Vikan - 13.12.1962, Síða 24
FRAMHALDSSAGAN
EFTIR
LAWRENCE EARL
16. HLUTI
Bros Surreys var fremur glaðlegt
en að það væri sannfærandi. „Það
skiptir ekki svo miklu máli, þetta
verður undan straumi lengst af leið-
inni, geri ég ráð fyrir. Við skulum
ekki vera með það oflæti, að óska
eftir munaði, meðan óvíst er hvort
við höfum það, sem okkur er nauð-
synlegast. Ég ætla að láta mér
nægja þá von, að flotholtin leki
ekki.“
Og Alison bað í hljóði: „Góður,
almáttugur guð, gefðu að flotholtin
leki ekki. Gefðu að okkur heppnist
þetta ..
Vegna þess að Alison hafði rugl-
azt í dagatalinu fyrir alllöngu, tók
hún nú upp sitt eigið dagatal. Kannski
réði tilviljun því, að ekki munaði
miklu á þvi dagatali og hinu rétta,
kannski munaði líka miklu, en það
var henni til viðmiðunar engu að
síður. Hún rifjaði upp alla daga og
atburði eins og hún frekast mundi
og reiknaði og reiknaði, og fastákvað
síðan dag, sem hún taldi frá. Eftir
þessum nýja tímareikningi hennar,
var nú sá fimmti júní — en hvaða
vikudagur var, gat hún ekki vitað
nema með enn flóknari útreikningum,
svo hún lét það liggja milli hluta —
og samkvæmt því, og þeirri reynslu,
sem hún hafði fengið fyrir langa
dvöl sína á þessum slóðum, var tími
kominn til að hefja ferðina um vatna-
vegu eftir landinu.
Og þegar hún reis úr rekkju þenn-
an morgun, var hún gripin svipaðri
kennd, og líklegt er að gripið hafi
Kólumbus, þegar hann lagði upp i
siglingu sína í leit að leiðum til Ind-
lands, eða Lindbergh, þegar hann
eygði eyjarnar úti fyrir ströndum
Irlands, niður um skýjarof.
„Linroln ...“ kallaði hún. „Des ...
Isinn hefur leyst af vat'ninu ...“
Þennan dag varð annríki þeirra
meira en nokkru sinni fyrr. Nú var
að taka til, það sem þau töldu nauð-
synlegt að hafa með sér. Og Alison
24 VIKAN
spurði sjálfa sig án afláts, hvort
nauðsyn bæri til að taka þetta eða
þetta með, eða hvort óhætt mundi
að skilja Það eftir.
„Nei, við skiijum hann eftir, Des,“
heyrði hún að Lincoln sagði.
Alison varð litið upp. Hún sá að
Des hafði hríðskotariffilinn i hönd-
um.
Hún sá að Surrey yppti brúnum,
eins og hann skildi ekki í svipinn
þessa ákvörðun Lincolns. En svo átt-
aði hann sig. „Það er satt,“ sagði
hann. „Við erum búnir með riffil-
skotin. Og þá er til einskis að taka
hann með, þótt hann sé afbragðs
vopn ...“
Og hann lét hriðskotariffilinn falla
á kofagólfið og tók upp haglabyss-
una. „Við eigum enn fimmtán skot
í hana þessa,“ sagði hann, „en það
eru líka einu skothylkin, sem eftir
eru." Og hann bar haglabyssuna og
báðar axirnar niður að vatninu.
Alison lenti í hvað mestum vanda
þegar að Því kom hvað hún skyldi
taka með af suðuáhöldum. Loks
hafði hún skipt því litla, sem um
var að ræða, í tvo flokka — annan,
sem hún hugðist hafa með, hinn, sem
skilinn skyldi eftir í kofanum. Þar
með var sú örðuga þraut ráðin.
„Alison ...“ mælti Dahl lágt.
Hún leit til hans. Sá að hann hélt
á viskýflösku, óupptekinni. Henni
kom þetta á óvart, fyrst og fremst
vegna þess að hún hafði haldið að
Greatorex væri búinn með allt áfeng-
ið, en líka — og ekki hvað sízt fyrir
það, að henni kom áfengi ekki framar
til hugar í sambandi við Lincoln
Dahl. Ekki þann Dahl, sem hún
þekkti nú.
„Við höfum vist ekki neina þörf
fyrir hana,“ mælti Dahl rólega. „Ekki
frekar en hríðskotariffilinn .. .“
Og Alison létti meir en orð fá lýst.
