Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 31
Drottins fugl, hafi hann þá veriö þar nema í sumardvöl, sem senni- legast er. Ekki get ég heldur fundið skrásetta fæðingu hans og skírn á ísafirði, svo að allt er þetta hálfgerður leyndardómur. Foreldrar Guðmundar voru Guðni Þorláksson sjómaður á ísafirði, sem flyzt þangað af Langadalsströnd vorið 1883. — Þar kvænist hann um haustið 30/11 1883 Kristínu Guðrúnu Guðmundsdóttur vinnukonu á ísafirði. — Hann er þá talinn 32 ára, en hún 26. — Ekki veit ég svo meira um veru þessara hjúa þarna vestra. Kristín flyzt svo frá fsafirði vorið 1888 að Kimbastöðum í Skarðshreppi, innan Skagafjarð- arsýslu. — Við brottskráninguna frá ísafirði er hún talin 39 ára, sem passar ekki við aldur þann, sem henni er talinn þar við gift- inguna. — Sjá hér áður. — En aftur á móti telur Sauðárkróks- klerkur hana við hingaðkom- una 42 ára, sem virðist nokkurn veginn passa við giftingaraldur- inn. Með Kristínu flyzt til Skaga- fjarðar dóttir hennar Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir, þá talin 7 ára. — f Kirkjubókum Sauðár- króksprestakalls, sem að vísu er afskrift, er ég hefi séð, er Ingi- björg þessi skrifuð Ingunn Þór- unn, sem er vafalaust rangt, enda virðist skrifarinn fyrst hafa skráð nafnið Ingibjörg, en strik- að það síðan út og skrifað Ing- unn. Samkvæmt Kirkjubókum Eyr- arsóknar á fsafirði er þessi Ingi- björg Þórunn fædd 4. des. 1892 og foreldrar hennar taldir þar Jóhann skósmiður Árnason á ísafirði og Kristín Guðmunds- dóttir kona hans. Þarna sést ljóslega, að Kristín þessi hefur, að minnsta kosti, verið tvígift, hvað svo sem um þessa menn hennar hefur orðið. Sjá samt hér síðar. Kristín móðir Gvendar flyzt svo aftur frá Sauðárkróki vorið 1901 að Hafragili í Skefilsstaða- hreppi, og flytur Gvendur með henni þangað. — En árið áður, vorið 1900, flyzt dóttir hennar Ingibjörg Þórunn af Sauðárkróki til fsafjarðar aftur. Er hún þá talin tökubarn, níu ára. í þetta skipti er Gvendur að- eins eitt ár á Hafragili, þá fer hann í Sævardal og er þar eitt ár, og þaðan er hann fermdur, eins og áður er sagt. — Vorið 1903 flytur svo Gvendur frá Sævarlandi á Sauðárkrók, en vorið 1909 kemur hann svo aftur út í Skefilsstaðahrepp að Hafra- gili frá Kimbastöðum í. Skarðs- hreppi, þá talinn 22 ára, sem er laukrétt. Eftir að Gvendur kom hér norður dvaldist hann alltaf á svæðinu á milli Héraðsvatna og Blöndu. Á Blönduósi var hann nokkur ár um og fyrir 1920, mest á vegum Jóhanns heitíns frá Skálárhnjúki keyrslumanns Gunnarssonar. Ekki var Kristín móðir Guð- mundar nema eitt ár á Hafragili og flyzt því vorið eftir til Sauð- árkróks. Þaðan fer hún svo al- farin 1905 að Þverárdal í Berg- staðasókn í Austur-Húnavatns- sýslu. — Lengra hefi ég ekki nennt að elta hana uppi í kirkju- bókum. — Þá er hún talin 48 ára, sem virðist laukrétt, fædd 1857. Gamlir menn á Sauðárkróki segja mér, að þar hafi hún alltaf verið kölluð Ísfirzka-Kristín eða Kristín ísfirzka, svo að um upp- runa hennar virðast Sauðkrækl- ingar aldrei hafa verið í vafa. Guðni Þorláksson faðir Gvend- ar er í húsmennsku á ísafirði ár- ið 1886, þá talinn 35 ára. Virðist honum þarna verið rétt talinn aldur miðað við aldursskráningu hans við giftinguna (f. 1851). Stutt hefur hjónaband hans og Kristínar orðið, því að vorið 1887 hleypur hann frá konunni til Ameríku. — Hefur þá Gvend- ur annað hvort verið ófæddur eða nýfæddur, því að hann fæð- ist 7. júlí það vor, samkvæmt hér áður sögðu. •— Getur því vel staðizt, eins og margir halda, að Gvendur hafi alls ekki verið fæddur á ísafirði, heldur hafi móðir hans verið í dvöl einhvers staðar út í sveitum Vestfjarða- kjálkans á undan og eftir fæð- ingu hans, annað hvort inni í fsafj arðardj úpi, norður í Stranda- sýslu sunnanverðri eða suður í A.