Vikan


Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 06.06.1963, Blaðsíða 15
<rO Háaleitisbraut 54 Fjögurra herbergja íbúð í sambýlishúsi Hér er sýnishorn af fj ögurraherbergj a íbúð í blokk, sem Kjartan hefur teiknað. Það reynist oft erfitt að komast hjá ferkantaða forminu í sambýlishúsum, en hér leysir Kjartan málið á þann hátt, að eldhúsið er byggt út úr húsinu ásamt stigaganginum. Tvö svefnherbergi og baðherbergi eru alveg sér á gangi. U- ■ 4«4——W—fe - Lindarflöt 36 Garðahreppi Einbýlishús 2l4m2 Þetta er stórt einbýlishús 8 herbergi — í „bungalow“-stíl. Hér er mikil áherzla lögð á að mynda skjólgóðan garð móti suðri. Húsið umlykur hann að nokkru leyti á þrjá vegu og þær hliðar hússins, sem snúa út að þessum garði eru mestmegnis úr gleri. Húsið verður fyrir þessa sök útveggjamikið, en Kjartan telur það ekki hleypa fram byggingar- kostnaði eins og margir halda. Svefnherbergjadeildin er alveg sér og sérstakt búningsherbergi inn af hjóna- herbergi í stað hins venjulega fataskáps.Stofan og borðstofan mynda vinkil utan um eldhúsið og blómaKerið í suðurglugga stofunnar er byggt ofan í gólfið. Útlit hússins er eins og sjá má af teikningunni hér að ofan, sérlega vel heppnað. mmm VIKAN 23. tbl. 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.