Vikan


Vikan - 11.04.1963, Síða 28

Vikan - 11.04.1963, Síða 28
Annar kafli. Einkaskrifstofa yfirlæknisins var vel einangruð bak við fremri skrif- stofu og tvöfaldar dyr, sem einungis var hægt að opna með því að þrýsta á hnapp undir skrifborði hans. Her- bergið virtist tómt og dautt, og hinn þögli maður, sem stóð í skugga úti við einn gluggann, virtist aðeins hluti kyrrðarinnar. Þegar klukkan á Schuyler-turninum sló tíu, gekk Ash yfirlæknir frá þungum gluggatjöld- unum og leit gremjulega á vélrituðu blöðin, sem lágu á skrifborði hans —- skýrslu Antons Korffs um hið ein- kennilega slys, sem orðið hafði um kvöldið. Ash hafði staðið við glugg- ann, þegar Andy Gray vann við hinn slasaða, án þess að litli, önnum kafni hópurinn umhverfis skurð- borðið hefði vitað um það. Úr þeirri fjarlægð hafði hinn slasaði aðeins líkzj; einu hinna venjulegu fórnar- lamba þess grimmilega bardaga, sem sífellt er háður í undirheimum stór- borganna. Og Korff hafði nautn af að gera sem mest úr verðleikum sín- um — fjölmargar sannanir þess var að sjá á blöðunum þeim arna .. . Ash hafði aðeins ekið til sjúkra- hússins, til að koma þar í venjulega kvöldheimsókn, og þess vegna var vandamálið, sem 2. aðstoðarlæknir hafði lagt honum á herðar, enn nýtt í hans augum — of nýtt til þess að það hefði náð að öllu leyti til heila hans. Hann settist við skrifborðið og velti fyrir öðru máli, einkamáli, meðan hann beið eftir Hurlbut lög- regluforingja. Ársfjórðungsreikningur sjúkra- hússins (með rauðu tapstölunum, sem vöktu alltaf kvíða hans og beyg) lá og beið þess, að hann liti yfir hann — og legði síðan fyrir Catherine konu sína með afsökunarbrosi. Eða öllu heldur fyrir snillinginn, sem var endurskoðandi Catherine og mundi vonandi útvega sjúkrahúsinu enn einn frest. Martin Ash starði lengi á ljós- myndina af hinni brosandi, ungu stúiku, sem hann hafði fyrir framan sig á skrifborðinu. Catherine hafði verið yndisleg, þegar hann gekk að eiga hana, hugsaði hann. Og það ein- kennilega var, að hún var enn yndis- legri í dag. Yfirmaður East Side-sjúkrahúss- ins hallaði sér aftur á bak í þægi- legum hægindastólnum og leyfði sér þann munað að rifja upp fortíð- ina. Vitanlega var það hrein tilvilj- un, að hann hafði orðið kandídat þarna tuttugu árum áður, þegar hann barðist við fátæktina, meðan hann stundaði nám við háskólann. Og það var einnig einskær tilviljun, að Catherine Parry hafði einmitt verið lögð í Schuyler-turinn um þær mundir vegna taugaáreynslu. En fyrsti fundur þeirra hafði tendrað neista, sem síðan hafði aldrei slokkn- að, jafnvel ekki nú þegar þau stældu svo oft. Þegar hann hugsaði um lið- inn tíma, rólega og æsingalaust, skildist honum, að það var ótrúlegt öryggi hennar, sem hafði heillað hann —- einbeitt sannfæring hennar um, að ekkert gæti hindrað hana í að giftast hinum gáfaða en enn óþekkta Marty Aschoff—- syni fátækrahverf- isins, sem enn í dag umlukti veggi sjúkrahússins. f sambúðinni við Catherine hafði fölvi fátækrahverfisins orðið að víkja fyrir sólbruna Florida. Auður Catherine hafði útvegað honum að- gang að Mayo-stofnuninni, svo að hann gæti fengið sem allra bezta menntun sem skurðlæknir, og það var kona hans og áhrif hennar, sem höfðu gert honum kleift að komast svo fljótt til metorða í sérgrein sinni. Enginn gat haldið því fram, að Catherine hefði beitt valdi sínu svo að óverjandi væri — hvorki hún né hann höfðu nokkru sinni brugðizt sjúkrahúsinu. Þau gátu deilt ákaft um markmið og leiðir, en ástin á East Side-sjúkrahúsinu var þeim sameiginleg, og það var ósk þeirra beggja, að unnt væri að breyta því i fyrirmyndarstofnun. Ýkjulaust var hægt að halda því fram, að ekkert sjúkrahús í New York gæti státað af tveim eins góðum skurðlæknum og Andy Gray og Martin Ash. Og ekk- ert sjúkrahús gerði meira fyrir borg- ina — það sýndu rauðu tölurnar í bókhaldinu greinilega. Martin lét sig síga enn lengra ofan í stólinn og virti fyrir sér myndina af konu sinni. Catherine leit enn á hann með stórum augum, fullum trúnaðartrausts . . . honum létti næstum, þegar hann heyrði rymja í Hurlbut í fremri skrifstofunni. Hann stóð snöggt á fætur til að bjóða lögregluforingjann velkominn, og hann varð ánægður, er hann sá, að einungis Andy og Dale höfðu slegizt í för með honum — ásamt sterkleg- um manni í tweed-fötum, sem yfir- læknirinn kannaðist vel við. „Gott kvöld, Peter,“ sagði Martin Ash vinsamlega. ,,Ég var einmitt að velta því fyrir mér, hvenær yður mundi skjóta upp.“ Peter Collins var einn af frægustu blaðamönnum Chronicles, og hann hafði séð um allt fréttaefni frá East Side-sjúkrahúsinu, meðan Ash mundi eftir. Jafnvel nú, þegar hann var orðinn einn helzti maðurinn við blaðið, leit hann inn daglega til að sjá það mannlíf, sem eitt gat breytt einföldum staðreyndum í átakanleg- an harmleik. „Það gleður mig, að yður er ekki á móti skapi að fá mig í heimsókn," sagði Collins, „því að lögreglufor- ingjanum varð meinilla við, þegar við hittumst.“ „Hvenær komst Peter á snoðir um þetta mál?“ spurði Ash. „O, hann hefir svo sem verið á kafi í þessu frá upphafi," sagði Andy og lét fallast á þægilegasta stólinn í skrifstofunni, en Dale Easton hafði tyllt sér í gluggakistuna. ,,Hann var einmitt að fá sér bjór með Dale, þegar hann var kallaður til skurð- stofunnar, og . . .“ Martin Ash lyfti höndunum til að frekari skýringar. „Þér þurfið ekki að segja meira. Ég treysti í þessu til- felli eins vel á Peter og sjálfan mig, lögregluforingi." Hurlbut settist í stól andspænis OTTANS FRAMHALDSSA6A EFTIR FRANK G. SLAUGHTER 3. HLUTI Hann var einmitt að fá sér bjór með Dale, þegar hann var kallaður til skurðstofunnar, og... 2g — VIKAN 15. fbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.