Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 32
GEFJUNARFÖT
allt árið
GEFJUN-IÐUNN
Kirkjustræti
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.
Hrútsmerkið (21. marz—19. apríl):
Reyndu að láta ekki í ljós öfund, þótt þú kunnir
að finna slíka kennd gagnvart starfsfélaga þínum,
scem undanfarið hefur gengið betur en þér. Röðin
kemur að þér næst. Farðu varlega um helgina.
©Nautsmerkið (20. apríl—20. maí):
Fyrir utan óstyrk og þreytu er nú allt á góðum
rekspöl. Skortur á reiðufé getur staðið þér fyrir
þrifum, en þú skalt ekki hika við að taka nauð-
synlegt reksturslán. Fólk, sem stendur þér nær,
mun ef að líkum lætur veita þér góða aðstoð.
Tvíburamerkið (21. maí—20. júní):
Gættu þess vel, að róta þér ekki inn í eða koma
upp um leyndarmál vinar þíns. Hugsaðu þig um,
áður en þú talar eða lætur verkin tala. Heppileg-
ast væri að leita sem mest samfélags við fólk, sem
þú hefur nýlega kynnzt.
Krabbamerkið (21. júní—20. júlí):
Stjörnurnar benda til þess, að afbrýðisemi beinist
oð þér, án þess að þú verðskuldir það. Þú skalt
forðast afskipti af öllum þeim, sem á einhvern hátt
geta orðið til þess að vekja afbrýðisemi maka þíns.
Heppilegast væri að vera heima bæði laugardags- og sunnu-
dagskvöld.
Ljónsmerkið (21. júlí—22. ágúst):
Þú ættir ekki að eyöa tíma þínum í afskipti af
störfum, sem vel geta beðið betri tíma, vegna þess
að það er mun meiri þörf fyrir starfskrafta þína
annars staðar. Hent væri einnig að þú gæfir maka
þínum meiri gaum er verið hefur; samkomulagið gæti ver-
ið betra.
Meyjarmerkið (23. ágúst—22. september):
Rétt væri fyrir þig að staldra nú við og athuga,
á hvaða braut þú ert. Líklega eru fjármálin ekki
í sem beztu lagi, en það væri hægt að lagfæra með
nákvæmri íhugun og skipulagningu á tekjum og
útgjöldum. Sóun getur aldrei gengið til lengdar.
Vogannerkið (23. september—22. október):
Heimilislífið getur orðið sérstaklega ánægjulegt í
þessari viku, einkum þó með tilliti til yngri
meðlima fjölskyldunnar. Það væri heppilegt að
bjóða heim gestum, einkum þeim sem fæddir eru
undir merki Bogmannsins, Vatnsberans og Fiskanna.
Drekamerkið (23. október—21. nóvember):
Þeir sem fæddir eru undir merki Drekans eiga
sældarviku fyrir höndum. Sumir munu halda vel
heppnað heimboð, en aðrir leggja meira upp úr
hjartans málum í þessari viku. Grundvöllur virð-
ist góður til þess að leggja drög að hjónabandi og fjöl-
skyldulífi.
Bogmannsmerkið (22. nóvember—21. desember):
Þú ættir að leggja meira upp úr glaðlegri fram-
komu og sýna þínum nánustu meiri tillitssemi.
Lasleiki, sem þú hefur fundið til að undanförnu,
gengur yfir og er ekki alvarlegur. Þú ættir að fara
betur með þig og fara meira eftir því sem vinir
þínir telja þér fyrir beztu.
Steingeitarmerkið (22. desember—20. janúar):
0Í þessari viku er hætt við að margir Steingeitar-
menn fari með vitlausa fótinn fram úr. Þeir ættu
þvi að reyna að hafa hemil á skapsmunum sínum
og láta ekki smámuni koma sér úr jafnvægi. Lík-
lega væri bezt að vera sem minnst heima á kvöldin og um
helgar til þess að forðast óþarfa árekstra á heimilinu.
Vatnsberamerkið (21. janúar—18. febrúar):
Þú skalt ekki láta það koma þér úr jafnvægi, þótt
fólk sem þú þekkir lítið til, segi af þér óviður-
kvæmilegar sögur úti um hvippinn og hvappinn.
Það á eftir að snúast þér í vil, því með framkomu
þinni og öllu dagfari munt þú sanna hið gagnstæða þess-
um sögum.
©Fiskamerkið (19. febrúar—-20. marz):
Nú er tækifæri til þess að gera suma af gömlu
draumunum að veruleika. Veðrið mun verða hag-
stætt til þess, og það kostar ekki mikið fé. Per-
sóna, sem þér hefði sízt dottið í hug, mun verða
til þess að hjálpa þér við framkvæmd þessa draums.
Sft
22 — VIKAN 35. tbl.