Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 41
kæmist ekki í forsælu. En Jjarna var ekki um neina forsælu aS ræða, nenia í skuggannum af næstu olíutunnu. Þangað skreið hann, velti um tunnunni og skreið inn í hana. Þetta reyndist brátt hið mesta glapræði. Tunnan var svartmál- uð og fyrst og fremst Jjess vegna, var heitt inni í henni eins og hræðsluofni, þegar sólin skein ú hana. Þegar Alan komst að raun um það, reyndi hann að skríða lít úr tunnunni aftur. en þraut mátt til þess. Andartaki síðar missti hann meðvitund. Þegar liann rankaði við aftur, var sólin setzt, en tunglið komið upp. Enn reikaði hann af sfað, og einhvernveginn tókst honum að komast spöl, sem markaður var tíu bensíntunnum. Enn reis dagur, og áfram reik- aði hann í brennandi sólarhit- anum. Hann hafði farið framhjá alls sjötíu bensíntunnum, eða 43 míl- ur vegar um eyðimörkina — þeg- ar hann kom auga á spor. Fyrst i stað varð hann skelf- ingu lostinn; hélt að liann hefði villzt og gengið í hring og væri nú kominn aftur á sína eigin slóð. Og þegar hann hafði athug- að þau nánar, komst hann að raun um, að um það var ekki um að villast. Hann hafði gengið í hring. Hann lá á grúfu í sandinum, þegar vörubílstjórinn kom að honum. Bílstjóri þessi var fransk ur Alsírbúi, sem liafði verið fenginn til að fylgja Svisslend- ingi nokkrum, sem ók í fólks- vagni yfir eyðimörkina. Og þegar Alan hafði rankað það við, að hann gat skýrt bíl- stjóranum frá þessu ferðalagi sínu, óku þeir af stað til móts við okkur. Með aðstoð vörubílstjórans og félaga hans, tókst okkur að leggja enn af stað, og liöfðum nú samfylgd yfir eyðimörkina. Alan Cooper sat í vagninum hjá okkur, svo að Freda gæti hjúkrað honum. .Barbara settist við hlið vörubílstjóranum, sem lét okkur i té eina flösku af vatni, ef eitthvað kænii fyrir. Ég ók á undan hinum bílunum tveim. Alll i einu kallaði Ereda: „Við skulum nema staðar, Pétur.........við höfuin misst sjónar á þeim liinum..........“ Ég stöðvaði bílinn uppi á sandöldu og svipaðist um. Freda hafði lög að mæla. Hinir bílarnir voru hvergi sjáanlegir .... Það var ekki fyrr en seinna, sem við komumst að raun um að fólksvagninn hafði bilað, og vörubílstjórinn numið staðar til að gera við hann. Okkur kom ekkert slíkt lil hugar. Það virtist ekki um annað að gera, en að halda áfram ferðinni. En áfanginn varð ekki langur, bíllinn sat fastur eins og fyrri daginn. Við biðum þess að þeir í hin- um bilunum kæmu okkur til að- stoðar. Ekkert okkar gerði sér þá grein fyrir því, að nú fyrst vorum við komin afvega. Við höfðum drukkið siðasta vatnssopann. þegar Alan fékk óráðskast. í örvæntingu tæmdi ég vatnið af vatnskassa bílsins til að svala þorsta hans. Þegar leið að kvöld, var liver vatnsdropi tæmdur. Það varð myrkt af nótt. Við Freda sátum í framsætinu og skiptumst á um að gefa merki með ljósunum á fimm mínútna fresti. Þegar dagaði, reyndi ég að tjalda yfir okkur til bráðabirgða með segldúk, sem ég batt að of- an í farangurgrindina en fyllti tóma dunka af sandi og setti of- an á neðri hornin Um hálfáttaleytið birtist fólks- vagninn allt í einu á sandöldu, en þeir, sem i honum voru, komu ekki auga á okkur, svo að hann hélt leiðar sinnar. Þetta var föstudaginn, þann 13. maí. Allan þann dag láum við hreyf ingarlaus undir seglinu i sjóð- andi sólarhitanum. Alan Cooper lézt þá um kvöldið. Fyrst i stað vildi Freda ekki með neinu móti trúa þvi að hann væri látinn. „Hann sefur aðeins svona fast“, endurtók hún hvað eftir aannað. „Hann sefur svona fast“ En það var ekki því að heilsa. Ég reikaði út úr tjaldinu, en var svo máttvana orðinn, að ég lineig niður á