Fréttablaðið - 10.12.2009, Qupperneq 44
HUNDAR Í VOGUE , eða Dogs in Vogue, er nafn nýrrar bókar eftir
Judith Watt. Þar segir hún frá ferfætlingum sem hafa markað þófaför í
sögu tískutímaritsins Vogue í hundrað ár.
Hnappa á ermum
jakkafatajakka má
rekja aftur til
Napóleóns.
Hann
taldi að
með því
að sauma
hnappa á
ermar hermanna yrði
komið í veg fyrir þann
ósið að snýta sér í
ermarnar.
www.azteen-
magazine.
com/fashion
Hún klæðist sjálf nær aldrei kjól-
um en hannar og saumar þá af
mikilli list. „Já, það er satt, en mér
finnst afskaplega gaman að hanna
og sauma kjóla,“ segir kjólaklæð-
skerinn Helena Björg Hallgríms-
dóttir. Eins og hjá svo mörgum
öðrum hönnuðum kviknaði áhug-
inn strax í æsku. „Ég var alltaf að
sauma föt á mig, þannig að ef til
vill var fljótlega ljóst hvaða leið
ég myndi feta.“ Hún þurfti þó að
fara frá æskuslóðunum á Akur-
eyri og til Reykjavíkur til þess að
fara í Iðnskólann sem síðar varð
að Tækniskólanum. Þaðan útskrif-
aðist hún með sveinspróf í kjóla-
saumi.
Spurð um fyrirmyndir segir
hún þær margar. „Ég fylgist auð-
vitað vel með tískuheiminum og
áhrifavaldarnir eru margir. Sumir
eru grónir í bransanum eins og
Christian Dior og Chloe en einn-
ig finnst mér hönnuðir Marchesa
mjög flottir. Þá skoða ég kjóla
hvar sem ég kemst í þá,“ segir
hún og hlær. En hvernig myndi
hún lýsa sínum eigin kjólum?
„Þeir eru fremur einfaldir en
ef til vill dálítið rómantísk-
ir. Það er líka eitthvað
sérstakt við hvern og
einn kjól, eitthvert
lítið atriði sem fólk
tekur í fyrstu ekki
eftir en gerir kjól-
inn að því sem hann
er.“
Og d rau mu r i n n?
„Hann er vitaskuld að opna
verslun undir eigin merki, sem
er einfaldlega Helena. Ég er
með vinnustofu í Bolholti 6, þar
sem ég er með flíkurnar, en auk
kjólanna er ég líka með boli,
peysur og slár úr ullarefni.
Þetta má skoða á heimasíðu
minni www.helenabjorg.net.“
unnur@frettabladid.is
Hanna Björg Hallgrímsdóttir skoðar kjóla hvar sem hún kemst í
þá. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fyrirmyndirnar eru Christian Dior og Chloe og hönnuðir Marchesa
en hennar eigið handbragð leynir sér ekki. Kjólarnir eru rómantísk-
ir og sniðin draga fram hið kvenlega í fari hverrar konu.
Klæðist ekki kjólum
en hannar dásamlega
Glæsilegur
blár sam-
kvæmi-
skjóll.
Svartur og
sígildur en
með skemmti-
legu víðu pilsi.
Engjateigur 5 - 105 Reykjavík - s: 581 2141 - www.hjahrafnhildi.is
Strandgötu 43 | Hafnarfirði
Sími 565 5454
silfur sjávar
íslensk hönnun og handverk
GULL-ÚRIÐ • MJÓDDINNI
Álfabakka 16 • sími 587 4100
Axel Eiríksson úrsmíðameistari
Fallegur svartur kjóll
með skemmtileg-
um ermum.
Ermalaus
hvítur kjóll
tekinn saman
með belti í
mittið