LOKS var flekinn fullhlaðinn. Dahl
og Surrey gengu frá búlkanum og
bundu hann vandlega niður. Grea-
torex gamli lá í svefnpoka sínum,
þar sem hann var sízt fyrir þeim
hinum. Hann hafði fyrst reynt að
rétta þeim hjálparhönd, en brátt
komizt að raun um, að hann var
einungis til trafala. Prowse var skil-
inn einn eftir heima í kofanum, allt
þangað til lagt skyldi af stað. Ali-
son stóð á bakkanum, og einhverra
hluta vegna leið henni sem bezt. Það
rifjaðist upp fyrir henni, að einhvern
tíma endur fyrir löngu, kannski fyrir
þúsund árum, hafði hún staðið á
ströndu og beðið þess í ofvæni að
för hæfist ...
Hún virti flekann fyrir sér, og
undraðist það, hve lítt hann seig,
þrátt fyrir farminn. Það var að
minnsta kosti ekki annað að sjá, en
að flotholtin væru algerlega vatns-
held, hvað svo sem koma kynni í
ljós síðar meir, og að þau virtust
ekki muna neitt um að halda flek-
anum og farminum uppi.
Allt í kring heyrðist leysingarnið-
ur og gnýr í straumþungum vötn-
um. Það var eins og þíðviðrið hefði
leyst sjálft lífið úr læðingi, vakið
það af vetrarlöngum híðissvefni.
Hlíðar fjallanna kváðu við af hjali
kristaltærra snjólinda, loftið var
þrungið dunum fossa, sem brutu af
sér klakaviðjarnar, alls staðar var
vaknandi líf, sem rauf af sér fjötra,
og hví skyldi hún þá kvíða þvi, þótt
hún væri sjálf að brjóta sig úr viðj-
um og kveðja vetrarhíðið? Og hví
skyldi hún Þá finna til saknaðar,
þegar hún var í þann veginn að yfir-
gefa þann stað, Þar sem hún hafði
orðið að þola hvers kyns þjáning og
þrengingar ...
Upp frá þessum degi mundi kofinn
standa auður og yfirgefinn ... á
meðan hann stæði uppi. Kannski
mundu brottgeltirnir renna á manna-
þefinn og gera sér bústaði i dótinu,
sem þau skildu þar eftir. Svo mundi
þakið taka að bila og að síðustu
brotna niður. Septemberstormarnir
tæta burt mosatróðið milli bjálkanna
í veggjunum, og engin yrði til að
dytta að neinu.
Og hvað gerir það þá til? spurði
hún sjálfa sig, og það lá við sjálft
að henni gremdist áleit'ni þessara
hugsana. Hví skyldi ég sakna þessa
kofa, sem veitti okkur ekki einu sinni
viðunandi skjól fyrir veðrum og
frostum?
Engu að siður hafði hann veitt
þeim það skjól sem dugði til þess,
að þau lifðu af veturinn. Engu að
síður áttu þau það honum að þakka,
að þau stóðu hér nú, albúin að ýta
úr vör að hverju gagni sem það svo
yrði þeim.
Og í rauninni hafði kofinn verið
henni heimili — annað heimilið, sem
hún hafði átt á ævinni, það hún
mundi. Meira að segja það heimili,
sem hún hafði sjálf skapað öðrum
fremur. Konuríki, hugsaði hún með
nokkurri kaldhæðni, um leið og hún
var sjálfri sér reið fyrir það, að allt
voru þetta hennar eigin vangaveltur,
sem hún greip til einungis í því skyni
að þurfa ekki að viðurkenna fyrir
sjálfri sér hina raunverulegu orsök
þess, að hún kvaddi kofann með
söknuði, þrátt fyrri allt. Að orsök-
in var fyrst og fremst sú — kannski
eingöngu sú — að þar hafði hún
kynnzt hinum hávaxna, granna,
þunglyndislega karlmanni, sem fyrst
í stað hafði vakið með henni andúð
og hálfgildings fyrirlitningu, en síðan
hluttekningu og virðingu, er hún vissi
baráttu hans, og loks óskorað traust
og aðdáun ...
Dahl kallaði til hennar utan af
flekanum. „Þá er öllum undirbúningi
lokið. Viltu ekki koma um borð?“
Alison hristi höfuðið. „Nei,“ sagði
hún. „Eg hjálpa ykkur fyrst að koma
Prowse um borð.“
Og enn beitti hún sjálfa sig und-
anbrögðum. Það var ekki fyrst og
fremst í þeim tilgangi að styðja
Prowse um borð, að hún sneri enn
einu sinni heim að kofanum. Að hún
greip tækifærið til að ganga þangað