Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 42
ÚTLAGARNIR.
Framhald af bls. 21.
hann ekki heldur. Segðu að ég
vilji að hann flýi land.“
„Jafnvel þó að það verði til
þess að þið sjáizt aldrei aftur?“
„Já. Og enn eitt ...“
.Sjálfsagt."
„Berðu Dmitri kveðju mína,
og segðu honum, að ég óski hon-
um góðrar ferðar og alls góðs.
Segðu honum að ég þakki hon-
um allt, sem hann hefur gert
fyrir mig. Segðu honum að ég
gleymi honum aldrei.“
Katya kvaddi hana. Samtal
þeirra hrærði hana djúpt.
Hún hélt á brattann upp í fjöll-
in árla morguns. f vasa sínum
hafði hún tréskurðarmyndirnar
tvær. Þær voru heillagripir
hennar. Hún hafði höndina í vas-
anum, svo að hún gæti snert þær.
Það var síðasta samband hennar
við Grant Hollis, og eins þetta
ferðalag hennar til fundar við
Dmitri, að beiðni hans. Þegar
hún hafði lokið því erindi sínu,
var það ekkert annað en tré-
skurðarmyndirnar og endur-
minningin, sem hún átti eftir.
Þegar kom á gamla stefnumót-
staðinn, beið hún þar rúma
klukkustund áður en hann lét
sjá sig. „Góðan dag,“ sagði hann,
þegar hann kom fram úr kjarr-
inu. „Góðan dag, félagi Katya.“
„Halló, Dmitri,“ svaraði hún.
„Þú hefur talað við Nadyu og
þá, drengina?"
„Já. Þau sakna þin mjög.“
„Ég sakna þeirra líka. Það er
örðugt að sætta sig við að vera
án þeirra. Að vera orðinn einn
aftur, eins og ég var hérna fyrst,
þegar ég var enn yngri. Það er
enn erfiðara nú, en það var þá.“
„Ég talaði við Nadyu, Dmitri."
í fyrsta skipti virtist henni
sem örlítilli viðkvæmni brygði
fyrir í svip hans. En honum tókst
samstundis að dylja það.
„Er hún frísk?“ spurði hann.
„Hún er frísk. Hún bað mig
fyrir skilaboð. Hún kvaðst alls
ekki ætlast til þess, að þú reynd-
ir að standa við það loforð að
taka hana með þér til Noregs.
Þú yrðir að fara einn og tafar-
laust.“
„Ég skil.“
, Ég vakti athygli hennar á
því, að hún mundi aldrei sjá þig
framar, ef þér tækist að flýja
land.“
„Og hverju svaraði hún því?“
„Hún bað mig að segja þér að
fara engu að síður. Tafarlaust.
Hún kvaðst vilja allt til þess
vinna, að þú yrðir ekki tekinn
höndum og lokaður inni eins og
þau hin. Ég dáðist að þreki
hennar og hugrekki. Henni hlýt-
ur að þykja innilega vænt um
þig-“
„Mér finnst það undarlegt, að
þú skulir vilja bera mér slík
skilaboð. Ég hélt að þú vildir
að ég gæfi mig fram.“
„Það vildi ég líka áður. En
ekki nú.“
„Hvers vegna ekki?“
„Vegna þess að ég er ekki
lengur þeirrar skoðunar, að þér
muni hvergi vegna betur en í
Rússlandi. Grant Hollis hefur
frætt mig um svo margt. Hér bíð-
ur þín engin framtíð, samanborið
við það, sem orðið getur í öðrum
löndum.“
„Fyrst þú veizt það, hlýturðu
líka að gera þér grein fyrir því
að þú átt hér ekki heldur mikils
að vænta,“ sagði Dmitri.
„Ég á ekki um annað að velja.“
„Ég skil.“
„Ég öfunda þig af því hve
margt og mikið þú veizt og skil-
ur, ekki eldri en þetta,“ mælti
hún lágt.
„Ég þakka þér fyrir fréttirnar,
og að þú skyldir koma hingað til
fundar við mig,“ sagði hann á
móti. „Heldurðu það í raun og
veru, að ég muni komast vel
áfram erlendis?“ bætti hann við.