-Barðarstrandarsýslu, jafnvel á Litlu-Brekku í Geiradal?, eins og skrásetningin um fæðingu hans bendir til hjá Sauðárkróks- presti, þegar hann jarðsyngur hann. — Sjá hér áður. Við öll þessi héruð og sveitir voru stöðugar samgöngur á þeim tímum, vegna sjósóknar manna þaðan við ísafjarðardjúp. Þegar Guðni Þorláksson, faðir Gvendar flyzt til Ameríku vorið 1887, er hann skráður 36 ára gamall hjá sóknarpresti Eyrar- sóknar. — Passar þetta við ald- ur þann, er honum er fyrr talinn hjá sama presti. Hálfbróður, samfeðra, átti Guðmundur, sem var alnaíni hans. — Guðmundur þessi var fæddur 4/10 1873. — Faðir hans, Guðni Þorláksson, var þá vinnu- maður á Rauðamýri við ísafjarð- ardjúp, en móðirin, María Gísla- dóttir, vinnukona í Múla á Langadalsströnd. Þessi eldri Guðmundur var húsmaður á Bræðrabrekku í Bitru frá 1905 og síðar bóndi þar. - Drukknaði, ásamt þrem öðr- um, á heimleið frá Steingríms- firði 27/10 1917. — Kona hans var Andrea Steinþóra Andrés- dóttir frá Fremri-Brekku í Saur- bæ í Dalasýslu. — Þau áttu af- komendur. Sjá bókina „Strandamenn" eftir séra Jón Guðnason þjóð- skjalavörð, bls. 175. Það mun vera nokkurn vegin alveg víst, að Guðmundur „allra bezti“ sé fæddur á Brekku í Nauteyrarhreppi innan Norður- ísafjarðarsýslu. — Þetta hefi ég eftir nákunnugum mönnum. — En hitt er víst, að „Guðsmenn- irnir“ þar vestra virðast ekki hafa verið ákafir í að skrásetja hann, því hvergi fyrirfinnst hann bókfærður í þeim byggðarlögum. Ef til vill hefur hann byrjað sína fyrstu „vegferðarreisu" nokkurra daga gamall, sem hann seinna á ævinni kallaði svo, og margar urðu áður en yfir lauk. Hafa því „Drottins smurðu“ þar vestra verið í vafa um hvar þeir ættu að skrásetja hann heimilis- fastan fyrstu æviárin. Om viðurnefni Guðmundar, sem getið er um í byrjun þessa þáttar, „járnbraut", „Brautar- Gvendur", skal það tekið fram, að vinnufélagar hans gamlir segja mér, að Gvendur hafi sagt þeim upp úr 1913, að hann hafi unnið í Hafnargerð Reykjavíkur, og þar stjórnað járnbrautarvögn- um, er fluttu grjót úr Öskjuhlíð- inni niður að Reykjavíkurhöfn og af því hafi hann hlotið viður- nefnið „járnbraut" hjá þeim fé- lögum sínum hér nyrðra. — Þetta má vel vera. En aldrei heyrði ég Gvend minnast á þessa járn- brautarvagnastjórn sína. Hitt er svo alveg víst, að hafi Gvendur nokkurn tíma unnið að hafnargerð Reykjavíkur getur það ekki hafa verið nema nokkr- ar vikur eða mest nokkra mán- uði. — Er því næsta undarlegt hafi verkstjórar þar skipað hon- um svo vandasamt starf sem að stjórna grjótvögnunum, sem bæði gat verið hættulegt verk og megn slysahætta stafaði af fyrir vegfarendur ef einhver óað- gæzla var sýnd. - - En vini mín- um Gvendi var flest annað bet- ur gefið en varkárni og vinnu- lagni. Þykir því okkur, sem þekkjum til þessa, að Reykvík- ingar hafi sloppið vel úr því Gvendur varð aldrei mannsbani við þénnan starfa og það jafnvel margra. Um skyggni Gvendar og þar af leiðandi baráttu hans við drauga Og gangára skal ég engan dóm á VIKAN 35. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.