Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 8
Njósnir? Ég vissi varla hvað það orð þýddi — fyrr en alveg nýlega. Þá rann upp fyrir mér ljós um, að ég var flækt inn í njósna- mál. Þetta var þegar ég sat eitt kvöld og hlustaði á fréttirnar í sjónvarpinu. Það var ráðizt mjög harkalega að McMillan, forsætisráðherra. Herra Wilson, sem þá var í þann veginn að leggja upp til Moskvu, talaði um allt, sem hafði hent mig, og herra Grimond krafðist þess, að forsætisráðherrann segði af sér. Allir í borginni töluðu um þetta mál. Mikill ótti ríkti í Wall Street í New York ... Og þarna sat ég, alein og umkomulaus í íbúðinni minni, og hafði æ meiri áhyggj- ur út af því, sem ég hafði gert. Þá fyrst skynjaði ég hvað um var að vera. Eins og ég játaði í síðustu viku, hafði ég verið ástmær John Profumo ■— og jafnvel Eugene Ivanov, mannsins í rúss- neska flotamálaráðuneytinu. En ég er að- Keeler á leið út úr réttarsalnum. Það cr ekki dönalegur bíli, sem bíður hennar. eins ósköp venjuleg stúlka. Ég hafði ekki einu sinni tekið því alvarlega þótt mað- ur frá leyniþjónustunni hefði komið heim og spurzt fyrir um mig. Það hefði að- eins verið venjuleg fyrirspurn. Það var ekki fyrr en nokkrum vikum seinna, að ég áttaði mig á því, að það var ég, sem var aðalmanneskjan í öllu klandrinu. Aldrei hafði ég átt von á að nokkuð slíkt gæti komið fyrir! SPURÐU UM KJARNORKUVOPN! Nú hefi ég í huga að segja allan sann- leikann, og draga ekki undan. Það eru aðeins tvær manneskjur, sem vita allan sannleikann um njósnatilboðið, sem ég fékk. Önnur er fyrrverandi vinur minn, sem ég umgekkst svolítið áður fyrr. Og hin er ég sjálf. Vinur minn, sem ég hitti af og til í mýflugumynd, hafði mjög mikinn áhuga á stjórnmálum, og þó eink- um þeim, er viðkomu Evrópu. Ég get ekki skilið, hvernig nokkur maður getur verið svo þrælupptekinn af stjórnmálum. Nú, við spjölluðum um heima og HÉR HÖLDUM VIÐ ÁFRAM MEÐ Endurminningar Þetta er dvalarstaðurinn. — Hér á Christine heima. Það er hús læknisins Ward. geima, vinur minn og ég og svo komst hann á snoðir um, að ég þekkti Jaek Profumo, hermálaráðherra. Einn daginn spurði hann mig hreint út hvort ég gæti ekki fengið Jack til þess að segja mér, hvenær Þjóðverjar fengju kjarnorku- vopn. Þetta var 1961. Ég spurði: „Hvað heldurðu að það þýði? Hverngi ætti ég svo sem að orða slíka spurningu?“ Hann sagði þá, að ég skyldi ekki hafa áhyggjur af því. Ég skyldi bara gera eins og hann legði mér fyrir. Og upp úr krafs- inu átti ég að hafa einhver ógrynni af peningum! En ég beit ekki á agnið. Ég gat aldrei almennilega áttað mig á því, hvað það var, sem hann vildi fá að vita. En ósjálf- rátt vissi ég, innst innifyrir, að það var þetta, sem var kallað njósnir. Ég var einnig viss um, að jafnvel þótt ég hefði spurt Jack um eitthvað af þessum hlut- um, þá hefði mér aldrei tekizt að fá hann Marilyn Rice-Davies — Mandy — kem ur mjög við sögu Christine Keeler. til þess að segja mér eitt eða neitt. Jack talaði aldrei við mig um nein slík mál, né um vinnu sína sem hermálaráðherra. — Hvernig átti ég að fara að því að spyrja hann spjörunum úr, þegar ég vissi, að hann kom til mín til þess að hafa það gott og gleyma öllu argi og þrasi sem hann stóð í allan daginn. Ég ein- setti mér, að spyrja hann aldrei neins. Og það gerði ég heldur ekki! Leyfið mér nú að gleyma þessum óþægindum í bili, en segja heldur frá því, hvernig vegir okkar Eugene Ivanov, mannsins úr rússneska flota- málaráðuneytinu, lágu saman. Það átti allt upphaf sitt með Stephen Ward. Ég hitti Stephen þegar ég vann á næturklúbb í Mayfair árið 1959. Hann var mjög aðlaðandi og þægilegur, VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.