„Það er ég viss um. Kannski
líka hér heima, að minnsta kosti
innan vissra takmarka, ef þú
værir tilneyddur.“
„Taktu þá eftir því, sem ég
ætla að segja þér. Ef þú berð í
rauninni slíkt traust til mín —
hvers vegna kemurðu þá ekki
með mér til Noregs? Ég hef nóg-
ar birgðir fyrir okkur bæði til
fararinnar, og auk þess verður
allt auðveldara við að fást, ef
við förum bæði.“
Nokkurt andartak starði hún
á hann sem steini lostin. En svo
sá hún, að þetta var einmitt leið-
in. Ef Dmitri tæki hana með sér;
vísaði henni leiðina yfir Rúss-
land til Noregs, væri hún örugg.
Þegar til Noregs kæmi, yrði þess
ekki langt að bíða að hún kæmist
yfir til Svíþjóðar. Til Stokk-
hólms, þar sem skipamiðlarinn,
vinur Grants, átti heima. Að
minnsta kosti gæti hún komið
bréfum til hans úr Noregi. Þeg-
ar allt kom til alls, þá var þetta
áreiðanlega framkvæmanlegt.
Hún starði á hann stórum aug-
um og heit og sterk fagnaðar-
kennd gagntók hana.
„Mundir þú í alvöru tilleiðan-
legur að taka mig með þér?“
spurði hún.
„Já.“
„Þá kem ég með þér.“
„Gott. Þarftu kannski að
skreppa aftur til þorgarinnar
eftir einhverju, sem þú getur
ekki án verið?“
Hún kreppti hendumar að tré-
skurðarmyndunum tveim í vös-
um sínum. í rauninni voru þær
hið eina, sem hún átti sjálf. Það
eina, sem hún hafði borið úr být-
um um ævina, sem hún hafði
ekki þegið að láni frá ríkisvald-
inu.
„Mér er ekkert að vanbúnaði,"
svaraði hún.
„Þá komum við,“ sagði hann.
Hann fór með hana stytztu
og beinustu leið að hellinum, þar
sem hann hafði allt undirbúið
fyrir flóttann, svo að hann gæti
lagt af stað fyrirvaralaust hven-
ær sem væri. Þegar þangað kom,
fékk hann henni bakpoka, sem
hann fyllti helztu nauðsynjum,
eins miklum og hann hélt að hún
gæti frekast borið, og einnig fékk
hann henni í hendur helminginn
af þeim erlenda gjaldeyri, sem
hann hafði komizt yfir. Loks
fékk hann henni í hendur riffil
og skotfæri, og þegar hann hafði
sjálfur tekið sér riffil í hönd,
lögðu þau tafarlaust af stað.
Hún komst brátt að raun um
hvernig á því stóð, að þeim Arn-
aldov og Gradinkov liafði ekki
tekizt að handsama hann. Hann
var sem samgróinn umhverfinu,
skógunum og fjöllunum, svo
undarlega nátengdur því, að
henni fannst jafnvel sem hann
breytti um lit til samræmis við
það. Hann leiðbaindi henni með
orðum og bendingum, fátlaust en
af slíkri leikni og öryggi, að
helzt hefði mátt halda að hann
væri einn af öndum eða vættum
hinna þöglu, myrku skóga, sem
þekkti hvern stein, hverja lind,
hvert tré og rjóður.
Að sama skapi hvarf henni óð-
ara allur ótti og kvíði. Hann
komst aldrei í vafa, aldrei í mót-
sögn við sjálfan sig, hikaði
aldrei. Hún fann að óhætt var að
treysta leiðsögn hans og að hann
mundi hverjum vanda vaxinn.
Hann var garpur og drengur í
senn; tólf ára, en aldinn að
reynslu og þroska.
Þegar þau nálguðust vígstöðv-
arnar, hægði hann á sér. „Vet-
urinn gerir okkur allt auðveld-
ara,“ sagði hann. „Hermennirnir
halda sig yfirleitt í tjaldbúðum
sínum. Við þurfum einungis að
hafa gát á varðmö.nnunum.
Gættu þess, að láta ekkert til
þín heyra. Þú mátt ekki tala.
