Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 17
gera ráð fyrir að hún fengi sér kannski bita í laumi, þá væri það með öllu óskijjanlegt. Og það er einmitt eitthvað óskiljanlegt við hana, þá stúlkukind, vaxtarlag hennar, útlit og jafnvel fram- komu — ég sný ekki aftur með það. Og hvað snertir meltingar- færin og önnur líffæri í búk og kvið ... Já, ég hefði 'sannarlega gaman af að fá tækifæri til að krukka í hana með skurðarbredd- unni; lítan innan í hana.. „Hvers vegna gangið þér ekki beint til verks og spyrjið hana, fyrst þér eruð svona forvitinn, hvað .. .“ „Spyrja hana — um hvað, eiginlega? Hvort hún vilji nú ekki gera mér þann greiða, að leyfa mér að taka úr sér botnlangann?“ „Nei — en þér gætuð sagt sem svo, að sem lækni furðaði yður mjög á því hve neyzlugrönn hún væri ...“ „Enga vitleysu,“ sagði dr. Langton læknir. „Ég get ekki heimsk- að mig á að bera fram slíkar spurningar, án nokkurrar undan- genginnar athugunar, og átt það á hættu að í ljós kæmi, að hún mútaði þernunni til að bera sér mat inn í klefann á nóttunni, til þess að geta vakið á sér athygli með svelti sínu á daginn.“ „Jæja. Enn sem komið er, virðist þó enginn hafa veitt því at- hygli nema þér.“ „Hún talar svo mikið,“ sagði hann. „Kannski gefur hún sér bókstaflega ekki tíma til að eta, á meðan hún situr til borðs.“ „Og það er að minnsta kosti ekki að sjá, að þér sleppið neinu tækifæri til að ræða við hana.“ „Hún ber skynbragð á margt,“ sagði læknirinn. „Því er ekki að neita ...“ Við sigldum upp undir Jamaica, og komum við í Port-au- Prince á Haiti. Hitinn var óþolandi ,og við áttum ekki að liggja á höfninni nema í nokkrar klukkustundir, en engu að síður fóru sumir farþegarnir í land. Við dr. Langton læknir höfðum engan áhuga á að taka þátt í slíku strandhöggi, enda þekktum við okkur þarna, og fannst báðum sem mesti ævintýrablærinn væri nú rok- inn af, eftir að bandaríski flotinn hafði í rauninni tekið þar öll vöid í sínar hendur. En okkur fannst það báðum dálítið ein- kennilegt, að ungfrú Hugo skyldi líka halda kyrru fyrir um borð. Læknirinn spurði hana líka hvað bæri til, þegar hann, að hætti allra karlmanna um borð, greip óðara tækifærið til að ræða við hana. „Þér hljótið að fara nærri um það, dr. Langton," svaraði ung- frú Hugo. ..Þér vitið að ég hef átt heima í San Cristobal — að minnsta kosti nógu lengi til þess, að hitabeltislöndin beinlínis Framhald á bls. 44. VIKAN 35. tbl. — Yl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.