Vikan


Vikan - 13.12.1962, Page 41

Vikan - 13.12.1962, Page 41
stofunni, þar sem bjarminn af týr- unni náði ekki til að dreifa myrkr- inu, vissi að hún beið þess eins að flöktandi loginn á fífukveiknum slokknaði. Og því var sem hvislað að henni, að liún mætti ekki fyrir nokkurn mun láta skelfinguna ná tökum á sér, mætti ekki hugsa, mætti umfram allt ekki leitast við að gera sér grein fyrir þvi, sem gerzt hafði meðan hún svaf og orðið til þess að leysa óvættina úr böndum, því að þá mundi ioginn á fífukveikn- um slokkna og þá væri þrotin öll vörn. Varir hennar tóku að bærast, mæla liljótt og ósjálfrátt aðvífandi orð til að halda allri liugsun frá. Hún festi augun á blaktandi logann á fífukveiknum og bærði varirnar án afláts, endurtók í sífellu sömu orðin, án þess að vita þau eða meiningu þeirra, þuldi þau uop aft- ur og aftur af vaxandi ákefð og mátti ekki vita þau, því að þá yrðu það aðeins orð . . .“ Hún bærði varirnar. Smám saman fylltist vitund hennar mildu, blakt- andi ijósi, myrkrið hörfaði stöð- ugt lengra undan, en áleitni hugs- unarinnar þvarr fyrir sefjandi end- urtekningu orðanna, sem urðu að sama skapi sífellt máttkari og ó- háðari vörum hennar, unz þau að lokum fengu sína þöglu rödd og endurtóku sig sjálf utan þeirra. Og um leið og varir liennar kyrrðust færðist yfir liana örugg, hlullaus ró, eins og þegar veðurofsi dettur i dúnalogn, en orðin endurtóku sig sjálfkrafa allt í kring, ekki hennar eigin rödd, heldur ömmu hennar . . . hann hnaut ekki til einskis, sá höttótti i Kvíslinni . . . hann hnaut ekki til einskis, sá liöltótti . . . ,.Þá nótt lá hún lengi vakin með augun fest á flöktleik bjarmans við svipmildan vanga föður síns. Hún sá móður sinni hregða fyrir handan við skrifpúltið, er hún leitaði í sæng sína, niðurlút og snöktandi og liélt að sér fötum, en hrafnsvart hárið, sem raknað hafði úr þykkuin og siðum fléttunum, hrundi i óstýrilát- um lokkum um axlir henni og barm. Athygli hennar bcindist þó ekki fyrst og fremst að móðurinni sjálfri, heldur skuggamyndinni, þar sem hún tók á sig martraðarflagðsham- inn skámmt andartak, teygði sig upp eftir skarsúðinni að mæni, grúfði yfir öllu stafgólfinu, ferleg og myrk eins og hún hefði dregið allan sorta næturinnar í ham sinn, en hneig siðan í einu vetfangi ofan í rekkjuna og hlý, kvik sldman af týrunni á skrifpúltinu varð aftur einráð í stafgólfinu. Og þó að hún gerði sér ekki grein fyrir því, er ckki að vita pema einmitt þessi sýn hafi mótazt í vitund hennar sem eins konar tákn, og aukið henni þor til að talca því, sem orðið var, eins og hversdagsleg, æðrulaus orð ömmu hennar höfðu leyst hana úr viðjum lostsins.“ „Eftir þetta yrði ekkert sem áð- ur. Sá heimur draumvökunnar, sem hún hafði sofnað frá, og allt sem þar hafði verið hennar, var liðinn undir lok. Jafnvel baðstofan var öll önnur fyrir það, sem gerzt hafði i myrkrinu undir skarsúðinni með- an hún svaf og alltaf mundi verða þar til staðar, á sama hátt og hljóðn- aður liláturinn liafði tekið sér ból- festu í rökkrinu uppundir skamm- hitunum, og veruleikinn, sem fellt hafði blekkingargrímuna af ó- freskjuásýnd sinni, glotti við, ógn- andi og meinlega í skugganum yfir Dynachrome, NÝJA AMERÍSKA LITFILMAN ER NÚ KOMIN Á MARKAÐINN! Mun lækka verðið á litmyndum yðar! EINKAUMBOÐ: ÍSALDA S. F. Pósthólf 1075. — Reykjavík. Sími 24119. rekkju dólpungsins." „Aldrei framar mundi verða sá lieimur, þar sem faðir hennar leid.di hana við hönd sér út á bæjarliól- inn og þau sæju allt sömu auguni i sólskininu. Aldrei framar sú bað- stofa, þar sem liún