Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 46
samtal. „Avalon“ nálgaðist þá Hléborðseyjarnar, en fjöllin á Haiti og Santo Domingo voru horfin við sjóndeildarhirng. Við nálguðumst Hléborðseyjar á sigl- ingu okkar til Trinidad. „Það er einkennilegt þetta með unga manninn — hann Ruther,“ sagði læknirinn við mig, þar sem við sátum uppi á þiljum og hresstum okkur á hanastéli fyrir kvöldmatinn. „Hafið þér ekki veitt því athygli hvernig hann reikar um eins og svefngengill — rétt eins og hann viti hvorki í þennan heim né annan? Ég hef aldrei vitað nokkurn mann eins utan við sigi Hann svarar varla þó að á hann sé yrt, og þegar hann fær sér glas, drekkur hann eins og vélmenni. Vitanlega er þetta allt bull og þvaður, en fjandinn hafi það, ef hann minnir mig ekki á þessar bölvaðar zombíur." „Við skulum ekki vera með neina tæpitungu,“ varð mér að orði. „Ég hélt að það væru ein- göngu blökkumenn, sem breytzt gætu í þessar zombíur." „Ég hef ekki heldur heyrt annars getið.“ „ímyndunaraflið er farið að leiða yður afvega,“ sagði ég. „Aldrei hefði ég trúað því á yð- ur, gamlan og harðsvíraðan lækninn, að láta Júlíu Hugo hina mittismjóu tæla yður af braut vísindalegs raunsæis." „Hvað um það,“ svaraði dr. Langton. „Ekki líkar mér útlit hans. Og væri ég skipslæknir, mundi ég ekki heldur ræða slíkt við farþeganna. Ég sigldi -einu sinni sem skipslæknir eina ferð.“ Hann var að segja mér þá sögu, þegar unga manninum, sem hann hafði minnzt á, varð gengið framhjá þar sem við sát- um. Reyndar var ekki hægt að segja að hann gengi; hreyfingar hans voru ekki annað en rykkir, eins og kippt væri í streng. Hann var náfölur í andliti og reikandi í spori. Dr. Langton spratt á fætur. „Þér hafið fengið sólsting!" hrópaði hann upp yfir sig og greip um arm honum. Ungi mað- urinn festi á hann augum, köld og lífvana eins og gler. Svo hneig hann niður, skall kylliflatur á þilfarið, rétt eins og hann hefði verið sleginn í rot. Við bárum hann inn í klefa sinn, og skips- læknirinn tók málið í sínar hendur. Dr. Langton læknir kom þar að sjálfsögðu ekki frekar við sögu, en ég spurði hann samt álits. „Mýrarkalda?" spurði ég. „Mýrarkalda — þvaður!“ svar- aði dr. Langton dálítið stygglega. „Það lætur eins og hver önnur fjarstæða í eyrum, en sjúkdóms- einkennin bentu helzt til þess að um væri að ræða blóðleysi á hæzta stigi — sem vitanlega kemur alls ekki til greina, þar sem hann var gallhraustur að sjá — VIKAN 35. tbl. fyrir tveim sólarhringum. Það mætti segja mér að blóðhitinn væri mun lægri en eðlilegur." Sjúklingurinn náði sér smám saman, en batinn var hægfara, og á meðan við sigldum á milli þessara yndisfögru eyja, veikt- ust tveir aðrir ungir menn um borð, og hagaði sjúkdómur þeirra sér að öllu leyti eins. Skipslæknirinn ræddi málið við dr. Langton yfir glasi í klefa hans. Auðvitað voru samræður þeirra svo fræðilegar, að leik- maður, eins og ég, gat ekki fylgzt með þeim, en aftur á móti gat mér ekki dulizt að báðum var þetta ráðgáta. „Kannski þetta sé einhver áð- ur óþekkt skordýrasóttkveikja,“ varð skipslækninum að orði, en ég heyrði það á rödd hans, að hann var ekki sérlega trúaður á það sjálfur. Dr. Langton minnt- ist ekki einu orði á zombiur. Hitinn jókst