Vikan


Vikan - 13.12.1962, Side 18

Vikan - 13.12.1962, Side 18
Auk verðlaimasög-imnar úr smásagnakeppninni, sem birtist í síðasta blaði, hefur Vikan ákveðið að birta tvær þær sögur, sem næstar þóttu að mati dómnefndarinnar. Hér birtist önnur þeirra og er hún eftir Björn undan Ingólfsf jalli. Það er að vísu dulnefni; höfundur- inn vill ekki láta getið hins rétta nafns. Það skal tekið fram, að hann er þjóðkunnur fyrir ritstörf og skáldskap. Teikning: SNORRI SVEINN. Tveir menn gengu frá prestssetrinu í Vbgi áleiðis til bústaðar Þorleifs róðrarkarls. Þetta var tveim nóttum fyrir messu Michaelis, það herrans ár 1232, er landið laut enn engum kon- ungi. Það var nótt og næturmyrkur er þeir gengu öruggum skrefum. Leiðin var þeim kunn. Annar maðurinn var hár. Ef sól væri á lofti mundi skugginn hans vera hár og breiður. Enn hinn? Mundi hann varpa nokkrum skugga, þó sól væri? Hann var svo lítill, afturkreistings- legur. Barn eða drengur? Hvorugt. Jón fáviti mundi að vísu eiga sér skugga, því hann hafði engin samning gert við djöfulinn, en skugginn mundi vera lágur og visinn, líklega óskýr. En nú var engin sól, aðeins svört september- nótt með þungum skýjum. Hærri maðurinn talaði til hins í lágum hljóðum: — Þú bíður eins og venjulega. Ef þú heyrir — Er nóttin köld? — Það var konurödd. — Ég veit það ekki, veit aðeins þig. — Ég hef beðið. Það eina, sem jafnast á við að hitta þig er að bíða eftir þér. Konuröddin var ofurlítið hás. Svo var þögn. Myrkur umlukti þau, haust- myrkrið við sjóinn. Það heyrðist skrjáf í kápu, sem var kastað og enn heyrðist skrjáf. Presturinn sat hjá konunni, sem hafði hallað sér á beðinn. Hann sá hvítan bjarma. Það var andlit konunnar. Hann strauk kinn hennar mjúkri, vinnuvana hendi. Og hendur hans fóru um andlit hennar, fínbyggt nef, hvolft enni, ávala kinnina, þétta höku. Það var líkt og hann væri að móta mjúkan leir með hendinni og skapa mynd. En þess þurfti ekki. Hann þekkti þetta allt, líka blóðríkar varir, langan i ÉG FYLGI HONUM TIL DÓMSINS, NÚ SKAL HHNN EKKI SLEPPA eitthvað grunsamlegt gefur þú merki, líkt og áður. — Já, herra minn góður. Um leið og sá litli sagði þetta, heyrðist líkt og hvæsandi hljóð. Það var engu líkara en hái maðurinn hrykki við. Honum leið illa, alltaf illa í návist þessarar mannsómyndar. Hann hafði skarð í vörina og hvæsti þegar hann talaði og munnvatn spýttist út úr honum. En Þor- björn prestur í Vogi hafði tekið við þessum vesaling af forvera sínum og hvað var svo sem að óttast? Hjátrú fólksins elti aumingjann en hjó prestinum hafði hann grið og þeim skyldi hann halda. Svo gat Jón veitt ýmsa aðstoð. Þeir gengu og leiðin var ekki löng. Prest- urinn gekk hægt og varlega. Hann hafði dregið hattinn niður í augu og kápan svarta náði upp að nefL Eftir því sem hann nálgaðist áfanga- staðinn, birti í huga prestsins. Það var af til- hlökkun. Hann var að ganga til fundar við ást sína og fann til gleði, sem gaf holdi hans krafta. Hann rétti augnablik úr sér og fyllti brjóst sitt af svölu lofti. Ef sólin hefði skinið, hefði hún séð bjart hár, djúpblá augu og reglulegt andlit. Líka breiðar herðar og vel vaxinn líkama. En það var nótt. Og presturinn gat sjaldan sýnt glæsileik sinn og karlmennsku. Kirkjunnar klæði höfðu séð fyrir því. En þó hafði nóttin stundum séð hann, aldrei sólin. Framundan voru svartar þústur. Hái maður- inn hvarf í skugga þeirrar, sem var lengst til vinstri. Presturinn rjálaði við dyr, en í sama bili voru þær opnaðar hljóðlega og hann hvarf inn. háls og svart hár, sem breiddist út í nóttina. — Ég hef hugsað um leyndarmálið okkar, barnið þitt og barnið mitt, sem ég ber hérna, hérna. Það hlaut að verða svo. En heldurðu að Guð fyrirgefi okkur? Röddin var jafnvel enn hósari en áður. Og hún var áköf. — Guð sér fyrir öllu, sagði karlmannsröddin, mjúk og hlý. Hann fyrirgefur syndir. Hann hefir skapað þær. Drottinn býr líka í synd- inni. Þetta eru forlög okkar og hann ræður. — En heiður okkar? — Svo þagnaði hún. — Og heiður Þorleifs, fellur skuggi á hann? Presturinn þagði. Hann hafði oft undrazt hve hugmyndir þessarar konu um heiður, voru strangar. Hann skildi það ekki. Hún hafði þó -----—. Og þrátt fyrir allt hafði hún oft tal- að um heiður bónda síns. Þorleifs róðrarkarls. Þetta var víst heiðurshugmynd allt frá fornu, sem hafði erfzt í blóðinu til holdlegrar en ein- faldlegra hugsandi konu, sem var brot af líf- inu við sjóinn, köldu og heitu, en hún var heit, ■, heit frá Guði. Presturir.n stundi. — Drottinn verndar heiður okkar allra, hvíslaði presturinn. Hann biður okkur um að varpa til sín sorgum og syndum. Heiður Þor- • leifs er heiður okkar. En vegir Guðs eru óskýr- anlegir. Svo þagnaði h. nn, eins og konan hafði gert en mælti síðan ofurlágt: — Við erum leidd þær götur, sem við förum. Svo varð löng þögn. Hvíti bjarminn á beð- inum var orðinn lengri. Ekki aðeins andlit, heldur bjarmi af hvítum konulíkama. Karl- 18 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.