Fréttablaðið - 10.12.2009, Page 54

Fréttablaðið - 10.12.2009, Page 54
 10. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● myndavélar Hin bandaríska Annie Leibovitz og Suður-Afríkumaðurinn Kevin Carter eru með frægustu ljósmyndurum sögunn- ar. Þau létu að sér kveða hvort á sínu sviðinu í ljósmyndun. Bandaríski ljósmyndarinn Annie Leibovitz hefur öðlast mikla frægð og vinsældir fyrir portrettmyndir sínar af mörgum af helstu stjörnum skemmtanaheimsins. Stíll hennar þykir bera vott um afar náið samband milli ljósmyndara og viðfangsefnis. Fyrst kvað að Leibovitz að ráði þegar hún hóf störf á hinu nýstofnaða Rolling Stone- tímariti árið 1970. Þremur árum síðar hafði hún unnið sig upp í starf yfirljósmyndara blaðsins, sem hún gegndi í áratug. Meðal frægra ljósmynda Leibovitz má nefna tvær forsíðumyndir tímaritsins Van- ity Fair af leikkonunni Demi Moore. Á ann- arri myndinni var Demi kasólétt og nakin, og á hinni var hún enn og aftur nakin en í þetta sinn höfðu jakkaföt verið máluð á lík- ama leikkonunnar. Eina umdeildustu ljós- mynd sína tók Leibovitz af hinni fimmtán ára gömlu barnastjörnu Miley Cyrus, en á myndinni er Cyrus sveipuð klæði og sést í bert bak hennar. Þótti mörgum sem verið væri að ráðskast með barn til að selja sem flest eintök af tímariti. Þá er Leibovitz höf- undur hinnar frægu ljósmyndar á umslagi metsöluplötunnar Born in the U.S.A. með Bruce Springsteen og hún hefur ljósmynd- að Elísabetu Englandsdrottningu. Þá tók hún frægar myndir af John Lennon og Yoko Ono sem notaðar voru á forsíðu Rolling Stone, en myndatakan fór fram einungis nokkrum klukkustundum áður en Lennon var myrtur árið 1980. Annar frægur ljósmyndari er Suður- Afríku maðurinn Kevin Carter, en hann og þrír samlandar hans gengu undir nafninu Bang-bang klúbburinn í upphafi tíunda ára- tugarins. Ljósmyndararnir í hópnum höfðu einsett sér að sýna fram á grimmdina sem fylgdi aðskilnaðarstefnunni og voru meðal annars þekktir fyrir að taka ljósmyndir í stórhættulegum kringumstæðum. Árið 1993 fór Carter með hjálparstarfs- mönnum frá Sameinuðu þjóðunum til Suður- Súdan, þar sem gríðarleg hungursneyð ríkti. Þar tók Carter mynd af máttförnu ungbarni sem skreið í áttina að hjálparstarfsmönnum, og í baksýn mátti sjá hrægamm sem sat á jörðinni og beið eftir að barnið lognaðist út af. Myndin birtist í New York Times, vakti heimsathygli og árið eftir var ljósmyndar- inn sæmdur Pulitzer-ljósmyndaverðlaunun- um. Margir höfðu ekki síst áhuga á að vita hver afdrif barnsins á myndinni hefðu orðið. Sjálfur sagðist Carter hafa hrætt hrægamm- inn í burtu eftir að hafa smellt af, en hann var víða gagnrýndur fyrir að hafa einung- is tekið mynd af barninu en ekki komið því til hjálpar. Örfáum mánuðum eftir að Carter var sæmdur Pulitzer-verðlaununum framdi hann sjálfsmorð. Í kveðjubréfi sem hann skildi eftir talaði Carter um hversu mikil áhrif allir þeir hræðilegu hlutir sem hann ljósmyndaði hefðu haft á hann. - kg Hrægammar og stjörnufans Annie Leibovitz áritar hér eintak af hinni frægu ljósmynd sinni af hjónunum John Lennon og Yoko Ono sem var tekin örfáum klukkustundum áður en Bítillinn var myrtur. NORDICPHOTOS/GETTY Umslag metsöluplötunnar Born in the U.S.A. með Bruce Springsteen, en Leibovitz tók ljósmyndina. Leibovitz tók þessa frægu forsíðumynd Vanity Fair af hjónakornunum Tom Cruise og Katie Holmes og dóttur þeirra Suri. NORDICPHOTOS/AFP Kevin Carter framdi sjálfsmorð árið 1994. Myndin fræga af súdanska barninu og hrægamminum sem Carter var sæmdur Pulitzer-verðlaununum fyrir. MYND/KEVIN CARTER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.