Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 6
Ef við hefðum verið hjátrúarfull, geri ég ráð fyrir að við mynd- um hafa vent kvæði okkar i kross og snúið við, þegar við áttum enn ófaranar 450 mílur til Kano, sem með réttu hefur verið kölluð „lilið eyðimerkurinnar“. Það var einmitt þar, sem hinn glaðlyndi foringi þessa fá- manna leiðangurs okkar, Alan Cooper, varð fyrir þeirri óheppni, að glerperlufestin, sem þeir innfæddu á kaffiekrum hans i grennd við Nairobi, höfðu gefið honum til fararheilla þegar hann lagði af stað, slitnaði. Alan hafði borið festi þessa stöðugt um háls sér, en nú slitnaði hún og litlar glerperlurnar hurfu i rykið undir fótum okkar, Þeir hjátrúarfullu munu eflaust halda því fram að þetta óhapp hafði boðað okkur að þar með hefði gæfan snúið við okkur bakinu. Hvað mig sjálfan snerti, áttu allar þær raunir og harðræði, sem mín biðu, rætur sinar að rekja til auglýsingar einnar, sem ég las í dagblaði. Alan Cooper, liarðvítugur náungi kominn undir fimmtugt, hrjúfur i framkomu og mikill að vallarsýn, hafði auglýst eftir þrem samferðamönnum til að taka þátt i kostnaðinum af 8.000 mílna bílferðalagi yfir Uganda í Belgisku Kongó, Frönsku Miðafriku, Nigeríu, Sahara sandauðnirnar og að lokum með skipi til Englands. Ég var þá átján ára, nemandi í verkfræði i Nairobi, og taldi mér bjóðast þarna ákjósanlegasta tækifæri til að heimsækja ömmu mína og afa heima í Englandi. Ég varð óneitanlega dálítið undrandi, þegar ég sá bílinn sem átti að verða farakostur okkar Jmssa löngu og erfiðu leið — átta hestafla smábil, afturbyggðan — en Alan fullvissaði mig um það á sinn hrjúfa hátt, að þetta væri einmitt sú gerð af bílum, sem bezt hentaði. Hann hafði getið sér frægðarorð fyrir það fyrir nokkrum árum að hafa ekið þvert yfir Sahara í smábíl fyrstur manna, og ég gerði þvi ráð fyrir að hann hefði fullt vit á því, sem hann var að tala um. Þá varð ég ekki síður undrandi yfir því, að tilvonandi ferða- félagar okkar reyndust báðar vera konaur — Freda Taylor, fjörmikil, aðlaðandi svarthadda; kennslukona að atvinnu, sem hafði dvalizt i Afriku um sex mánaða skeið og sneri nú aftur heim til Englands og Barbara Duthy, dýrafræðingur, sem vann á vegum ríkisstjórnarinnar í Kenya, ráðsett kona en talsvert aðsópsmikil. Yið lögðum af stað þann 16. apríl, 1955. Fyrstu 3.000 míl- urnar — yfir snarbrött fjallaskörðin í Uganda og um þrönga krákustigu gegnum frumskógana í Kongó og loks harðvellis- auðnir Nigeríu — gekk ferðin tíðinda og stórslysalaust. Þennan áfanga fórum við á um það bil þrem vikum, og ókum við Alan til skiptis. Konurnar tvær önnuðust matseld og þvotta. Við höfðum tals- verðar birgðir af niðursuðuvörum meðferðis, en spöruðum þær þennan áfangann, þar sem við keyptum alifugla og ávexti af Kongónegrum fyrir sígarettur og smávarning. Okkur Fredu var þetta ferðalag — enn að minnsta kosti — óslitið, æsilegt ævintýri. Hins vegar geri ég ráð fyrir, að liún sé allt að þvi eina konan, sem lagt hefur út á Saharaeyðimörkina á háhælaskóm, sem þar að auki voru lítið annað en borðar og bönd — ekki svo að skilja, að hún væri á einum slíkum skóm, þvi að hún hafði sjö pör meðferðis. Það var Freda, sem átti sinn þátt í því, að þessi fámenni leið- angur okkar hafði á sér yfirbragð æskunnar og ævintýranna, hvar sem hann fór — það var hún, sem málaði á skuthurð bíls- ins stórum stöfum og sterkum litum: „Kenya til Englands — um Uganda, Belgiska Kongó, Frönsku Mið-Afríku, Nigeríu, Saharaeyðimörkina, Spán og Frakkland". Og nú er það, sem óhcppnin. þegar glerperlufestin slitnaði, kemur til sögunnar. Þennan sama dag, meira að segja skömmu eftir að festin slitnaði, varð randhvassur steinn fyrir bilnum, með þeim afleið- ingum, að ekki voru þrír strokkar hreyfilsins starfandi, þegar við náðum loks til Kano, eftir að gert hafði verið við hann til bráðabirgða i rjóðurbænum, Maidugur. Áður hafði billinn reynzt hinn ákjósanlegasti farkostur í alla staði, en eftir þetta var hann aldrei í lagi. Þrívegis var gert við hann, eftir því sem föng voru á — i rjóðurbænum, sem áður er nefndur og siðan i Kano og loks i einu setuliðsvirkinu í Agades, í jaðri eyðimerlcurinnar, en bilaði aftur svo að segja jafnharðan. Enda þótt við héldum nú í norður frá miðjarðarlínu, jókst hitinn stöðugt, að sama skapi og við nálguðumst hina víðu sandauðn Sahara. Hann var kominn upp i 115 gráður á Fahren- heit, þegar við náðum til Kano, og það var elcki nema forsmekk- urinn. í Kano tókum við birgðir af vatni, bensini og oliu, sem áttu að duga okkur yfir eyðimörkina. Gerðist nú svo þröngt í bíln- um, að við urðum að sitja með harðkreppt hnén, og tókum það ráð að skipta um sæti eftir vissum reglum, okkur til hvíldar. En þó að við gætum létt þreytunni þannig af sjálfum okkur, var ekki nokkur leið til þess að létta undir með bílnum, sem var nú þungt fermdur orðinn — svo þungt, að hann tók niður g — VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.