Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 27

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 27
HANN BJÚ EINU SINNI VIÐ ELDHRAUNID OG HAFÐI ÚTSÝNI TIL JÖKLA SJÓNL.EYSI OG SANDFOK RAKU HANN AÐ HEIMAN Það hafa sjálfsagt margir veitt því eftir- tekt, sem áttu leið um götur Reykjavíkur fyrr í sumar, að þar hafa blindir menn stað- ið á götuhornum og selt happdrættismiða til eflingar félagi sínu, Blindrafélaginu, sem á bækistöð sína í Hamrahlíð. Salan gekk vel, og fyrir nokkru var dregið í þessu happdrætti. Það verður ekki annað séð, en að happdrættið hafi mætt skilningi manna, að menn hafi skilið örlög þessa fólks, sem búa verður í myrkri árum saman, en ber sig samt eins og hetjur og gengur að sinni daglegu vinnu eins og ekkert væri og afkastar ekki minna en það fólk, sem ekk- ert bjátar á hjá, því þrautseigjan og iðnin einkennir allt þeirra starf. Ég hitti um daginn einn þessara manna og tók hann tali. Það hafa sjálfsagt margir tek- ið eftir honum, hann stóð m. a. lengi í Banka- stræti við Véla- og raftækjaverzlunina og seldi þar miða sína. Ég tók hann tali, og hann féllst greiðlega á að ræða við mig. — Hvað heitir þú? -— Ég heiti Halldór Davíðsson. — Hvað ert þú gamall? — Ég er að verða sjötugur, ég er sextíu og átta. — Reykvíkingur? — Nei, ég er Skaftfellingur. Ég er ætt- aður úr Kirkjubæjarhreppi á Síðu, fæddur að Fögruhlíð í Landbroti og bjó síðan eftir að ég komst til ára á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu, þangað til ég varð að flytja hingað suður fyrir fjór- um árum. — Var það blindan, sem knúði þig til að flytja suður? —- Já, ójá, sjóndepran var orðin mikið bagaleg, en það var fleira. Þetta var til að mynda erfið jörð. Hún lá alltaf undir eyði- leggingu. Það var mikið sandfok, og svo runnu lækir úr Eldhrauni niður í Eldvatn. Sandfokið stíflaði oft þessa læki og gerði úr þeim stórar uppistöður, lón, svo brast þetta og vatnið flæddi yfir engjarnar og beiti- landið. Samt hefði ég nú reynt að baslast þar áfram, ef sjónin hefði ekki bilað. Annars þarf ég svo sem ekki að kvarta, það eru margir verr settir en ég. Ég sé þó til að mynda móta fyrir þústum, þegar ég nálgast hús, menn eða því um líkt, en ekki get ég nú lengur séð, hvers konar þúst þetta er. — Hvar í Meðallandinu er Syðri-Steins- mýri? Syðri-Steinsmýri er skal ég segja þér í Leirvallahreppi, eða Meðallandi eins og það er kallað, og stendur undir suðaustur iaðri Skaftáreldahrauns, austan Eldvatns. Þetta er alveg austast í Leirvallahreppi. Þú hefur búið þar lengi? — Já, ætli það hafi ekki verið ein þrjátíu og tvö ár. Ég flutti þangað 1927 og fór það- an 1959. — Þú hefur átt þarna konu og börn. — Já. Konan mín var Halldóra Eyjólfs- dóttir, og við eignuðumst 9 börn. 8 af þeim komust upp. — Höfðuð þið margt vinnufólk? - Nei, við höfðum ekkert vinnufólk, fyrr en börnin uxu upp og fóru að hjálpa til. Það var ekki hægt að hafa vinnufólk. Ég varð meir'a að segja að vinna stund og stund af- bæis til þess að létta undir, var t. d. þrjár vertíðir á togara. Það hefur verið erfiðara að komast í verið þá en nú. Já, fyrst framan af var ekki um annað að