Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 30
KYNLEGUR HALUR HÆRUGRÁR. Framhald af bls. 23. þetta fyrirbæri við Gvend um kvöldið og margar tilgátur og uppástungur komið. Morguninn eftir spyr verk- stjóri Gvend að, hvort hann ætli ekki að skila áhöldunum. Tók hann því vel, en nokkrir félagar hans vöruðu hann við að fara einan upp að hólnum aftur, og minntu hann á hremmingarnar frá kvöldinu áður. — Jafnframt spurðu þeir hann um, hvað hann tæki til bragðs, ef hann mætti hólbúanum, sem Gvendur kall- aði Djöfsa. Gvendur kvaðst hvregi hrædd- ur vera, því að það væri vani sinn að biðja Djöfulinn hjálpar, er í nauðirnar ræki. Hann vildi líka allt fyrir sig gera, og aldrei hefði brugðizt sér liðsinni hans til þessa. Að því rak nú, að Gvendur lagði af stað eftir áhöldunum og fór sér rólega. — Tveir af félög- um hans höfðu farið á undan honum og komizt, óséðir af Gvendi, upp á bak við hólinn. — Annar þessara manna átti heimagerðan hatt einn mikinn, um einn metra á hæð. Var sá því ferlegur mjög, er bar slíka höfuð- prýði, sem ekki hafði verið til þessa af neinum gert, nema á grímudansleikjum. Hatti þessum höfðu þeir félagar stungið í poka, er þeir höfðu meðferðis. Jafnframt höfðu þeir stungið í sama pokann tveim gráum gæru- skinnum, er þeir tóku úr rúmi Gvendar. -— Hinn maðurinn var með byssu, og var hún hlaðin stóru púðurskoti. Ennfremur hafði sá með sér skóflu. — Landslagi var svo háttað á bak við þennan margnefnda silfurhól, að þar voru stórvaxnar harðvell- isþúfur. — Stöldruðu þeir félag- ar nú við og biðu rólegir eftir Gvendi, sem kom skálmandi í áttina til hólsins, er skyggði á þá, svo að hann gat ekki vitað um, að þeir væru mættir þar. Þegar Gvendur kom til áhald- anna, hugðist hann auðvitað tína þau saman og varð fyrst fyrir honum haki, sem hann tók upp. — Var þá annar félagi hans, sem á bak við hólinn leyndist, búinn að vefja gæruskinnunum um herðar sér og setja upp stromp- hattinn, labbar því næst þannig útbúinri, veifandi höfði og hand- leggjum í áttina til Gvendar. Þegar Gvendur kom auga á fól- ann, varð hann ofsahræddur, missti hakann og steyptist öfug- ur aftur fyrir sig, þar sem hann stóð. — Samt sprettur hann óð- ara á fætur og lét þá forða sér, allt hvað af tók, beinustu leið, áleiðis til tjaldanna. Félagi hans hinn, sem á bak við hólinn leyndist, þreif nú til skóflunnar og barði henni flatri ofan í þurrar þúfurnar. — Þetta verkaði sem trommusláttur á söngæfingum, — drunur, skellir og undirgangur. — Reið nú skot- ið af hjá þeim félögum. Úti fyrir tjöldunum beið stór hópur þeirra félaga eftir Gvendi. — Steypti hann stömpum æp- andi í áttina til þeirra og virtist gjörsamlega snælduvitlaus. Svo vildi til, að rétt í því, er þeir félagarnir og fylgdarmenn Gvendar í hólinn höfðu losað sig við gervibúninginn, að til þeirra kom ferðamaður, sem bar græn- an kistil undir hendinni. — Taka þeir nú skinnin og vefja um herðar honum og setja jafn- framt á hann hattinn góða. Þessi óvænti hjálparmaður þeirra félaga labbar í draugs- gervinu upp að fjárhúsinu á Sleitubjarnarstaða-túninu og hverfur þar inn. Þetta sá Gvendur heiman að frá tjöldunum, enda bentu vinnufélagar hans honum á drauginn. — Varð þá Gvendi að orði: „Er þá Djöfullinn alls stað- ar?