Vikan - 13.12.1962, Page 10
SAUMAVEL ER
LEG JÖLAGJÖF
HÉR ERU TÍU NÝTÍZKU
GLÆSI-
SAUMAVÉLAR
Vikan hefur aflað sér upplýsinga um þær
helztu saumavélar, sem hér eru á markaðn-
um í dag, og hefur tekiö þær saman til
þæginda fyrir þá sem hafa slík kaup í huga
Undanfarin 5—10 ár má scgja að gerbylting
liafi átt sér stað í framleiðslu saumavéla. Þær
vélar, sem nú eru á markaðnum eru svo ótrú-
lega mikið fullkomnari en þær vélar, sem bezt-
ar þóttu fyrir 10 árum síðan.
Nýtizku vé'ar geta gert furðulegustu hluti
algeriega sjálfvirkt, saumað allskonar mynztur
bæði afturábak og áfram, stoppað í sokka og
allt hvað eina. Gömlu vélarnar, sem aðeins
sauma beinan saum áfram, eru nú úreltar orðn-
ar, enda alls ekki sambærileg verkfæri við
þær nýju.
Hér á landi eru margar gerðir sjálfvirkra
saumavéla á markaðnum, að sjálfsögðu misgóð-
ar og misdýrar. Til þess að auðvelda tilvonandi
kaupendum nokkuð val á nýrri saumavél, hefur
Vikan tekið saman það helzta um þessar vélar,
og lýsir þeim nokkuð hér á eftir og birtir mynd-
ir af Jæim.
Allar þessar vélar eru nefndar sjálfvirkar
og hafa marga hluti sameiginlega, og verður
þeiin lýst í heild. Tvær þeirra eru „super-
automatic", en þær liafa jiað fram yfir liinar
að ]iær geta saumað sjálfvirkt mynztur, sem
eru þannig í laginu að vélin flytur efnið bæði
áfram og afturábak, a'gjörlega sjálfvirkt. Hinar
vélarnar geta einnig flutt efnið bæði afturábak
og áfram, en til þess þarf stjórnandinn að hreyfa
takka á vélinni í hvert sinn og skipt er um
saumaátt.
Allar hafa þær það semsagt sameiginlegt að
tennurnar, sem færa til efnið, geta gengið bæði
afturábak og áfram og að hægt er að breyta
saumaáttinni með einu handtaki, jafnvel þótt
vélin sé að sauma á fullum hraða. Sömuleiðis
er hægt að lækka þessar færitennur þannig, að
þær færi alls ekki efnið. Það gerir saumakon-
an þá sjálf, en slíkt er einkum notað við að
stoppa í göt.
Allar hafa þær sporlcngdarstilli, sein breytir
sporlengdinni mjög nákvæmlega, og ein þeirra,
a. m. k., PFAFF, hefur svokallaðan „mikro“-
stilli, sem er nákvæmari sporlengdarstilling.
Sporbreiddarstillir er einnig á þeim öllum.
Stjórnar hann breidd sporsins, en nálin gengur
þá til skiptis til hægri og vinstri. Slík jiver-
spor eru mikið notuð í alls konar mynztrum,
zig-zag, hnappagatasaum o. fl.
Allar hafa þær einnig alls konar mynztur,
sem vélarnar sauma sjálfkrafa. Það er nokkuð
misjafnt hvernig þessum mynzturstjórntækjum
cr komið fyrir. í sumum vélunum eru þessi tæki
algerlega innbyggð og óbreytanleg, en aðrar
hafa sérstakar mynzturskífur, sem tekur að-
eins augnablik að skipta um. Hver mynztur-
skífa hefur síðan nokkurt úrval mynztra, og
stjórnar því takki á vélinni, hvaða mynztur
er valið hverju sinni.
Allar geta vélarnar að sjálfsögðu saumað zig-
zag saum, sem álitinn er mjög nauðsynlegur.
Sumar hafa sérstaka hraðaskiptingu, eða nokk-
urs konar lágdrif. Er það einkum notað við
sauma, sem krefjast sérstakrar nákvæmni og
við skrautsaum.
Margar hafa þann kost að hafa svokallaðan
„frían arm“, Þá er borð vélarinnar þannig að
Framhald á bls.. 48.
BERNINA
(Record 530 — 2)
Umb.maður: Ásbjörn Ólafsson h.f.
Verð: kr. 9.97Ö.