stöðugt eftir því, sem við nálguðumst Trinidad, svo að mér varð örðugt um svefn á næturnar; þóttist góður ef ég gat blundað eins og tvær klukkustundir eftir klukkan sex á morgnana, en gekk oft lengi nætur um þiljur til að leita mér nokkurs svala. Þá var það eina nóttina, að ég rakst á ungfrú Hugo uppi á bátaþilfarinu. Hún var þar alein á ferð, og klædd hvítum' silkislopp. Að minnsta kosti sýndist mér hann alhvítur, þangað til hún stóð frammi fyrir mér í björtu tunglsljósinu, og ég sá að barmurinn á sloppnum var allur blóði drifinn. „Hamingjan góða, ungfrú Hugo!“ hrópaði ég upp yfir mig. „Hafið þér orðið fyrir slysi — vitið þér að þér eruð alblóðug?“ Hún leit á mig, og ég varð grip- in þeirri óþægilegu tilfinningu, að þarna væri en um einn zom- bíugerving að ræða. Það var sami svefngengilssvipurinn á andliti hennar. Tunglsljósið var svo bjart, að ég hefði hæglega getað lesið á blað svo að ég sá andlit hennar skýrt og greini- lega. „Hvað gengur eiginlega að yð- ur?“ hrópaði ég og greip um öxl henni. Hún svaraði ekki neinu. Það. var eins og hún vissi hvorki í þennan heim né annan, en þó var augnaráð hennar þrungið einhverri annarlegri sælu; und- arlegri fullnægingu og innri fögnuði — og þó virtist hún hvorki heyra né sjá. Hún reikaði til, þegar ég snart öxl hennar og mundi hafa hnigið niður, ef ég hefði ekki gripið hana í faðm mér og borið hana niður á far- þegaþiljur, þar sem ég kallaði á einn af þjónunum, sem þar var á verði. Við bárum hana inn í klefa hennar. Hvíti sloppurinn hennar var alblóðugur, einnig andlit hennar og hendur og háls. Við kölluðum þernu á vettvang og að sjálfsögðu einnig skips- lækninn. Ég óttaðist að ungfrú Hugo hefði verið stungin hnífi, eða orðið fyrir einhverju hræði- legu slysi. Ég hélt beint inn í klefa dr. Langtons læknis; hann vakti við lestur og reykti vindil, en þegar ég sagði honum hvað gerzt hafði, spratt hann á fætur og brá sér í setuslopp sinn. „Þetta er auðvitað ekkert ann- að en þvaður og hugarburður," tautaði hann. „Ég hef aldrei heyrt getið um zombiur utan eyjarinnar, eða að þetta óeðli hafi lagzt á aðra en þá innfæddu þar ... En . ..“ Hann stóð hugsi nokkurt andartak, en sagði síð- an: „Kannski að ég tali við skips- lækninn." Ég hélt til klefa míns, kvíða- fullur og í þungu skapi. Ungfrú Hugo hafði verið fislétt í örmum mér. Ég spurði sjálfan mig hvað hefði eiginlega getað komið fyr- ir hana; af hvers eða hvaða völd- um, hún hefði verið öll blóði drifin. Ég gat þó fest svefn um sex- leytið, kom í seinna lagi til morgunaverðar, og hitti þá dr. Langton lækni aftur. „Lítið inn hjá mér á eftir,“ sagði hann. „Ég þarf að tala við yður.“ „Ég get sagt yður það,“ hóf hann máls, þegar við vorum setztir, „að það var hvorki sár né áverka að finna á líkama ungfrú- arinnar -— ekki svo mikið sem minnstu skrámu. Það er því al- ger ráðgáta hvaðan allt þetta blóð er komið, sem var á fötum hennar og henni sjálfri, nema hvað það virðist með öllu úti- lokað, að það hafi verið hennar' eigið blóð. Hún var meðvitund- arlaus, en þegar hún vaknaði í morgun, var hún að öllu leyti eðlileg og hress, en rak ekki minni til hvað fyrir hana hafði komið um nóttina. Ég ætla að tala við hana á eftir.