Fylgdu mér fast eftir og farðu
nákvæmlega eftir bendingum
mínum. Það er ekki svo ýkja-
langt yfir til Noregs, en víglín-
an liggur víða í krókum og bugð-
um. Ef við komumst klakklaust
næstu fjörutíu til fimmtíu míl-
urnar, má kalla að við séum
sloppin. Ertu hrædd?“
Hún leit fast á hann. „Hrædd?
þegar ég hef bezta leiðsögu-
manninn, sem fyrirfinnst í öll-
um Sovétríkjunum."
Hún sá það á augnatilliti hans
að honum þótti hrósið betra en
ekki. „Þá komum við,“ sagði
hann.
Ferðalagið um vígstöðvarnar
var eins og samfelld martröð.
Það krafðist í senn frábærrar
þekkingar og leikni, dirfsku, var-
kárni og aðhæfingar — eigin-
leika, sem Dmitri átti sem betur
fór í svo ríkum mæli að dugði
þeim báðum. Og þegar vígstöðv-
arnar voru að baki, var sem
þungu fargi væri af þeim létt.
Næsta daginn fóru þau sér hægt
og rólega og voru í léttu skapi,
rétt eins og þau væru á skemmti-
legri sumarleyfisferð. Jafnvel
Dmitri virtist varpa af sér ham
fálætisins og sjálfseinangrunar-
innar í bili. En strax næsta dag
gerðist hann aftur þögull og fá-
skiptinn. Hún reyndi að fá hann
til að taka aftur gleði sína, en
það bar ekki neinn árangur.
Og nú varð henni hver dag-
urinn öðrum líkur fyrir kulda
og þreytu á erfiðri göngu um
skóga, fjöll og firnindi. Áfang-
arnir voru langir, en hvíldin
skömm og óþægileg; stundar-
svefn í köldum skútum eða á
beru hjarninu bak við stein. Yf-
ir höfði henni bröguðu norður-
ljósin á’ frostheiðum himni.
Dmitri gekk á undan henni, leið-
beindi henni og hjálpaði en varð
þó stöðugt fámæltari og þung-
búnari.
Og loks stóðu þau á fjallsbrún
og sáu þorpið að Kirkjunesi í
fjarska. Og Dmitri mælti hreim-
laustri röddu: „Þarna er það.“
Langa hríð stóðu þau þarna
í sömu sporum. Horfðu. Og svo
gerðist það allt í einu, að hún
varð gagntekin óumræðilegum
fögnuði, langaði til að hlæja og
fann tárin streyma niður vanga
sér. Henni varð litið á Dmit.ri.
Svipur hans var sem steinrunn-
inn. Þar vottaði hvorki fyrir
fögnuði né stolti yfir unnum
sigri.
„Hvað er að?“ spurði hún og
veittist örðugt að koma orðum
að því, sem hún vildi spyrja
hann.
„Trúirðu því í rauninni, að
mér megi takast að komast
áfram í lífinu hvar sem er?“
spurði hann og tróð frostkalda
mjöllina.
„Trúi ég ... En okkur heújr
þegar tekizt . .. Við erum komin
hingað ...“
„Já,“ sagði hann lágt og ró-
lega. „Við erum komin hingað."
„Hvað er það, sem veldur þér
áhyggjum, Dmitri? Vitanlega
tekst þér að komast áfram í líf-
inu hvar sem er.“
„Nú ert þú örugg, félagi
Katya. Nú ert þú frjáls. En ég
... skilurðu . .. ég sný til baka.“
„En ... það væri brjálæði,
Dmitri!"
„Ég verð að snúa heim aftur,
ef vera mætti að ég gæti orðið
þeim hinum að einhverju liði.“
Hana þraut mátt og hún settist
flötum beinum í mjöllina. Smám
saman fór henni að skiljast sú
breyting, sem á honum hafði
orðið þegar leið á ferðina og þau
nálguðust ákvörðunarstað. Hvers
vegna hann hafði gerzt stöðugt
fámálli, dulari og þungbúnari.
Hann hafði verið að hugleiða
þá ákvörðun sína að snúa heim
aftur, þegar hann hefði efnt lof-
orð sitt við hana og vísað henni
leiðina til öryggis og frelsis.
„Það er ekki þar fyrir, að mig
langi til að hverfa heim aftur,“
£2 — VIKAN 35. tbl.