Fréttablaðið - 19.12.2009, Page 94
16 matur
„Ætli ég verði bara ekki að segja
Saladmaster-pottasettið mitt,
pottar og pönnur sem fást aðeins
keypt á heimakynningum,“ segir
Hjördís Andrésdóttir, verslunar-
stjóri Aktu taktu við Skúlagötu,
beðin um að ljóstra upp hvaða
leynivopnum hún lumi á í eldhús-
inu. Settið er gert úr tannlækna-
stáli og eru allir pottar og pönnur
tvöfaldir sem gerir það að verk-
um að áhöldin hitna jafn mikið á
hliðum og í botninum, sem trygg-
ir góða eldun. „Þetta er önnur
af tveimur bestu fjárfestingum
sem ég gert um ævina, en hin er
hlaupabrettið mitt,“ segir hún og
hlær.
En hvað á að hafa í matinn um
jólin? „Við verðum með hamborg-
arhrygg og lambahrygg á aðfanga-
dagskvöld, hangikjöt á jóladag,
líklega afganga á öðrum í jólum og
svo nautakjöt á gamlársdag,“ svar-
ar Hjördís og segir að þar komi að
góðu gagni kryddblöndur sem hún
og sambýlismaður hennar Stefán
Halldórsson hafa framleitt um
nokkurra ára skeið. „Bezt á kalk-
únninn gerir til dæmis allar brún-
ar sósur betri, og er ekki endilega
bundinn við þá tilteknu kjöttegund
sem nafnið gefur til kynna – frek-
ar en hin kryddin okkar. Tilvalið
er að leika sér með tegundirnar og
bara prófa sig áfram.“ - rve
POTTASETT ÚR
TANNLÆKNASTÁLI
Hjónin Stefán Halldórsson og Hjördís Andrésdóttir með syni sínum, Davíð Funa,
fjögurra ára, og pottasettið og kryddin góðu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Um aldamótin ákvað ég að hætta að borða kjöt og varð
því aðeins að endurhugsa
aðfangadag. Ég held jólin
með foreldrum mínum og
bróður og var fjölskyldan
alveg tilbúin til að breyta til.
Þegar ég var barn höfðum við
yfirleitt sveppa- eða aspassúpu
í forrétt en gulrótarsúpan hefur
verið á borðum síðan 1999,“ segir
enskukennarinn og blaðamaður-
inn Vala Ósk Bergsveinsdóttir.
Vala borðar hnetusteik með
tómatchilli-sósu í aðalrétt og hefur
hún alltaf tekist vel. „Með henni
höfum við svo alltaf hefðbundið
meðlæti.“ Síðustu tvö ár hafa for-
eldrar Völu og bróðir hins vegar
líka viljað borða bayonneskinku
og jafnvel hangikjöt. „Því má
segja að það sé nokkuð marg-
réttað hjá okkur.“
Súpuuppskriftina fékk Vala hjá
svissneskum sælkera en hefur
betrumbætt hana með engifer.
„Ég ber súpuna helst fram spari
en viðurkenni að ég stelst stund-
um til að gera hana hversdags.“
Í dag borðar Vala fisk og
kjúkling en sniðgengur enn
rautt kjöt. Hún hefur gaman af
því að elda en er þó misdugleg
við það. „Ég tek mínar syrpur
í hinu og þessu.“ - ve
Frískandi forréttur
Vala ber súpuna aðallega fram spari en
stelst þó stundum til að gera hana
hversdags. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LEYNIVOPNIÐ
Hjá Völu Ósk Bergsveinsdóttur hefur meinholl og frískandi gulrótarsúpa verið í
forrétt á aðfangadag undanfarin ár. Hnetusteik fylgir svo á eftir.
1 blaðlaukur
350 g gulrætur
750 ml af soðnu vatni með
grænmetiskrafti
1 lime
rifið engifer eftir smekk
salt og pipar
Gulrætur skornar smátt og blað-
laukurinn líka. Smjörsteikið á
pönnu í um tíu mínútur. Færið
yfir í pott og blandið grænmet-
iskraftsblöndu við. Sjóðið þar
til grænmetið er orðið meyrt.
Kryddið eftir smekk og bætið
engifer út í. Leyfið súpu að
kólna í um tuttugu mínútur og
færið hana svo yfir í matvinnslu-
vél. Maukið súpuna og færið
hana svo aftur í pott og hitið
upp við lágan hita. Bætið lime
út í, smakkið til og berið á borð.
LIME OG ENGIFERGULRÓTARSÚPA
Fyrir 4
Súpan hefur
reynst vel og
verið í forrétt
hjá Völu frá því
um aldamótin.
F
Borgartún 24, sími 585 8700 • Hæðasmári 6, sími 585 8710 • Hafnarborg, sími 585 8720 www.madurlifandi.is
Hnetusteik úr hágæðahráefni fyrir
grænmetisæturnar í jólaboðinu
í jólaboðið
Hnetusteik
Hnetusteikin er til sölu í Borgartúni,
Hæðarsmára og Hafnarborg Hafnarfi rði.
Munið að panta tímanlega.