Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 22
VENDTJR var alls ekki illa liðínn, þótt hann væri óforskammaður í orðum og svifist einskis, hver sem í hlut átti. — Að vísu þaut í stöku mann við hann um stundarsakir. — Eiginlega var hann afar greiðvikinn að eðlisfari og ekki beint til- takanlega illgiarn, nema þá með slögum. Mér og mínu heimilisfólki var mæta vel við Gvend. Hann gerði mér margan greiða á öllum tímum árs, enda átti hann altlaf vísa hvíld og mat hjá mér, og mat hann það mikils. Vandaður var hann, og aldrei heyrði ég getið um, að hann stæli sér matarbita, sem hefur þó hlotið að vera mesta freistingin fyrir hann, hafi slíkt verið á glámbekk og Gvendur hungraður. — Hann flutti iðulega peninga og verðmæti milli héraða og afhenti viðkomandi aðilum með beztu skilum. — Ég hafði afskaplega mikið gaman af Gvendi, tilsvörum hans, viðbrögðum og látæði öllu. Hann mat mig oft mikils, en þá fór það nú út um þúfur á stundum, eins og áður er sagt. Þrátt fyrir það þótt Gvendur „allra bezti“ þætti vitgrannur mjög, komu þó stundum hjá honum hnyttileg svör, þegar hann var í stælum við félaga sína. Stuttu eftir að Magnús heitinn Guðvarðarson á Hafragili trú- lofaðist Fanneyju Gunnarsdóttur á Selnesi, sem var þá heimasæta hjá foreldrum sínum á Selnesi, álits stúlka og snotur, var verið að borða miðdagsmat á Hafragili. Þar var Gvendur „allra bezti“ einn af borðgestunum. Segir þá Magnús, að þegar hann sé kvong- aður, ætli hann ekki að láta konu sína vinna mikið, svo að hún haldi sem lengst fögru útliti. Gegnir þá Gvendur undir og segir, að hann verði þá að fá sér aðra konu en Fanneyju, ef hann ætli að hafa hana til útstillingar. Þess skal getið, að um þessar mundir var vini mínum Gvendi eitthvað í nöp við Fanneyju. — Allir fóru vitanlega að skellihlæja nema Gvendur. Hann leit spekings- lega í kringum sig, eins og hans var vandi, þegar aðrir hlógu að tilsvörum hans. 1 Annað skipti, þegar Gvendur var með mér í Hegranesbrautinni, hafði einn af vinnufélögum hans opinberað trúlofun sína með álitsstúlku, uppalinni á Skaga og þaðan ættaðri. Bæði ég og aðrir vinnufélagar hans óskuðu honum til lukku. — Þegar röðin kom að Gvendi með lukkuóskina, lét hann sér fátt um finnast, og í staðinn fyrir að óska félaga sínum til lukku, hallar Gvendur undir flatt og blimskakar augun framan í hann og spyr með mesta spek- ingssvip, hvort kærasta hans sé hætt að bíta og slá. — Mannaum- inginn verður hvimsa við og spyr Gvend, hvort hún hafi nokkurn tíma gert það. — Gvendur heldur það nú, og bætir því við, að það hefði Eggert í Hvammi sagt sér, að þegar hún hefði verið að alast upp á Skaga, þá hefði hún bæði bitið og slegið. Allir við- staddir fóru að skellihlæja nema Gvendur, hann sat þögull og horfði í gaupnir sér. Eitt sinn kom Gvendur að Illugastöðum vestan af Blönduósi í versta færi og veðri. Þetta var seint á degi. Ég dreif hann inn, og var honum borinn matur og kaffi. Eftir þessa saðningu vildi hann ólmur halda áfram, en ég aftók það með öllu, og endaði með því, að Gvendur gisti. Daginn eftir þegar búið var að seðja Gvend og hann er að leggja af stað, vindur hann sér að konu minni og réttir henni tíu króna seðil og segir, að hún eigi að eiga hann. Hún spyr hann, því hann geri þetta. — Gvendur sagðist gera það vegna þess, að hún væri aldrei vön að setja upp hundshaus, þegar sig bæri að garði, eins og sumar húsmæður gerðu þó. — Með það fór Gvendur, grafalvarlegur. — Það þarf varla að útskýra það fyrir fjáraflamönnum og kaupsýslumönnum, sem berjast við dýrtíðina á þessum síðustu og verstu tímum, að tíu krónur var talsvert fé á þeim dögum. Öðru sinni, er Gvendur gisti hjá mér, var hann í óvenju góðu skapi. Helga Lovísa dóttir mín var þá barn í vöggu, sú er seinna giftist Hrafnkatli lækni Helgasyni. —■ Stelpan var vakandi um morguninn, er Gvendur var farinn að ganga um gólf, eins og hans var vandi. — Hún hló mikið og sparkaði öllum öngum, Ekki gaf hann sig neitt að stelpunni, en smágaut hornauga til hennar, 'enda var hann í heimspekilegum hugleiðingum, eins og ævinlega þegar vel lá á honum, jafnframt stikaði hann gólfið af miklum móði. — Allt í einu snarstoppar hann og spýr, hvað barnið heiti. Honum er sagt það. Hann kvað það véra ljótt nafn og leiðinlégt og nær hefði mér verið að láta hana heita Snotru. Gvendi virtist vera meinilla við börn og unglinga, og aldrei varð ég var við, að hann gæfi sig að þeim, og ekki var hann áleitinn við þau eða óforskammaður að fyrra bragði. — En því miður átti hann í sífelldum