Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 20
OTIAGARNIR
FRAMHALDSSAGAN
8. HLUTI - SÖGULOK
eftir ROBERT F. MIRVISH
teikning BALTASAR
„Nei, þeim hefur enn ekki tek-
izt að finna hann,“ svaraði Katya.
„En þeim tekst það, áður en
lýkur.“
„Þeim tekst það aldrei."
„Hvernig geturðu verið viss
um það?“
Jæja, það getur ekki komið sér
illa fyrir hann nú, hugsaði Grant,
því að hann er sennilega þegar
kominn langleiðina til Noregs,
fyrst svona fór. „Ég geri ráð fyr-
ir að Dmitri hafi flúið land,“
sagði hann.
„Flúið land? Það er með öllu
óhugsandi ...“
„Það eru ekki nema rúmar
hundrað mílur héðan til norsku
landamæranna,“ sagði Grant.
HÚN þagði langa hríð. Loks
sagði hún: „Það gleður mig ef
hann hefur komizt úr landi. Ég
vildi óska, að ég hefði farið með
honum.“
„Já,“ sagði hann. „Einmitt þess
vegna trúði ég þér fyrir þessu.
Ég þóttist vita að það mundi
gleðja þig. Ég vissi það fyrir all-
löngu, að hann hafði þetta í
huga, en gat ekki trúað þér fyr-
ir því þá. Þú varst þá enn að
svo miklu leyti á valdi þess véla-
kerfis, sem stjórnar Sovétríkjun-
um.“
„Og hann er þegar farinn?“
„Ég geri ráð fyrir því. En þú
lætur það ekki uppskátt við
:ieinn.“
„Nei, það geri ég ekki. Ég hef
ekkert á móti því, að þeir
Gradinkov og Arnaldov leiti
hellana og fjöllin mánuðum sam-
an, að þeim, sem ekki fyrirfinnst
þar,“ sagði Katya.
Hann brosti, en varð svo aftur
alvarlegur á svipinn. „Það er
líka annað, sem ég verð að segja
þér, Katya. Ég hef fengið brott-
fararskilríki mín.“
Hún náfölnaði við og enn þagði
hún langa hríð. „Strax?“ mælti
hún að síðustu hvísllágt. „Veiztu
nokkuð hvenær þú ferð?“
„Ekki nákvæmlega," svaraði
hann og reyndi að hafa vald á
rödd sinni. „Ég fer með „Kvöld-
stjörnunni". Hún lætur í haf um
leið og næsta skipalest kemur.
Það er nokkuð síðan sú lest lagði
af stað, svo að hún getur komið
hvað úr hverju."
Hún vafði hann örmum. „Ég
mun sakna þín ákaflega,“ sagði
hún. „Sárara en mér hefur til
hugar komið. Ég get ekki gert
mér grein fyrir hvað réði því, að
kynni okkar urðu svo náin, en
mig mun aldrei iðra þess.“
Hann greip um arma henni,
hélt henni dálítið frá sér og virti
hana fyrir sér. „Katya,“ sagði
hann, „var það meining þín,
þegar þú sagðir að þú vildir óska
að þú hefðir flúið land með
Dmitri? Það er ekki útilokað, að
ég geti komið þér undan með
mér, þegar ég fer.“
„Hvað áttu við?“
„Ég hef talað við Ray Kennedy.
Hann álítur að takast mætti að
smygla þér um borð í „Kvöld-
stjörnuna“ og koma þér þannig
úr landi.“
„Þið vitið ekki um hvað þið
eruð að tala um,“,“ sagði hún
alvarleg.
„En þetta er mögulegt.“
„Nei. Þið vitið ekki hvaða var-
úðarráðstöfunum er beitt áður
en útlent skip lætur úr rúss-
neskri höfn. Leitarflokkur tutt-
ugu hermanna athugar skipið
nákvæmlega, stafna á milli, ein-
mitt til að koma í veg fyrir
að flóttamenn leynist þar. Ég hef
séð þá leita, í keðjuhólfunum og
kjalsoginu, ef þeim fannst ein-
hver ástæða til tortryggni."
Hún sá að honum veittist örð-
ugt að átta sig á þessu, og báetti
við: „Ég fullvissa þig um að það
er með öllu óframkvæmanlegt.
Og jafnvel þótt það tækist, þá
verðum við að muna það að
þjóðir okkar eru bandamerm.
