Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 16
Hún kom um borð í hið glæsilega farþegaskip, „Avalon“, í hinni syfjulegu og sóðalegu hafnarborg, Sirriago, sem er íbúum lýðveldisins San Cristobal eina hliðið að umheiminum. Hún vakti samstundis óvenjulega og almenna athygli meðal farþeganna; kærkomna athygli, því að flestir þeirra voru orðnir hálfsinnulausir og daufingjalegir af hitanum, sem allt ætlar að steikja og brenna á þessari fornu siglingarleið spænsku sægarpanna. Hún var eini farþeginn, sem bætzt hafði í hóp- inn frá því er sigling okkar hófst um hin suðlægu höf, og hún kvað för sinni heitið til Evrópu. Um borð var ærið mislitur söfnuður — ungt fólk, sárþjáð af eirðarleysi, sem stöðugt knúði það til leitar að einhverju, sem það vissi ekki sjálft hvað var; fólk komið á efri ár, sem allt í einu hafði fengið löngun til að skoða sig um í heim- inum, og hafði þegar fengið meir en nóg af öllum hans hávaða og hitasvækju, sem hvorttveggja fór langt fram úr því, sem það hafði getað gert sér í hugarlund. Og svo voru það yfirmennirnir, ungir og glæsilegir, einmitt af þeirri gerð yfir- manna, sem lifa lengst af ævinni í von um að rekast á lausar og liðugar milljónera- dætur á farþegalistanum — þrátt fyrir þá staðreynd, að það má heita algert eins- dæmi, ef milljóneradóttir giftist yfirmanni á farþegaskipi. Júlía Húgó hét hún, þessi nýi farþegi. Hún var gædd sérstæðari og eftirminni- legri persónutöfrum, en nokkur sú stúlka, sem ég hef séð og kynnzt, fyrr og síðar; ekki ýkjahá vexti, með glórautt hár og hið fegursta litaraft, án þess nokkur feg- urðarlyf kæmu þar við sögu, og ísgræn augu. Andlitið og allur svipurinn þrungið svo máttku lífi, að manni leið ekki úr minni. Röddin var djúp og sefjandi, nokkur aðkenning af bandarískum seim en ekki snefill af bandarískum hrjúfleika. Svo var hún íturvaxin, að manni kom helzt í hug óiarðnesk vera, grönn og mittismjó með ólík- indum, en þó alls ekki mögur eða holdskörp — þvert á móti, 02 hreyfingarnar mjúkar og fiað- urmagnaðar. En fyrir þetta mjóa mitti sitt minnti hún mann stöðugt á eitthvað brothætt cg viðkvæmt; eitthvað óraunverulegt, en þó ekki á neinn hátt veimiltítulegt og enn síður cr.iálfbjarga. Enginn kannaðist við hana, eða vissi neitt um hana, en hún hafði áreiðanlega ekki verið fullan sólarhring um borð þegar hver einasti karlmaður hafði talað eitthvað við har.a — og hver einasta kona, að mig grunaði, óskaði einskis frekara en að geta mvrt hana án þess uppvíst yrði. Okkur til mikillar undrunar, og hinum hvers- dagslegu og fákænu tildurdúfum til jafnsárrar öfundar, býst ég við, komumst við að raun um að hún kunni óvenjuvel að haga orðum sínum. Hún þurfti bókstaf- leva ekki nema fáeinar setningar til að vekja okkur af sinnuleysismókinu, en um leið á þann hátt, sem okkur mundi liúfast að vakna, ef ég má orða það þannig. Hún valdi sér furðulegustu hluti að umræðuefni — þurra og strangfræðilega hluti, sem maður ýjar yfirleitt ekki að á sumarleyfissiglingu, og ef það hefði ekki verið fyrir hinn sérstæða yndisþokka hennar, geri ég fastlega ráð fyrir að enginn hinna yngri manna hefði enzt til að hlusta á hana lengur en í fimm mínútur. Hún virtist hafa jafnmikinn áhuga á lífefnafræði og list hinna fornu Maya og öllu þar á milli. Þekking hennar var óvenjulega víðfeðm, og hún gat stiklað af einu á annað af þeim draumkennda léttleika, að ræða hennar var sem kliðmjúkt samkvæmishial. Þegar liðnir voru nokkrir dagar vék Langton gamli læknir, sem mikið hafði heyrt talað um hina ungu og glæsilegu stúlku, sér að mér og spurði: „Finnst yður ekki neitt annað undarlegt í fari ungfrú Hugo, en óvenjulegir samræðuhæfileikar hennar?