Greiðsluskilmálar: 5000 útb., afg. á 4 mánuðum.
Innif. kennsla í 3 klst.
Leiðarvísir ekki á íslenzku.
Framleidd I Sviss.
Frír armur — laust borð. Stjórnað með fæti
eða hné. Innbyggðar 13 mynzturgerðir. Smelli-
fesling á fæti.
BORLETTI.
(Super-Automatic).
Umb.m.: Marco h.f., Aðalstræti 6.
Upprunaland: íta'ia.
Verð: kr. 9.543.
Skilmálar: Helmingur út, kr. 1000 pr. mán.
Kennsla innifalin (námskeið öðru hvoru).
Leiðarvísir á dönsku og ensku.
Ekki frír armur. Super-sjálfvirk (saumar mynzt-.
ur sjálfvirkt fram og til baka).
Lausar mynzturskífur.
ELNA.
(Supermatic).
Umb.m.: Heildv. Árna Jónssonar, Aðalstræti 7.
Upprunaland: Sviss.
Verð: kr. 9.500.
Skilmálar: Útb. eftir samkomulagi, kr. 1000
pr. mán.
Kennsla: Kr. 200 aukalega.
Leiðarvísir: Góður á ís'enzku.
Frír armur — laust borð.
Super-sjálfvirk. (Saumar mynztur sjálfvirkt
fram og til baka). Lausar mynzturskífur.
Saumar húllsaum.
(Elna Automatic: Kr. 8.420).
PF AFF.
(Automatic 360).
Umb.m: Pfaff (Magnús Þorgeirsson), Skóla-
vörðustig 1.
Upprunaland: V.-Þýzkaland.
Verð: Kr. 10.500.
Skilmálar: Heliningur út, eftirst. eftir samkomu-
lagi.
Kennsla: Innifalin, 5 klt.
Leiðarvisir: Á Islenzku.
Frír arinur — laust borð. Mynztur innbyggð.
Saumar mynztur einnig i spegilmynd. Hægt
að lengja mynztur án þess að sporið gisni.
„Mikro“-stilling á sporlengd. Innbyggður
þræðari.
JANOME.
(JZ(A)—-534).
Umb.m.: Heildv. Hekla.
Upprunaland: Japan.
Verð: Kr. 5.985.
Skilmálar: Helmingur út, eftirstöðvar á 4 mán..
Kennsla: Aukalega kr. 200.
Leiðarvísir: Á ensku.
Ekki frír arnnir. Lausar mynzturskifur (1.5 mis-
munandi mynztur).
NECCHI.
(Lycia 524, automatic).
Umb.m.: Fálkinn li.f., Laugav. 24.
Upprunaland: ítalía.
Verð. Kr. 10.860.
Skilmálar: Helmingur út, eftirst. á 5—6 mán.
Kennsla: 10 klt. innifalin.
Leiðarvísir: Á íslenzku.
Frír armur — laust borð. Innbyggður þræðari.
Hraðaskipting. „Mikro“-sporIengdarstilling.
Ótakmarkað mynzturval. Lausar mynztur-
skifur. Hægt að lengja mynztur án þess að
sporið gisni. Supersjálfvirk (saumar mynztur
sjálfvirkt fram og til baka).
(Necchi supernova Julia: Kr. 9.945. Sams kon-
ar vél, en elcki frír armur).
HUSQVARNA.
(Automatic).
Umb.m.: Gunnar Ásgeirsson h.f., Suðurl.br. 16.
Upprunaland: Svíþjóð.
Verð: kr 9.630.
Skilmálar: Kr. 5.000 út, afg. á 4 mán.
Kennsla: Innifalin 6 klst.
Leiðarvísir: Góður á íslenzku.
Frír armur — laust borð. Lausar mynztur-
skífur.
Hraðaskipting (lágdrif).
SINGER.
(Slant-o-matic).
Umb.m.: Samb. ísl. samvinnufélaga.
Upprunaland: England.
Verð: Kr. 11.381.
Skilmálar: Helmingur út, eftirst, á 4 mán.
Kennsla: Innifalin.
Leiðarvisir: Góður, með skýringarmyndum
einungis. Enginn texti.
Ekki frír armur. Hallandi fótur. (Gefur betri
yfirsýn). Safngler i ljósi, — geisli fellur beint
á nálina. Mynztur innbyggð.
Framhald á bls. 48.
10 VIKAN