Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 33
leggja, því ég er alls ekki skyggn og hefi aldrei verið. — Það færi því betur á, að um þessa skyggni- gáfu skrifuðu miðlar eða aðrir mannvinir. Út á þann hála ís hætti ég mér ekki. Ég vonast eftir að Gvendur vinur minn hafi það gott þarna í „Himnaríki" og fái að taka þar smá „skreppitúra" sem hann svo kallaði, eins og á meðan hann dvaldi hjá okkur hér í holdinu. Við gömlu vinnufélagarnir hans óskum honum að minnsta kosti alls góðs. Skagaströnd, 6. ágúst 1962. Ludvig R. Kemp. HN APPURINN. Framhald af bls. 25. myrða Dolly?“ „Þú skilur þó að minnsta kosti, að ég þurfti að gera það. Fyrst stal hún föður mínum, og svo eiginmanni mínum.“ „Ég hélt, að Bruce hefði verið hennar eiginmaður." Hún hristi höfuðið. „Það var ekki hjónaband. Ég gat séð það strax og ég sá þau fyrst, að þetta var ekki hjónaband. Þau voru aðeins tvær manneskjur, sem bjuggu saman, en sneru sitt í hvora áttina. Bruce langaði til að losna. Hann sagði mér það, strax fyrsta daginn.“ „Til hvers fórstu þangað i þetta fyrsta sinn?“ „Pabbi bað mig um það. Hann sagðist vera hræddur að koma nálægt henni, en enginn gæti haft neitt við það að athuga, þótt ég heimsækti hana, og gæfi henni peninga. Mig langaði að sjá barnið hvort sem var. Ég hélt, að ef ég sæi hann, þá myndi mér líða — öðruvísi. Litla bróður minn. Ég varð svo hræðilega rugluð, þegar pabbi sagði mér af honum.“ Hún kreppti báða hnefana, og lyfti þeim, en ekki að mér. Hún sagði, á milli hnefanna: „Og þá var Bruce þarna. Ég varð ástfangin af honum um leið og ég sá hann. Hann elskaði mig líka. Hann breyttist ekki fyrr en seinna. Ilann snerist allt í einu gegn mér eitt kvöldið. Hann sagðist hafa gert skilmála, sem hann ckki vildi brjóta. Svo ég fór hoim til hans, og braut þá fyrir hann. Ég tók þá bara í mín- ar hendur og braut þá.“ Hún barði hnefunum saman, eins og til þess að brjóta ein- hvern ósýnilegan hlut. „Eftir að ég drap hana, tók ég peningana aftur, því ég sá hvar hún hafði falið þá í rúmdýnu barnsins. Ég þurfti að færa hann til þess að ná peningunum, og þá fór hann að gráta. Ég tók hann upp til þess að hugga hann. Þá greip mig óviðráðanlegur á- setningur um að hlaupast á brott mað hann. Ég lagði af stað með IIÉpÍf Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið á fegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar í sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega liðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, Mjög auðvelt. Klippið spíssinn af flöskunni og bindivökvinn er tilbúinn til notkunar. Með nýja Toni bindivök- vanum leggið pér hvcrn sérstakan lokk jafnt og reglulega og tryggið um leið betri og varanlegri hárliðun. gljáandi og auðvelt í meðfórum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæst í þremur styrkleikumSuper (Sterkt) ef liða á hárið mikið, Regular (Meðal sterkt) ef liða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal Utið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, til að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN QNAUfiSYNLEGT—ENGIN ÁGIZKUN —ENGIR ERFIÐLEIKAR hann niður stíginn, en þá náði óttinn tökum á mér. Myrkrið var svo svart, að ég gat mig varla hreyft. Samt gat ég séð sjálfa mig. Hræðilega konu í myrkri með lítið barn. Ég var hrædd um að gera honum mein.“ „Að þú mundir gera honum mein?“ Haka hennar seig niður á bringu. ,,Já, ég setti hann inn í einhvern bíl, þar sem hann rnyndi finnast. Ég er fegin að ég skyldi ákveða, að láta hann vera. Það er þó að minnsta kosti allt í lagi með hann.“ Það lá spurning í þessum síðustu orðum. „Það fer vel um hann. Amma hans sér um hann. Ég sá hann um daginn í Citrus Junction.“ „Það munaði litlu, að ég sæi hann líka,“ sagði hún, „nóttina, sem ég drap Ralph Simpson. Það er skrítið hvernig þessir hlutir elta mann uppi. Ég hélt mig vera hinum megin við hljóðmúrinn, en ég heyrði hann gráta þessa nótt í svefnherbergi Elisabeth Stone. Mig langaði til þess að banka á hurðina og fá að sjá hann. Ég var búin að lyfta hend- inni til þess að berja, en þá sá ég mig aftur, hræðilega konu, keyrandi um í myrkrinu með dauðan mann í skottinu á bíln- um mínum.“ „Áttu við Ralph Simpson?“ „Já, hann kom heim þetta kvöld til þess að tala við pabba. Ég kannaðist við frakkann, sem hann var með, og stöðvaði hann. Hann féllst á að koma með mér til strandbústaðarins, og ræða málið. Ég stakk hann með ís- teininum, sem frú Stone gaf pabba.“ Krepptur hnefinn barð- ist við brjóst hennar. „Ég ætlaði að henda honum í sjóinn, en hætti við það. Ég henti frakkan- um í sjóinn, en ók svo til Citrus Junction.“ „Af hverju valdirðu baklóð Isobel til þess að grafa hann? Varstu að reyna að koma sökinni á hana?“ „Kannski var ég að því. Mér er ekki alltaf ljóst af hverju ég geri ýmsa hluti, einkum á nótt- unni. Ég bara fæ innblástur til að gera þá, og geri þá.“ VIKAN 35. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.