Vikan


Vikan - 13.12.1962, Side 13

Vikan - 13.12.1962, Side 13
Borðskraut. Margir eiga helgimyndir úr pappír eða smálíkön úr gipsi, tré, eða öðrum efnum, en erfitt er oft að koma þeim svo fyrir að þær njóti sín. Ef þeim er komið fyrir í stóru glasi, eins og sýnt er hér á myndinni, getur það orðið mjög skemmtilegt borðskraut. Þá er settur sandur eða annað heppilegt efni á botninn og myndunum komið þar fyrir. Þarna má búa til alls konar landslag með dýrum og húsum, t. d. jólalandslag og kirkju, en á þessari mynd eru það vitringarnir við jötu Jesúbarnsins og er litlum grenigrein- um komið fyrir í glasinu til þess að gera það jólalegra. JACKIE skyrtupeysan er framleidd úr 52% terrylene og 45% ull. Fæst í cftirtöldum litum: BHÚNUM, BRÚNSPRENGDUM og DÖKKBLÁUM. Er væntanleg í verzlanir næstu daga. Heildsölubirgðir: Þórhallur Sigurjónsson Þingholtsstræti 11. — Símar 18450 og 20920. Jólatréð. í stað þess að láta jólatréð standa í vatni, er heillaráð að setja það strax í glyserinblöndu og láta það standa í henni þangað til það er sett upp, en loka þá sárinu með fljótandi vaxi. Þegar komið er heim með tréð, á að saga svolítinn bút af endanum, svo að tréð eigi auð- veldara með að sjúga til sín vatn. Þá er ein matskeið af glyserini sett í vatnsfötu og tréð látið standa þar fram á aðfangadag. Glyserinið bindur vatnið, þannig að útgufunin verður minni og tréð fellir síður nálarnar. Þegar það er tekið upp úr, er sárinu lokað með því að dýfa því ofan í fljótandi vax eða stearin. Með þessu móti þarf tréð ekki að standa í vatnsfæti, og fyrir afskornar greinar er þetta líka sérlega heppilegt. Jóladúkur. Rauð silkibönd eru nauðsynlegir hlutir á hverju heimili fyrir jólin. Þarna er einlitur borðdúkur gerður að sérkennilegum og skrautlegum jóladúk, með því að festa silkibönd á sama hátt og sýnt er á myndinni. Slaufa er sett á staðina, þar sem þau eru fest og lítil grenigrein í hverja slaufu. Þarna er sama skreyting sett á einlitan lampaskerm. BÚNINGUR VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.