Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 9
en þótt einkennilegt megi virðast, varð samband okkar smám saman eins
og bróður og systur. Ég bjó í íbúðinni hans í heilt ár. En það var aldrei
neitt á milli okkar.
Dag nokkurn sagði Stephen mér, að vinur hans, rússneskur sendifull-
trúi, ætlaði að koma í heimsókn. Það var þá, sem ég fyrst hitti Ivanov.
Ég skal játa upphafið á hinu einkennilega ,,sambandi“ okkar. Mér þótti
mikið til hans koma sem karlmanns, og hann stóðst mig ekki, þrátt fyrir
að hann reyndi að beita sig þeirri afturhaldssemi, sem sumir sendiráðs-
menn brynja sig gegn stúlkum. í síðustu viku sagði ég frá því, hvernig
ég stormaði út á óðalssetur Astors lávarðar með Ivanov í júlí 1961, og
þar hittust þeir fyrst, hann og Jack Profumo. Það var held ég á þessum
degi, að við Ivanov byrjuðum að elska hvort annað.
Þeir efasömu geta ef til vill sagt, að þetta hafi einnig verið augna-
blikið, sem Ivanov skildist, að hann gæti haft gagn af mér. En þetta voru
allt saman einskærar tilviljanir! Ivanov vissi þá, að ég hafði aðeins hitt
Jack Profumo einu sinni áður, deginum á undan.
Ivanov þekkti ég mun betur, því hann hafði ég hitt heima hjá Stephen
Ward. Ég man vel eftir fyrsta skiptinu, sem ég hitti Ivanov. Ég vissi að
það var von á honum, en þið megið trúa því, að ég varð hissa þegar ég
sá hann. Hvernig manni hafði ég eiginlega átt von á? Manni með fölt and-
lit og í pokabuxum, held ég helzt. Þess í stað birtist vel búinn, krafta-
legur karlmaður, veraldarvanur og með heimsbrag.
Við urðum strax góðir vinir. Ivanov kom oft til þess að heimsækja
Stephen. Við fórum oft út saman. Ivanov var örlátur á fé, og virtist hafa
úr nógu að speða. Hann virtist alltaf geta haft það mjög gott. Ég naut
oft góðs af örlæti hans. Hann fór með mig um allt, og oft án þess að
John Profumo, hermálaráðherra, sem missti og Harold McMillan, sem lenti í
embættið ... klípu út af kvennafari ráðherrans.
Stephen væri með í förinni.
Um hvað við töluðum? Skiljanlega um London, um Moskvu, um fjöl-
skyldu hans. Oft kom það fyrir, að ég gat hvorki botnað upp né niður í
hlutunum, þegar hann talaði um starf sitt. Hann gat heldur ekki skilið
slíka hluti og slíkt fólk eins og Robert Mitchum, jazzsöngkonuna Dinah
Washington, og að hinir og þessir velklæddir ungir menn gætu haft svona
mikil áhrif á mig ...
Við deildum oft um það, hvort okkar hefði rétt fyrir sér í dómum okkar
um stórviðburði í hinum stóra stjórnmálaheimi. Ég reyndi stundum að
standa uppi sem verjandi hins vestræna heims, jafnvel þótt ég hefði oft
ekki minnstu hugmynd um, hvað hann var að tala um.
Einu sinni tókst mér að reka hann á gat. Það var þegar við töluðum um
Berlín.
Af hverju drógu Vesturveldin sig ekki til baka frá Berlín? Af hverju
lögðu þeir svona mikla áherzlu á að vera þar?
Ég spurði þá ósköp sakleysislega: „Af hverju eru Rússarnir þar?“ Því
gat hann ekki svarað. Hann varð hreint og beint mállaus.
Ég segi frá þessu hér til þess að þið skiljið fullkomlega, hve langt var
frá því að við værum með eitthvað njósnamakk, bæði Ivanov og ég. Við
vorum aðeins að ræða heimsmálin eins og hver annar. Hann, sem var
þjálfaður starfsmaður í flotamálaráðuneytinu rússneska og ég, aðeins ein-
föld ung stúlka, sem naut samverunnar með hinum sterka ...
Ég er alveg viss um, að hann var mjög óvenjulegur af rússneskum
sendiráðsmanni að vera. Þeir eiga ekki sjö dagana sæla, samstarfsmenn
Framhald á bls. 35.
Eftir að við Ivanov höfðum elskazt,
fann ég hve illa honum leið. Það var þessi djúpa,
dimma vanlíðan, sem hann sagði, að allir
Rússar fyndu til, þegar þeir gerðu eitthvað,
sem þeir mega ekki.
VIKAN 35. tbl.
9