ræða en fara gangandi. Maður var þetta svona sjö og átta daga á leiðinni, áætlaði sér dagleiðir. Þá voru Markarfljót og Þverá ó- brúaðar og margar fleiri ár, þetta varð mað- ur að vaða með pjönkur sínar og vertíðarföt á bakinu. Þetta fór maður í janúar og það var oft kaldsamt. Aldrei varð ég þó veður- tepptur. — Voru þetta ekki oft svaðilfarir? Ég man sérstaklega eftir því einu sinni. Ég var á leið suður og kominn út undir Vest- ur-Eyjafjöll. Þar fékk ég gistingu á bæ, og lagði snemma af stað næsta morgun, því takmarkið var að komast sem fyrst yfir vötn- in þann dag. Mér gekk sæmilega eftir atvik- urn yfir Markarfljót, Affallið og Álana, en þegar ég kom að Þverá hjá Hemlu var hún búin að ryðja sig og var að mestu auð. Þarna á vaðinu. Það var liðið á daginn og farið að bregða birtu, og ekki árennilegt að leggja í vatnsfall, sem maður var lítið kunnugur. Mér þótti hins vegar hart að þurfa að snúa við, svo ég hélt upp eftir ánni, all langan spöl, þangað til ég kom þangað sem hún var búin að ryðja sig og var að mestu auð. Þarna leizt mér sæmilega tiltækt að vaða hana og lagði út í. Ég sá það eftir á, að þetta var mesta flan, því áin tók mér í bringspalir og ég varð að vaða undan straumi, svo óhugs- andi hefði verið að snúa aftur til sama lands. Mér fór nú ekki að lítast á blikuna, sá að nú var um líf og dauða að tefla og ekki tjóaði annað en að reyna að halda áfram. Ég hafði stöng í hendi, með henni studdi ég mig og reyndi að kanna botninn fyrir mér, en með hinni hendinni reyndi ég að losa pokann, sem ég hafði bundinn um axlirnar, svo ég gæti fleygt honum, ef ég yrði að grípa sund- ið. Reyndar var sundkunnáttan svo lítil, að það var ekki mikið á hana að byggja. Áin var jafn djúp bakka á milli, en yfir komst ég um síðir. Þá var ég orðinn æði þreyttur og allur rennandi blautur, og sótti mig fljótt kuldi. Ég hraðaði mér heim að næsta bæ, en þar var þá enginn heima, svo að ég varð að halda áfram. Ég var um klukkustund á leiðinni þangað, en þar fékk ég svo ógleym- anlegar móttökur og beztu aðhlynningu. Þetta var á Ytri-Garðsauka, hjá hjónunum Einari Jónssyni og Þorgerði konu hans. Það var vel liðið á kvöld, þegar ég kom þangað; þar var ég svo um nóttina og fór aftur af stað í býti næsta morgun, því ekki tjóaði að láta skiprúmið bíða. — Hafði jörðin engin hlunnindi til bú- drýginda? — Jú, ég stundaði talsvert silungsveiði í ósunum, Skaftárósi og Eldvatnsósi, og svo átti jörðin ítök í reka. Einnig gekk ég oft þessa fimmtán kílómetra til sjávar og til að veiða sel; auk þess að vera búbót var það mín bezta skemmtun. — Þú hefur þá ekki alltaf getað talið sporin? — Onei, ekki gat ég nú það. En oft þótti manni leiðin löng, ekki hvað sízt þegar mað- ur var að vitja læknis fyrir sjálfan sig eða aðra, þá var um 20 kílómetra leið, sem þurfti að fara, fyrst framan af að Breiðabólsstað og síðan að Kirkjubæjarklaustri. Þetta fór maður ýmist gangandi eða á hestum. — Og nú selur þú happdrættismiða í Reykjavík. Hvernig hefur það gengið? — Ég má víst vera ánægður. Ég er Framhald á bls. 48. VIKAN 35. tbl. — 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.