sæti á rekkju- stokk i ljósaskiptunum og lágvær rödd ömrnu hennar lyki upp fyrir henni kóngshöll og álfaborg. Og aldrei mundi frainar verða nein merkjalína milli þess, sem var og þess, sem ekki var, því að nú tæki við annar lieimur, þar sem allt var. Hún gerði þó hvorki að sakna þess heims, sem var undir lok lið- inn né óttast þann, scm við tæki, því að nú hafði hún sannreynt vanmátt alis þess, sem hún hrædd- ist mest áður. Hún hafði heyrt stork- andi hlátur móður sinnar þagna og breytast i ofsafenginn grát upp- gjafar og umkomuleysis, og séð hana laumast upp i rekkju sína, snökt- andi og lúpulega eins og henni hefði verið rekinn löðrungur. Séð föður sinn setjast við skrifpúltið, öruggan og ósigrandi í sinni liljóðu mildi; séð hann ganga inn í ljósbjarm- ann og taka sér þar sæti og fundið ljósið fylla huga sinn friði og full- vissu um leið og lnin óttaðist ekki lengur vald myrkursins." „Loks sofnaði hún við rólega og æðrulausa rödd ömmu sinnar allt i kringum sig. Þessi undarlegu orð, sem áttu sefjunarmátt sinn í því fólginn, að hún kunni engin skil á þeirri sögu, sem þau höfðuðu til, hversdagslegt mótvægi sitt við ör- lagaþunga atburðanna því að þakka, að hún vissi ekki neitt samband þar á milli. Hún vissi ekki hvort hún liafði sofið lengur eða skemur, gat ekki einu sinni gert sér fyllilega. grein fyrir hvort liún svaf enn eða vakti, en skrjáf fjaðrapennans var hljóðnað, ljósið slokknað og, röddin þögnuð. Óvætturin læddist um bað- stofupallinn og beið færis og utan úr myrkrinu, þar sem það er gerzt liafði var enn að gerast og mundi alltaf vera að gerast, störðu á hana grá og græðgisleg augu. En meðvit- undin um nálægð óvættarinnar vakti ekki með henni neina skelf- ingu og græðgi augnanna hvorki hroll né ótta, heldur var þögnin þrungin óræðri spurn og mvrkrið hcitt og seiðmagnað. Hjarta barðist um í barmi hennar og hlóð hennar brann, snertingin við nakinn líkama gömlu konunnar varð henni skyndi- lega svo óþægileg, að hún færði sig; ósjálfrátt fjær henni; sængin svo þvöl og þung, að hún var að því komin að svipta henni ofan af sér, þegar hún varð þess enn vör að græðgisleg augu störðu á hana og blygðaðist sín. í fyrsta skipti fann liún til sjálfrar sín, og um leið var sem hláturinn kvæði við allt i lcring- um hana, tryllingslegur og stork- andi . . .“ Gamli presturinn gerði hlé á frá- sögn sinni. Horfði um hríð til jök- uls og fjalla, og mér var ekki með öllu gruntaust um að liann hefði gleymt návist minni. Það sannaðist lika, þegar liann dró upp silfurdós- irnar og opnaði þær, en lokaði þeim aftur í hálfgerðu fáti og felldi niður rítúalið, þegar honum varð litið til min. „Fyrirgefðu," sagði hann, dálitið vandræðalegur á svipinn, eins og honum yrði öllu fremur bvlt við gleymsku sína, eða öllu heldur það, að ég hlyti að hafa veitt henni at- hygli, en liitt, að sjá mig sitja þarna enn. „Ég er hræddur um að slegið liafi út í fyrir mér.“ Hann strauk styrkum og sterklegum fingrum um enni sér, þéttingsfast, líkast því sem stryki hann hélu af rúðu, en fannst svo vist að hann hefði ljóstrað upp einhverjum ellimörkum, þvi að hann flýtti sér að bæta við um leið og liann spratt á fætur og rétti úr sér. „Það er athafnaleysið og ein- vcran . . . á stundum hendir það mig núorðið, að ég geng um gólf, fram og aftur, og hugsa upphátt og ranka ekki við mér fyrr en ég er farinn að brýna raustina.“ „Örlög Maríu hafa líka löngum verið mér hugstæð,“ mælti hann enn og tók að ganga um gólf sem fyrr. „Einhvern tíma mun það hafa VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.