Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 18
Síðan þreif hann í mig og rykkti mér úr dyrunum. Fyrsti EFTIR RELL Teikn. Iíagnar Lár. Ég sá ckki betur en hann glotti. Auðvitað sagðist ég vera vanur, enda var ég það líka. Ég hafði verið tvo túra á togara, sem háseti meira að segja. Aldrei fundið til sjóveiki, vissi ekki hvað hún var. Nú var ég búinn að ráða mig á hand- færaveiðar með Sæmundi Jónssyni á ,,Kúti“ sem var 16 tonna pungur. Satt að segja þótti mér heldur lítið til kollunnar koma, þegar ég leit hana augum fyrsta sinn. Þetta var óhreinn trédallur, fúinn og ormétinn, með eldgamla tveggja strokka glóðarhausavél, sem aldrei var í lagi. Sæmundur Jónsson var einna líkast- ur bátnum nema hvað hann var eilít.ið óhreinni og alltaf í lagi. Annars var hann bezti karl, svona ,,innan við beinið“, en öllu hrjúfari útvortis. Þar sem ég þrammaði niður litlu, skökku trébryggjuna, sem stendur á fúnu staurunum sem máske eru fúnaðir sund- ur sumir, og sá þessa litlu, óglæsilegu fleytu, nudda sér upp við bryggjusporð- inn, var ekki laust við að um mig færi hrollur við tilhugsunina um, að þarna ætti ég að búa næstu vikurnar eða jafnvel mánuðina. Auk þess var ,,Kútur“ ekkert líldegur til stórræða úti á ballarhafi. Ég þurfti að setja í mig þó nokkurn kjark til að hoppa um borð. Ekki vegna þess að dallurinn lægi of langt frá, eða vegna þess hve lágsjávað var, heldur vegna þess að ég treysti ekki ,,dekkinu“ til að þoia „stuðið“. Jæja — dekkið þoldi stuðið, en fjandi brakaði í því maður. Ég gægðist niður í lukarskappann, en þaðan bárust ljúfir tónar frá viðtækinu, blandaðir grófum röddum skipsfélaga minna, sem þar voru við skál, og sungu rrieð Ragnari Bjarna- syni; „Vertu sæl mín kæra“. — Halló, kallaði ég niður til þeirra, — er Sæmundur Jónsson, skipstjóri við? Þeir létu Ragnar einan um að syngja lagið um stund, svo gægðist svartur haus upp úr kappanum. — Hvað viltu honum vinurinn? — E — ég er ráðinn á bátinn, og átti að hitta Sæmund núna. — Farðu þá aftur í, ég held að karl- inn sofi í hólnum. Þar sem ég var nú vanur til sjós, vissi ég (til allrar lukku), hvað var frammí og hvað afturí á skipum og gekk því upp í stýrishúsið. Sá svarti hvarf hins vegar niður í lúkarinn á ný og tók undir með Ragnari Bjarnasyni. Inn af stjórnklefanum í stýrishúsinu var smáskonsa rétt nógu stór til að ein koja kæmist þar fyrir. Þarna lá Sæmund- ur Jónsson, skipstjóri, endilangur í slor- gallanum þversum, og hraut óskaplega. Þar sem ég hélt að mikið þyrfti til að vekja mann sem hryti svona hátt, en vissi ekki að skipstjórar hafa afar næmar taugar (hafi þeir einhverjar á annað borð), dró ég djúpt að mér andann og öskraði af öllum mætti: — GÓÐAN DAGINN! Þetta algenga, góðlega ávarp hafði að þessu sinni, hinar hræðilegustu afleið- ingar. Með öðrum orðum — Sæmundur Jóns- son, skipstjóri, rauk upp með andfælum og æðislegum svip. Með galopin, starandi, hvít og útstandandi augu og handahreyf- hreyfingu sem minntu á hollenzka vind- myllu, þaut hann í mjög fáum stökkum út á dekk og felldi mig um koll í óða- gotinu. Þarna úti á dekkinu hóf hann að dansa þann trylltasta stríðsdans sem ég hefi nokkurntíma séð. Eftir um það bil mínútu , prógram“, áttaði hann sig á kringumstæðunum og sá að „Kútur“ gamli lá hinn rólegasti, rígbundinn við bryggjuna og var alls ekki að sökkva! Sæmundur Jónsson, skipstjóri, kom nú æðandi til mín, þar sem ég stóð skjálf- andi (af hræðslu), í stýrishússdyrunum, og hóf eftirfarandi ræðu: — Kvurn sjálfan djufulinn á að fvrir- stilla að ræsa mann með þessum andskot- ans hávaða? — É — ég '— hélt — a — a — að ... — Kvurn djufulinn hélzt þú eiginlega, hélztu kannski að ég væri steindauður eða heyrnarlaus, — fullur, danskur eða vit- laus? Nei, kalli minn, ég hef hundrað prósent heyrn skal ég segia þér — og ef þú vogar þér að ræsa mig nokkurn tíma aftur á þennan andskotans hátt, kreisti ég úr þér garnirnar fjárans leppalúðinn binn. Meðan hann þuldi þennan áhrifamikla pistR gengu hendurnar eins og hollenzku vindmylluvængirnir. Síðan þreif hann í mig, kippti mér úr dyrunum og þeytti mér fram á dekkið, um leið og hann lauk ræðunni með þessum orðum: — Hunzkastu frammí þokulúðurinn þinn, (síðen er ég kallaður ..lúðurinn“, um borð), og leggðu þig, við róum klukk- an tvö í nótt. Ég staulaðist aftur á bak niður þver- hnýptan lúkarstigann og settist niðurlút- ur á bekkinn við eldavélina. — - Var karlinn eitthvað að steyta sig núna? spurði sá svarti. Ég svaraði hon- um ekki en skreið inn í ko.iuna sem mér var ætluð og sofnaði von bráðar við söng- inn í drukknum skipsfélögum mínum. — „Bezti vinur bak við fjöllin háu“. Ég vaknaði við bylmingshögg á ennið, sem stafaði af því að báturinn „datt“ ofaní öldudal en ég fylgdi honum ekki nógu vel eftir og skallaði þess vegna bitann, sem svo haganlega var fyrir komið beint fyrir ofan höfðalagið. Ég setti koddann ofan á hausinn til að draga úr höggunum, ef þau yrðu fleiri. Rétt í sama mund og ég var að festa svefninn aftur, kom karlinn frammí, hafði stöðvað vélina og sagði að hér væru lóðningar. Við skyldum renna og athuga hvort nokkur fiskur væri í þessu „mori“. Við smeygðum okkur í stígvélin, fórum í stakkana og tókum upp handfærarúll- urnar. Síðan var byrjað að „skaka“. Ég átti erfitt með að fóta mig á flug- hálu dekkinu, enda voru hreyfingarnar á þessum bát alls ólíkar hinum rólegu veltum togarans. „Kútur“ bókstaflega hentist af annarri hliðinni yfir á hina. En nú skeði það sem mig hafði sízt órað fyrir. Ég fékk óþægindatilfinningu í inn- yflin, máttleysi í hnén og svima yfir höf- uðið. — SVO KOM ÞAÐ. — Aldrei á ævinni hefi ég upplifað önn- ur eins ósköp. Ég bjóst við að æla lifur og lungum, nýrum, botnlanga, maga og jafnvel sjálfri beinagrindinni! Framhald á bls. 48. jg _ VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.