sandinn. Þegar ég rankaði við aftur, skreið ég að afturhjólunum. Alla liðlanga nóttina stritaði ég við að róta sandinum frá hjólunum, lyfta þeim og smeygja beddunum undir. Það tók mig átta klukkustundir — en það tókst. Freda hjálpaði mér að koma líkinu af Alan Cooper fyrir aftur í bílnum, ]iar sem við þöktum það með ábreiðu. Allt í einu mundi ég það, að ég hafði tapp- að allt vatn af geyminum. En ég setti olíu á liann í staðinn. Við óknm einar tólf mílur, Iiægl og i stuttum áföngum, þvi að við urðum að ncma staðar alltaf öðru hverju, þegar lireyf- illinn tók að liitna meir en góðu hófu gegndi. Á laugardags- morguninn, þann 18. maí. reyndist ekki nokkur leið að ræsa hreyfilinn. Ég reyndi að snúa honum í gang, en hafði ekki krafta til þess. Geymarnir voru straumlausir. Hitabylgjur dagsins flæddu að okkur. Fyrsti hrægammurinn var þegar kominn á vettvang og hnitaði liringa yfir höfði okkur. Enn gerðum við okkur tjald- skýli og skreiddumst inn í það. Ég batl fyrir munn og augu Fredu og tróð baðmull í hlaustir hennar, til að draga úr útgufun likamans. Loks lauguðum við Nýkomnar 3 tegundir af 1. flokks hárlakki frá 3 heimsþekktum fyrirtækjum: RICHARD HUDNUT, style & stay MINER’S 2 tegundir outdoor Girl 2 tegundir Heildsölubirgðir: PÉTUR PÉTURSSON HAFNARSTRÆTI 4 Símar 11219 & 19062. andlitið, úr ilmvatni, sem hún liafði meðferðis. Um fimmleytið féll tjaldskýlið ofan á okkur, en við höfðum hvorugt þrek til að reisa það upp aftur. Þegar myrkva tók, minnti Freda mig á að gefa Ijósmerkin. Það kom örlitill glampi og siðan ekki meir. Við bjuggum okkur undir þraut næsta dags. Líkið af Alan bárum við út úr bílnum og þökt- um það ábreiðum. Breiddum dúk fyrir afturdyrnar og haðkápu og handklæði fyrir rúðurnar og á- kváðum að láta fyrirberast inni í bílnum. Loks tíndum við til öll hör- undsmyrsl, augnsmyrsl og ilm- vötn og létum þau þar, sem við áttum auðvelt með að ná til þeirra. Þegar sólin kom upp, tróðum við upp í eyrun. Við og við hreinsuðum við munninn með ilmvatni eða augnsmyrslum. Þetta var sunnudaginn, þann 15. maí. Þá liöfðum við ekki bragðað vatn frá því á fimmtu- dag. Ég bar hörundssmyrsl á andlit mér og rétti buðkinn siðan að Fredu. Það var þá fyrst, sem ég veitti því athygli að hún var einnig látin. Þá ákvað ég að fara út úr bíln- um og deyja á sandinum. Mig rekur rninni til þess, að ég komst út, en síðan var sem sandurinn lyftist til móts við mig. Ég rankaði við mér við það, að sandurinn titraði við góma mér. Þegar ég leit upp, sá ég tvo stóra herflutningabíla, ekki lengra frá en um tuttugu fet. Fyrst í stað hélt ég að um liill- ingar eða ofsjónir væri að ræða. Ég reyndi að kalla, en kom ekki upp neinu hljóði sökum bólgu í munni og koki. Annar ökumaðurinn og Tuar- eghermaður hlupu i áttina til mín, en þegar þá bar að, var ég hniginn aftur niður í sandinn. Þeir dreyptu á mig vatni, og ég átti erfitt með að koma þvi niður. Þegar ég liafði verið flutt- ur á sjúkralnisið, sýndi það sig, að ég hafði létzt úr 145 pundum í 98. Það var bílstjórinn á vöru- bílnum, sem kallað hafði hjálpar- leiðangur liersins á vettvang. Leiðangursmenn liittu á leið sinni nokkra Tuarega, sem kváð- ust hafa séð kynlegan ljósglampa úti á eyðiinörkinni kvöldið áður, og leiðbeindu þeim þangað. Freda hafði einmitt minnt mig á að reyna að gefa Ijósmerkin — það varð mér til bjargar, en hvað hana snerti, þá barst sú lijálp um seinan. Hún og Alan hvíla i eyði- merkursandinum. Grafir þeirra eru merktar gróftegldum tré- krossum, og svo djúpar, að liræ- gammarnir geta ekki raskað ró þeirra. ☆ VIKAN 35. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.