Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 47
FYRIR ÞVI ÚRSKURÐAST Svar við: Hvernig' dæmir þú? á bls. 51. I skaoabótaréttinum er bað orðin ríkjandi skoðun, að at- vinnurekendur eigi að bera ábyrgð á verkum starfsmanna sinna, ef þeir vinna bótaskylt tjón í starfinu, enda sé vissum skilyrðum fullnægt. Er þessi réttarregla nefnd húsbóndaábyrgð. Það er ótvíræit, aS vinna Bergálfs verkstjóra og annarra starfsmanna Jóns Jónssonar við að koma bátnum í uppsátrið er með þeim hætti, að húsbóndaábyrgðin tekur til þeirra starfa, ef taliS verður að yfirsjónir hafi átt s.’r stað við störfin. Af þessum ástæðum ber þegar að sýkna Bergálf Magnússon. Þegar liugað er að þeim ástæðum, er leiddu til þess, að kindurnar fórust, viiðast þær vera þessar: 1) Uppsátrið var óvarið, og átti því féð þanoað greiða leið. 2) Ekki var nægilega tryggilega frú bútnum gengið til að mæta því veðri, sem búast málti við á þessum tima árs. 3) Eigandinn lét féð ganga vörzlulaust um þorpið og liafði enga aðgæzlu, þótt oísaveður væri skollið á. Orsa’:r fjárskaðans eru því slungnar þessum þremur þátt- um. Á þáttum þeim, sem tilgreindir eru undir lið nr. 1 og 2, ber Jón Jónsson fébótaábyrgð, en Geirlaugur sjálfur á lið nr. 3. í máli þessu verður því að skipta sök á tjóni. Þegar um sakarskiptingu í skaðabótamálum er að ræða, er það einatt áhorfsmál, í hvaða hlutföllum skiptingin á að fara fram. í þessu tilfelli virðist ekki óeðlileg niðurstaða að telja sök hviors aðila jafnmikla. Af þeirri niðurstjðu leiðir, að Jón Jónsson ú að bæta Geirlaugi tjónið að hálfu leyti. Ályktunarorð: JÓN SKAL BÆTA GEIRLAUGI FJÁRSKAÐ- ANN AÐ HÁLFU. J. P. E. „blóðsugur", og mjög er getið í þjóðsögum enda þótt skammt sé liðið síðan vísindin létu þau til sín taka.“ „Já, ljótt nafn, og alls ekki réttnefni,“ varð ungfrú Hugo að orði. Ég mundi frekar telja þetta milliliðalausa næringarað- ferð ...“ „Hvernig berið þér yður til við þetta?“ spurði læknirinn. Hún brosti, og ég veitti því nú fyrst athygli, hve tennur hennar voru vel formaðar og sterklegar. „Ég nota gcðu og gömlu aðferð- ina,“ sagði hún, „enda veit ég ekki til að önnur betri hafi ver- ið uppfundin enn.“ Og hún bætti við: „Þessar sprautur _ og inn- spýtingur, herra læknir, það er allt of mikið mas við þess háttar, það ættuð þér bezt að vita.“ „Hafið þér gert þetta allt frá því er þér voruð á barnsaldri?" spurði læknirinn enn. „Að minnsta kosti eins lengi og ég man ...“ Mér þótti sem þau hlytu að vera brjáluð, bæði tvö. En dr. Langton mælti enn, og af fyllstu alvöru: „Þér verðið að hætta þessu, skiljið þér. Þetta hlýtur að komast upp, og hvað þá?“ „Já, en kæri læknir,“ mælti Júlía sinni seiðdjúpu röddu. „Þér hljótið að skilja, að ég get ekki hætt. Það væri sama og dauða- dómur. Og þér verðið að taka til- lit til þess, að ég er mannleg, mér liggur við að segja, mann- legri en nokkurt ykkar hinna, og að ég geng aldrei lengra en óhætt er. Ég fæ þetta einungis að láni, ekkert annað, og lánar- drottnar mínir fá þar að auki nokkuð fyrir sitt ...“ Hún brosti sínu ljúfasta brosi, þegar við kvöddum hana. Innan stundar var hún, eins og jafnan endranær, umkringd ungum og stimamjúkum mönnum, og ég heyrði hvernig hún talaði og tal- aði án afláts — á meðan hún var að velja sér nýja „birgðastöð". Brjálæði, hugsaði ég. Dr. Langton læknir er horfinn af skipinu. Hans hefur árangurs- laust verið leitað, og yfirmenn- irnir hallast að þeirri skoðun, að hann hafi fallið fyrir borð. Sjálfur veit ég ekki hvað ég á að halda. Ég hef reynt að hafa tal af ungfrú Hugo, en hún forð- ast mig. Enn einn af farþegun- um hefur sýkzt af þessum ó- kennilega sjúkdómi, ungur og hraustlegur náungi ... ★ 24 STUNDIR UPP Á LÍF OG DAUÐA. Framhald af bls. 