“ Eftir að Gvendur var kominn í flokk þeirra vinnufélaga sinna, sem við tjöldin beið, þrífur einn þeirra járnkarl og rispar með honum stóran hring í grassvörð- inn rangsælis kringum tjöldin. Á meðan hafði hann yfir sterk orð og töfraformúlur ofvaxnar skilningi Gvendar. Þeir, sem drauginn léku, voru nú komnir heim til tjaldanna og í flokk félaga sinna. - Var nú Gvendur spurður að, því hann hefði ekki beðið Djöfulinn að hjálpa sér, er hann mætti draugnum á hólnum, heldur en taka til fótanna æpandi heim. -—• Gvendur anzar því litlu, en kveð- ur sig alls ekki hafa haft tíma til þess. Þetta er skráð í des. 1958 á Sauðárkróki eftir einum vinnu- félaga Gvendar, er var þarna viðstaddur og fylgdist vel með öllum atburðum. Síðasta sumarið, sem Guð- mundur „allra bezti“ lifði, var hann lasinn og vann því lítið. Hann var þá á vegum Kristjáns Hansen að vanda og þá í ýmsum snúningum fyrir hann, enda hafði hann fæði þar og aðra að- hlynningu. Síðasta daginn, sem Gvendur lifði, sem var 8. september 1936, hafði Kristján heitinn farið út í Hofsós um morguninn, en beð- ið Gvend áður en hann fór, að reka fyrir sig kú í haga, sem hann átti og sækja hana að kvöldi. Þessu mun Gvendur hafa gleymt, en í þess stað hefur hann labbað niður á Borgarsand og al- veg vestur að Vesturósbrú. — Hvað hann hefur aðhafzt þar veit enginn um stundarsakir. Gísli heitir maður og er Sig- urðsson. Hann er skytta mikil og veiðikló með ágætum. Þennan morgun er hann í einni slíkri veiðiför úti á Skagafirði, norðan við Hegranesið á litlum báti, er hann notaði í slíkar ferðir. Hugð- ist hann halda heimleiðis, því að farið var að vinda af hafi, og fara sem næst landi, ef ske kynni, að þar væri selur á ferð eða önn- ur skepna, sem leyfilegt væri að skjóta. Þegar hann kemur vestur fyr- ir vestari Héraðsvatnaósinn, sér hann mann vera að vaða í sjón- um, beran upp í mitti. Hafði far- ið úr sokkum og brett upp bux- um og brók. — Honum þykir þetta skrýtið og rær að landi í þeim tilgangi að hafa tal af þessum fugli. Kominn var þá talsverður á- hlaðandi við Borgarsandinn og því illt fyrir einn að athafna sig þar með bátinn. Samt segist Gísli hafa farið þar svo nærri, að hann hafði tal af þessum manni, sem var Gvendur „allra bezti". Ynnir hann eftir um ferðir hans, en fékk fremur loðin svör. — Gísli skipar honum hið snarasta að hætta þessu og hypja sig heim. En að taka Gvend í bátinn þarna vði sandinn treysti hann sér ekki til sökum vindkvikunnar, ^em komin var, og áður er minnzt á, enda Gvendur lítill sjómaður, stirður með afbrigðum og óstöð- ugur á fótum. Gísli tekur því það til bragðs, að hraða för sinni sem mest upp á Sauðárkrók. Þá var þar hreppstjóri Þor- valdur bóndi frá Brennigerði Guðmundsson. Gísli hittir hann og skýrir honum frá viðbrögðum Gvendar þar niður á Borgarsand- inum. — Þorvaldur bregður við og hittir frú Þóreyju Hansen, konu Kristjáns og húsmóður Gvendar, og biður hana að fara á vit við Gvend og koma fyrir hann vitinu, og jafnframt fá hann til að koma heim og hætta við allar sjávardýrarannsóknir. Var nú brugðið við og fengin fólksbifreið og frú Þórey fór þar auðvitað með. Var nú keyrt aust- ur Borgarsand og austur yfir Vesturóssbrú og litið þar inn