“ Hann gerði það. Við vorum svo heppnir að hitta hana eina fyrir. Dr. Langton læknir sagði: „Eins og þér vitið, ungfrú Hugo, þá höfum við bæði dvalizt lang- dvölum á þessum slóðum. Það er ýmislegt, sem gerist í Mið- Ameríku og Vestur-Indíum, sem fólk annars staðar fæst ekki til að trúa. Og ef bér hefðuð ekki beinlínis á móti því, þætti mér vænt um að þér yrðuð mér hjálp- leg við að finna svar við tveim spumingum — eða öllu heldur tvíþættri spurningu: Hvenær og hvar neytið þér rnatar?" Ungfrú Hugo brosti. „Þér er- uð uggvænlega hreinskilinn og hræðilega eftirtektarsamur, dr. Langton," svaraði hún. „í raun- inni fæ ég ekki skilið, hvað það kemur yður við, en engu að síð- ur skal ég fúslega viðurkenna, að ég neyti alls ekki matar. Var það ekki H. G. Wells, sem sagði í einni af skáldsögum sínum frá kynþætti manna, sem ekki þurfti á neinum meltingarfærum að halda, þar sem hann var hafinn yfir það að taka til sín fæðu á svo grófgerðan hátt. Sama er að segja um mig. Ég sýg næringuna í mig.“ „Hvers konar lyf eru það?“ Hún hristi höfuðið. „Ég nota ekki nein lyf,“ sagði hún. „Hvað þá?“ í fyrsta skipti lét hin djúpa, seiðmjúka rödd hennar óþægi- lega í eyrum mér. „Blóð,“ sagði hún. „Datt mér ekki í hug,“ sagði læknirinn og rétti úr sér í sæt- inu, „þó að flestum hljóti að finnast ,það beinlínis brjálæði. Þér gerið yður ef til vill í hug- arlund, hver hefðu orðið örlög yðar á miðöldum?“ „Fólk var svo fáfrótt og hjá- trúarfullt í þann tíð, læknir; þá kom engum til hugar að líta nær- ingarþörf manna frá vísindalegu sjónarmiði, ef þannig má að orði komast. Sem betur fer, þá lifum við bæði á tuttugustu öldinni, og þá horfir þetta allt öðruvísi við.“ „Það hefur ekki farið fram- hjá mér, hve mikinn áhuga þér hafið á zombíum," mælti lækn- irinn enn. „Hafið þér kannski sjálf gegnumgengið þá breyt- ingu?“ „Ég er zombia," svaraði ungfrú Hugo. „En þó er þar þessi mun- ur á, sem þér hafið þegar feng- ið skýrðan." „Því skal ég þó aldrei trúa,“ svaraði dr. Langton læknir. „Þér eruð að vísu bráðsnjöll í blekk- ingum yðar; snillingar á því sviði fæðast ekki nema einu sinni á öld, og venjulega í Suð- austur-Evrópu.“ „Það er ákaflega fræðandi að tala við yður, dr. Langton," sagði hún. „Fyrir alla muni, haldið áfram.“ „En þér munduð eflaust held- ur vilja tala um zombíur,“ sagði gamli læknirinn. Þér höfðuð, sem sagt, útvalið þá. En þar sem þér vissuð, að það hlyti að segja til sín svo að ekki yrði hjá at- hygli komizt, þegar þér fengjuð næringarþörf yðar þannig full- nægt; að það mundi með öðrum orðum hafa ákaflega greinileg áhrif á ungu mennina sjálfa, reynduð þér að búa þannig um hnútana, að bæði ég og aðrir héldu, að þeir hefðu breytzt í zombíur, er þeir gengu í land á Haiti. Eins og allir vita, hefur mikill blóðmissir þau áhrif, að viðkomandi verður ákaflega máttvana ...“ Ég gat nú ekki stillt mig um að grípa inn í samræðurnar — sagði sem var, að ég hefði ekki minnstu hugmynd lengur um hvað þau væru að tala. Dr. Langton læknir mælti: „Ef þér hefðuð kynnt yður vísindaleg rit og ritgerðir, sem um þetta fjalla, munduð þér komast að raun um, að ungfrú Hugo telst til þeirra fyrirbæra, sem al- menningur kallar því Ijóta nafni,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.