“ ,.Ef það er mitti hennar, sem þér.eigið við ..Ée á ekki við það,“ svaraði læknirinn gamli kuldalega. „Ég hef samið lista yfir sérkenni hennar. Hún reykir ekki og bragðar ekki áfengi. Ég hef veitt henni nána athvgli við máltíðir, en aldrei séð hana snerta við mat. Hún notar hníf, gaffal og skeið eineöngu til að ýta við matnum á diski sínum, en talar án afláts, og dreifir athvgli sessunauta sinna þannig frá því, að hún ber ekkert að munni sér. Hún hefur ekki neytt matar í viðurvist farþeganna, síðan hún kom um borð.“ ..Kannski læzt hún vera svona neyzlugrönn í því skyni að vekja á sér enn meiri athvgli," varð mér að orði. Það snörlaði í lækninum. „Ég hefði gaman af að vita á hverju hún nærist eigin- lepa,“ sasði hann. „Það er eitthvað óeðlilegt við þetta ...“ Hann hristi höfuðið og mælti síðan enn: „Það kæmi mér ekki á óvart, þó að hún neytti einhverskonar eiturlvfja. Hún hefur orðið sér úti um merkilega staðgóða þekkingu á jurta- og dýralífi á San Cristobal. Ekki veit ^ hvað hún hefur haft þar fyrir stafni, en ég veit af eigin raun að hún fer þar ekki með neitt fleipur, því að ég vann sjálfur að rannsóknum á einhverri pestinni í þessu bæli fyrir um það bil tuttugu árum. Það er eitthvað í meira lagi dularfullt við hana, stúlkukindina, ef hún þá er stúlka. „Hvað eigið þér við með þeirri spurningu? Viljið þér kannski gefa í skyn að hún sé karlmaður í dularklæðum?“ „Eitthvað er það undarlegt, allt saman.“ „Ég geri ráð fyrir að það sé árátta hjá læknum, að leita sjúklegra einkenna í fari manna og reyna að ráða orsök þeirra, og því finnst þeim allt slíkt, sem þeir geta ekki skilið og skilgreint, einskonar vantrausts- yfirlýsing á þekkingu sína og reynslu, sem þeir megi ekki una.“ „Hvað þetta snertir, þá þarf skýringin á því ekki að vera vandfundin," sagði hann. „Það er einmitt ýmis- legt í vaxtarlagi stúlkunnar, sem bendir til afbrigði- legrar innrásarkirtlastarfsemi. Fyrir allmörgum árum, þegar við vorum ekki eins fróðir um starfsemi þessara kirtla og við erum nú, kom fram sú kenning í sam- bandi við svipuð einkenni, að þau merktu upphafs- þróun nýs mannkyns — limalengra og höfuðstærra, en meltingarfærin og önnur líffæri í búk og kviði mun minni en áður. Þetta var nú ein af þessum skemmtilegu og notalegu kenningum, sem leystu allar gátur á viktoríanska tímabilinu. Kannski hefur líka eitthvað verið til í þessu. Að minnsta kosti hef ég rekizt á mörg undarleg afbrigði meðal innfæddra á San Cristobal. Það mætti segja mér að forfeður ungfrú Hugo hefðu ekki einungis blandað blóði við þá malayisku, heldur rynni og Indíánablóð í æðum hennar.“ Dálítið óhugnanleg smásaga eftir John Gloag. „En augun?“ maldaði ég í móinn. „Og háraliturinn?“ „Það er líkamsbyggingin, sem ég er að tala um,“ svaraði læknirinn. „Hver veit nema hún sé fulltrúi nýrrar og betri blóðblöndunar — nýs áfanga á þró- unarbraut mannkynsins.“ „Varla f;nnst þér þó sennilegt,“ andmælti ég, „að upphaf hins háþróaða mannkyns verði með Mið- Ameríkuþ j óðum? “ Hann leit undrc :idi á mig. „Því ekki það?“ spurði hann. „Þú gerir þér þó ekki í hugarlund að Evrcpu- menn séu hinir útvöldu? Þessir bölvaðir beinasnar, sem liklegastir til þess að hafa strádrepið sitt éigið kyn í þriðja eða fjórða ættlið hér frá. Nei, sé nýrrar og há- þróaðri manngerðar að vænta á annað borð, tel ég líklegast að hún eigi uppruna sinn annrðhv>rt í Norður-Afríku eða þá Mið- eða Suður-AmerL u. V f til vill á Mið-Austurlöndum.“ „Ég verð að viðurkenna, að þa ; cr ci'.u vað dular- fullt við þetta lystarleysi ungfrú i : r r.. ð mér að orði. „Meir en dularfullt. Ef maðui 1:1 kki til að jg _ VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.