Riðstjórnin mundi óðara krefj-
ast þess að ég yrði send heim
aftur.“
„Ég býst við að þú hafir lög
að mæla,“ samsinnti hann eftir
nokkra umhugsun. „En við get-
um ekki látið skilja okkur þann-
ig að, Katya.“
Hví skyldi ég mæla honum í
mót? spurði hún sjálfa sig.
Hví skyldi ég spilla þannig
síðustu samverustundum okkar?
Ég skrifa honum ekki þegar
hann er farinn, qg þar með er
þessu lokið.
„Ég skal segja þér hvernig við
getum komið þessu í kring,“
sagði hann. „Ég gef þér utaná-
skrift skipamiðlara í Svíþjóð. f
Stokkhólmi. Hann er góður vin-
ur minn. Þú getur sent honum
bréfin, og hann kemur þeim síð-
an til mín. Ég trúi því statt og
stöðugt að okkur takist að finna
eihhver ráð til þess að þú getir
flúið land.“
„Það getur enginn."
Hann dró upp minnisbók.
„Þetta er utanáskrift skipamiðl-
arans í Stokkhólmi," sagði hann.
„Þú verður að muna hana. Læra
hana utanað.“
Hún ákvað að láta það eft-
ir honum. Hann sannfærði sig
þrisvar sinnum þá um kvöldið,
að hún myndi utanáskriftina rétt.
„Þú skrifar,“ sagði hann. „Jafn-
vel þó að þú lofir því nú, ein-
ungis til þess að vera mér að
skapi. Ef þú skrifaðir hjá þér ut-
anáskriftina, gæti farið svo að
þú týndir henni. Aftur á móti
kemur ekki til að þú gleymir
henni.“
Hana furðaði á glöggskyggni
hans. Að hann skyldi vita hvern-
ig á loforði hennar stóð. Og hún
gerði sér Ijóst, að utanáskriftin
var þegar óafmáanlega letruð í
hugskot hennar.
Þegar hann var á leiðinni heim
í skálann undir morgunsárið, sá
hann einhvern koma fram úr
skuggunum og ganga í veg fyrir
sig.
„Dmitri . . . Ég hélt að þú vær-
ir farinn?“
„Ég ætti að vera farinn. Og ég
er á förum. En áður en ég fer,
langar mig til að biðja þig að
gera mér greiða. Mig langar til
að þú farir þess á leit við félaga
Katyu, að hún hafi tal af Nadyu,
Vladimir og þeim hinum, sem
voru í hópnum. En þó sérstaklega
Nadyu. Ég hét henni því skil-
urðu, að taka hana með mér
ef ég færi. Mig langar til að
komast að raun um hvernig
þeim líður, áður en ég fer.“
„Dmitri — þú ert þá svona
heimskur, þegar á herðir?“
„Viltu biðja félaga Katyu að
gera þessa bón mína, og segja
mér síðan hvers hún verður vís-
ari?“
„Ég skal gera það. En það get-
ur farið svo, að ég sigli á morg-
un.“
„Fari svo, skaltu biðja hana
að koma til fundar við mig uppi
í fjöllunum, þar sem við hitt-
umst forðum. Ég bíð hennar
þar.“
„En er þér það svo mikilsvert
að fá fréttir af félögum þínum,
að það réttlæti að þú stofnir þér
í slika hættu, fyrst þú getur ekki
á neinn hátt orðið þeim að liði,
þrátt fyrir það?“
„Mig langar til að frétta af
þeim. Það er allt og sumt,“ svar-
aði Dmitri.
„Ég skal gera það, sem í mínu
valdi stendur," hét Grant hon-
um.
Um kvöldið sagði hann við
Katyu: „Heldurðu að þú getir
komið því við að hafa tal af
unglingunum, sem þeir hand-
tóku?“
„Það geri ég ráð fyrir,“ svar-
aði hún. „En hvers vegna ertu
að spyrja að því?“
„Mig langar til að biðja þig að
gera mér dálítinn greiða. Hann
brýtur að vísu í bág við vilja
stjórnarvaldanna og gæti orðið
til þess að auka á þér tortryggni,
ef upp kæmist. En samt langar
mig til að biðja þig um að
reyna.“
„Lát mig heyra.“
„Dmitri kom að máli við mig
í morgun."
„Hann hefur þá ekki komizt
úr landi?“
20
— VXKAN 35. tbl.