12. leg áreynsla fyrir alla venju- lega menn, því hraðinn er mikill; liált i 300 km. á klst. þegar bezl lætur og brautin er greið. En í beygjunum verður að slá af og þeir l)eztu koma út úr kejDpninni með rúmlega 200 km. meðal- iiraða. Þá er talinn með sá tími, sem fer í að taka benz- ín á bílana og annað, sem ef til vill þarf að gera. Tveir ökumenn aka hverjum bíl. Enginn mundi lialda það út að aka svona í sólarliring. Þeir aka til skiptis, 'ákveð- inn hringafjölda. Að þessu sinni lögðu 49 bilar al' stað, en ekki helm- ingur þeirra skilaði sér í mark að sólarhring liðnum. Sumir böfðu breinlega bætt, flestir þó bilað af einhverj- um ástæðum. Ef eitthvað er til í bílnum, sem liætt er við að bili við mikla áreynslu, þá bilar það í keppninni. Skugginn, sem alltaf livílir yfir keppni eins og þessari, er sá, að oftast verða slys. Og verði árekstur, eru yfir- gnæfandi líkur til þess að dauðaslys komi fyrir. Að þessu sinni missti einn öku- maðurinn vald á bil sínum á miklum liraða, lenti útaf brautinni og þar á ljósa- staur. Það þurfti auðvitað ekki að sökum að spyrja. Bíllinn var i klessu og þar að auki alelda, en maðurinn látinn. Oft munaði litlu, en fyi'i r snarræði tókst að forða stórslysum. Til hvers er svo verið að þessu? Er þetta ekki þýð- ingarlaust, meira að segja beimskulegt og vansæmandi fyrir fullorðna menn? Ekki segja bílaverksmiðj urnar að svo sé og það eru einmitt þær, sem gangast fyrir kapp- aksturskeppnunum. For- svarsmenn verksmiðjanna segja: Flestar framfarir, sem verða á bílum, ekki bara kappakstursbílum, lieldur almennum bílum, eiga, rætur sínar að rekja til þeirra tilrauna, sem gerðar voru á kappakstursbraut- unum. 1 kappakstri getur það munað öllu, bvort bremsur eru sæmilegar eða góðar. Það getur meira að segja verið spurning um líf og dauða, livort þær eru góðar eða framúrskarandi. Nú eru margar gerðir fólks- bíla komnar með diska- bremsur, sumir með diska- bremstur á öllum hjólum og svokallað servo-trukk þar á ofan. Allt hefur þetta verið sannprófað á kapp- akstursbrautunum. Kappaksturinn i Le Mans er liáður í sportbílum eða nánar tiltekið, keppnissport- bílum. Aftur á móti eru það elcki venjulegir kappaksturs- bílar fyrir Grand Prix keppni, sem ekki er hægt að nota til neins nema keppni. En aðrar keppnir fara eingöngu fram með þessbáttar farartækjum. Eins og oftast nú uppá síðkastið, bar Ferrari böfuð og herðar yfir alla keppi- nauta sína. Það var ekki að- eins Ferrari, sem fyrstur kom í mark eftir sólarbring- inn, heldur lílca nr. 2 og 3 og allar götur upp í fimmta sæti. Ferrari setti ellefu bíla i þessa keppni og fram- úrskarandi ökumenn. Þeim eru borgaðar svimandi upp- bæðir fyrir að leggja sig i þá hættu, sem keppnin er. Það voi’u Italarnir Scarfiotti (30 ára) og Bandini (27 ára) sem sigruðu og náðu að jafnaði 207 km. liraða allan sólarbringinn. Annars var það eitt farar- tæki, sem raunar var ekki opinberlega i keppninni, sem vakti meiri athygli en allir binir bárauðu og hröðu Ferrari-bílar. Það var ó- kennilegt og fremur ljótt farartæki, gráblátt á lit. Hér var kominn túrbinubíll frá Bover verksmiðj unum í Englandi, fyrsti túrbinubíll- inn, sem sést á kappaksturs- braut. Annar ökumaðurinn var enginn annar en Gra- bam Hill, einn sá snjallasti í heiminum, fertugur Breti með snyrtilega klippt yfir- skegg og festulegan svip. Og túrbínuróverinn stóð sig sannarlega vel. Engar bil- anir urðu á honum og liann békk i Ferrarli og Aston Martin og í sjöunda sæti i mark. Meðalhraði lians var 173 km. liraði yfir sólar- hringinn og Graliam Hill lét svo um mælt, að það befði verið sem þægilegur sunnudagsakstur með fjöl- skyldunni. ★ VIKAN 35. tbl. — £7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.