr henni sjálfri.
vera@frettabladid.is
Fer lítið eftir uppskriftum
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir hefur gaman af því að elda en spinnur uppskriftirnar yfirleitt á staðnum.
Hún segir hugarfar ekki skipta minna máli en hreyfing og hollt mataræði þegar kemur að heilbrigði.
Ósk leggur ríka áherslu á samspil hugar og líkama og segir það geta haft áhrif á holdafarið að kljást við neikvæðar hugsanir.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
3 dl bygg
9 dl vatn
½-1 krukka pestó
1 msk. ólífuolía
2 msk. sesam eða
hörfræ
Byggið soðið í 40 mín.,
Léttsteikt á pönnu í 1-2
mínútur með pestó og
fræjum.
1 kg. fiskur, roð- og
beinlaus
1 eggaldin eða kúrbítur
eftir smekk (skorið
smátt, soðið í 10 mín).
3 hvítlauksrif
3 stilkar af vorlauk
1 paprika
1 stk. rauður chilipipar
(smátt skorinn)
½ dl olía
1 dós niðursoðnir
tómatar
1 grænmetisteningur
1 tsk. basil
1 tsk. oregano
1 tsk. steinselja
(hægt að nota 3 tsk.
ítalska kryddblöndu í
staðinn fyrir þurrkrydd-
in)
Fiskinum raðað í eldfast
mót. Grænmetið steikt
á pönnu í 5 mínútur,
niðursoðnum tómötum
bætt við og steikt í
2-3 mínútur í viðbót.
Grænmetið sett ofan
á fiskinn og bakað við
170° í 15 mínútur.
FISKUR Í ÍTÖLSKUM BÚNINGI
með pestóbyggi FYRIR FJÓRA
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Snitzel
samloka
Kaffi tería Perlunnar á 4. hæð
Snitzel samloka með súrsuðum rauðlauk,
fersku káli og piparrótarsósu
Jólahlaðborð Perlunnar hefst 19. nóvember
Tilboð mán.-þri. 6.890 kr. — Verð: 7.890 kr.
Villibráðarhlaðborðinu lýkur 18. nóvember
Tilboð mán.-þri. 7.290 kr. — Verð: 8.290 kr.
Aðeins
790 kr.