útistöðum og brösum við unglinga, sem hann var samtíða. Báru þar ýmsir skarðan hlut frá borði, því að vinur minn var fólskur með afbrigðum, ef hann reiddist, sem var nú þó ærið oft. Strákar gerðu iðulega at í honum, og þá var úti um frið- inn. — Aldrei man ég eftir því, að hann kærði keyrslustrákana fyrir mér, og hafði hann þó, nærri því að segja, daglega ástæðu til þess. En hroðalegum bölbænum hellti hann yfir þá, hver sem í hlut átti, bæði í tíma og ótíma. Maðurinn var allur svo kyndugur, að það var ekkert undarlegt þótt strákum og unglingum væri uppsigað við hann, þar til og með var hann uppstökkur og þoldi þeim ekkert grín. — Þá fáu unglinga, sem unnu vináttu hans með slögum, tortryggði hann jafnan, er til lengdar lét. Gvendur „allra bezti“ fékkst talsvert við tamningu hrossa. Hann hafði yndi af þeim, var þeim góður og laginn við þau, enda trúðu bæði ég og aðrir honum oft fyrir hrossum. — Kúm og kindum hafði hann ekkert vit á og virtist vera illa við þau „meindýr", sem hann svo kallaði. Eitt sinn um vortíma var Gvendur staddur á Illugastöðum. —- Svo iánlega vildi til, að brennivín átti ég í þetta skipti, sem ekki var nú oft. -— Honum var borinn nægur matur að vanda, síðan bauð ég honum áfengi, hvað hann þáði með þökkum. Ég átti þá fullorðinn fola, sem ég þurfti að láta temja, og bið Gvend að taka hann af mér. Var það auðsótt mál. Var nú folinn sóttur og rekinn heim í hlað. Á meðan jók ég skammtana við Gvend, og var hann orðinn vel hress og samkvæmishæfur, þegar honum var tilkynnt, að folinn væri kominn í hlað. Snarast hann þá út og heimtar beizli og langan kaðal. Fékk hann hvorttveggja samstundis. Beizlar hann síðan folann og fer með hann niður á túnið. Þar hnýtir hann kaðl- inum í taumendann, sem alltaf hefur verið 10 til 15 metra langur. Að því búnu færir hann sig á enda kaðalsins, tekur síðan til að hlaupa hringi í kringum folann, ýmist frá hægri til vinstri eða frá vinstri til hægri. Alltaf hélt hann í kaðalendann. — Folinn starði steinhissa á þessar aðfarir um hríð, en Gvendur fór á kostum í kringum hann með ofsahraða, sprengmóður og veifaði öllum skönk- um. — Að lokum rakst hann niður fall mikið og byltist síðan yfir sig. — Folanum leizt víst ekki meira en svo á þessar aðfarir til- vonandi kennara síns og tók nú sjálfur kipp. Gvendur rak þá upp skaðræðisöskur. Kom þá í ljós, að kaðalendinn var flæktur um fætur hans, og dró því folinn hann öfugan á eftir sér flæktan í kaðalendanum. Var nú loks hafizt handa af viðstöddum og vini mínum bjargað frá lemstrun og ef til vill bana. Ég kallaði Gvend inn og gaf honum skammt í viðbót, enda var hann búinn að veita, bæði mér og öðrum viðstöddum, ógleymanlega og ómetanlega skemmtun með þessari tamingaaðferð sinni, sem mun vera næsta óvanaleg og frumstæð. — Stuttu seinna fór Gvendur með folann og skilaði honum seinna nm vorið vel útlít- andi og sæmilega tömdum. - í báðum .þessum ferðum var hann ríðandi á sínum eigin hesti. Vetur einn, er Gvendur var á Sauðárkróki og át hjá Kristjáni verkstjóra Hansen að vanda og hafði húsnæði þar, hirti hann kú |yrir Kristján og ef til vill aðra líka. Þetta var á seinni árum hans. Vetur þennan geymdi hann eitthvað af peningum, sem hann átti heima í rúmi sínu hjá Kristjáni. Taldi hann þá iðulega, að sið merkisdrauga. Einn morgun segir Gvendur, að stolið 'hafi verið frá sér hundrað krónum. Kveður hann nágranna sinn einn, er Einar hét, vera valdan að verkinu. — Þetta segir hann hverjum manni, og hentu margir gaman að, sakborningurinn sem aðrir. — Nokkrum dögum síðar hverfur fata sú, er Gvendur brynnti kúnni í. Kvað hann sama manninn hafa stolið fötunni og peningunum og er í versta skapi út af þessari áreitni, því að hann var húsbónda- hollur. Við hvern, sem Gvendur talaði á umræddu tímabili, lýsti hann Einar þjóf að hvorutveggju. Stuttu seinna mætast þeir á götu Einar og Gvendur, ásamt fleiri mönnum. — Einar spyr þá Gvend, hvort það sé satt, að hann beri upp á sig, að hafa stolið frá honum brynningafötu. — Gvendur var nú í heimspekilegum hugleiðingum í þetta skipti, eins og svo oft áður. Að vanda, þegar honum var mikið niðri fyrir, blimskakar hann augunum upp á spyrjandann og spyr hann jafnframt, hvort það sé riokkuð meira að stela brynningafötu en peningum. — Allir viðstaddir fóru að skellihlæja, og sakborningurinn ekki hvað sízt. Gvendur einn steinþegir, þangað til hann víkur sér að tilheyr- endum og spyr um leið: „Að hverju eruð þið eiginléga að hlæja, 22 — VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.