í hið gamla og sögufræga byrgi Jóns heitins Ósmanns. — Hvergi var Gvendur sjáanlegur, en er bílstjórinn kom til baka stutt vestur fyrir Ósbrúna, varð hann var við eitthvað hrúgald á sand- inum. Fór hann og athugaði það. Kom þá í ljós, að þetta voru föt Gvendar. — Voru þau kyrfilega samanbrotin og lögð hver flíkin ofan á aðra. Efstir voru skór hans og sneru tærnar til hafs en hælar til lands. — Fór nú bíl- stjórinn að leita og fann brátt förin eftir Gvend í mjúkum sandinum, enda þau auðrakin þar aftur og fram, en að lokum stefndu þau til sjávar. — Þar var Gvendur á floti skammt frá landi, á nærfötum einum. Lá hann á grúfu og var steindauður. Bílstjórinn óð nú út í og krak- aði Gvend í land og kom honum upp á malarkambinn. Ekki treysti hann sér til að taka hann inn í bifreið sína, sem var lítil fólksflutningsbifreið. •— Bar þá þarna að annan bifreiðarstjóra á vörubíl ofan af Sauðárkróki. Tók hann Gvend upp á bílpallinn og ók honum heim. — Þannig lauk ævi Gvendar vinar míns. Heimildarmenn að þessum ævi- lokum Gvendar eru menn þeir, sem getið er hér að framan, en bifreiðarstjórinn, sem fann Gvend, er Ólafur Gíslason (Ól- afssonar skálds frá Eiríksstöð- um), alkunnur bílstjóri hér, dug- andi maður og vandaður. •— Enda stendur í viðkomandi kirkjubók Sauðárkrókspresta- kalls við greftrun Gvendar, að hann hafi fyrirfarið sér, og er það auðvitað laukrétt, þótt senni- legast hafi það verið óviljaverk. — Maðurinn afar stirður og far- inn að reskjast. Hefur því fljót- lega oltið um eftir að hann fór að vaða út í sjóinn, þar sem bæði var talsverður áhlaðandi og jafn- framt lítilsháttar kvika, eins og áður er sagt. Þegar prestur greftrar Gvend, hefur hann skráð, að hann sé fæddur 7/7 1887 á Litlu-Brekku. Bæinn Litlu-Brekku hefi ég ekki getað fundið á Vestfjarðarkjálk- anum, nema Litlu-Brekku í Geiradal í Garpsdalssókn, en þar fyrirfinnst Gvendur hvergi. Hann er fermdur í Hvammi í Laxárdal á hvítasunnudag 1902. Hjá prestinum þar fær hann þennan vitnisburð; — Lestur: — Vel. — Kristinfræði: — Lak- lega. — Skrift: — Dável. -—• Reikningi: — Óhæfur. — Hegð- un: — Ágæt. Þá er hann talinn 14 ára og 10 mánaða gamall. Passar það við áminnztan aldur hans hjá Sauðárkrókspresti. Þegar athuguð er þessi skriftarkunnátta Gvendar, sem Hvammsklerkur segir við ferm- ingu hans að sé, er það undarlegt, að hann, að minnsta kosti þann tíma af ævinni, sem ég þekkti hann, skyldi vera ófáanlegur til að skrifa nokkurn staf, ekki einu sinni sitt eigið nafn sem kvittun á kaupskrár. — Þess sama minn- ist frú Þórey Hansen, á meðan hann dvaldi hjá Kristjáni Han- sen. Samkvæmt Kirkjubók Sauðár- króksprestakalls flyzt Gvendur til Sauðárkróksprestakalls vorið 1899 frá Víðdalsá í Tröllatungu- sókn í Strandasýslu, stendur þar. I Kirkjubókum viðkomandi sókna þar' vestra er Víðidalsá alltaf talin í Staðarsókn í Strandasýslu og hlýtur það að vera rétt. — Hann var þá talinn II ára, sem líka virðist vera rétt. í Staðar- og Tröllatungusókn- um fyrirfinnst Gvendur hvergi á því tímabili, sem hann ætti þó að vera þar, hvorki í manntölum né ministerialbókum. Samtíðar- klerkum þar hefur víst ekki þótt taka því að skrásetja þennan 2Q — VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.