Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 48
FYRSTI RÓÐURINN
Á „KÚTT*.
Framhald af bls. 18.
Ú, ú, a, a, o, o, — og þarna fór
fallega framtönnin mín, ú, ú, ú,
o, o, o, oh, — fimmtán hundruð
þar — ú -—■ a — æ — æ óh!
Drottinn minn dýri, aldrei skal
ég um borð í svona djöfuls kopp
á ævinni framar — ú — ú —
hefði mér nú bara dottið í hug
að ég yrði sjóveikur — ú — o
o — og ég sem fann aldrei til
sjóveiki á togaranum, og var það
oft margsinnis verra veður en
þetta — a — a —’ú — ú — sem
ekkert er. Ég hélt mér dauða-
haldi í „vantinn" og hékk útyfir
borðstokkinn.
Ég vildi ég væri dau, au, ú,
hú ■— hú — a •—• a ■— a, ö — öh!
— Þú sagðist vera vanur
kallinn?
Það var Sæmundur Jónsson,
skipstjóri sem spurði, og ég sá
ekki betur en hann glotti.
— Já — ég er það líka, ú — ú,
en hvernig á nokkrum lifandi
manni að detta í hug að nokkur
fleyta geti rúllað svona, eins og
þessi andskotans dolla gerir —
ú — ö — ö — o — o-— ah!
— O — þú sjóast karlinn,
farðu bara niður og leggðu þig,
þú verður góður í næsta túr.
— Ég fer ekki annan túr á
þessum andskotans dalli —- ú —
ú — ah!!
Ég er búinn að vera með
Munda þrjár vertíðir. ,,Kútur“ er
alveg lýgilega gott sjóskip. Þið
ættuð bara að sjá hvemig hann
sníður báruna á móti, og svo er
hann stórkostlegur á lensinu.
Já, kallinn minn, •—- „Kútur“
er snilldar skip. ★
SJÓNLEYSI OG
SANDFOK.
Framhald af bls. 27.
söluhæstur minna félaga. En það
er nú bara aukavinna. Ég vinn
á Blindravinnustofunni í Hamra-
hlíð 8 tíma á dag fimm daga vik-
unnar.
— Fannst þér ekki erfitt að
skipta peningum og gefa til
baka?
— Ég treysti fólkinu, og það
var óhætt. Það brást mér ekki.
— Var ekki illt að slíta sig
lausan að austan og flytja hingað
suður?
— Æijú, ekki var mér það
Ijúft, því í eðli mínu er ég nátt-
úrubarn. En maður venst þessu
eins og öðru, og nú orðið uni ég
vel mínum hag. Það er mitt lán,
að ég lenti hér í glaðværum hópi
samstarfsmanna minna, sem bera
byrðina hver með öðrum og eru
flestir kvíðalausir og lausir við
armæðu og vol, þótt margt blási
á móti. Þetta fólk reynir að
gleyma því og er hresst í anda
og ákveðið í því að gera lífið eins
gott og hægt er.
•—• Og hvar heldurðu til núna?
— Ég hef nú fengið að vera
hjá einum syni mínum hérna í
bænum, og þar hef ég líka fæði,
nema þessa fimm daga, sem ég er
í Hamrahlíðinni, þá fæ ég há-
degismat þar.
Ég kvaddi svo þennan svip-
hreina mann og óskaði honum
góðs ævikvölds. Þótt myrkur
umvefji hann nú, á hann í minn-
ingu sinni fagra mynd af sveit-
inni sinni og þeirri stórbrotnu
náttúrufegurð, sem umlykur
hana milli jöklanna, Öræfajökuls
í austri, Síðuheiðar og Síðufjaila
í norðri. Jökulárnar falla um
láglendið; Kúðafljót fyrir vestan,
Skaftá austan við Meðalland.
Lengra í austur falla Núpsvötn
og Skeiðará, og sandurinn frá
Reynisfjalli austur fyrir Ingólfs-
höfða, og í góðu skyggni sést til
sjávar, þangað sem Halldór átti
við selinn.
Nú liggja margra leiðir inn í
þessar óbyggðir, til þess að leita
þreyttum taugum hvíldar frá
kaphlaupi við hraða nútímans,
en ég vil biðja þá sem lesa þessa
grein að staldra við og gleyma
því ekki, að þama bjó blindur
maður, sem ekki vildi gefast upp
fyrir harðýðgi náttúrunnar og
sliti áranna.
Ingibjörg Guðjónsdóttir.
RABBABARI.
Framhald af bls. 19.
og rabarbarinn skorinn smátt.
Yzti guli börkurinn af sítrónun-
um rifinn saman við gulræturnar
og þær soðnar í 3 dl af vatni þar
til þær eru meyrar. Þá er sítrónu-
safanum, rabarbarabitunum og
sykrinum bætt í og hrært í þar
til sykurinn er bráðnaður. Soðið
áfram í Vi klst. og hrært vel í á
meðan.
Þetta voru allt uppskriftir til
að geyma rabarbarann, en sjálf-
sagt er að nota hann sem mest
meðan hann er nýr.
RABARBARAPIE.
200 gr smjörlíki, 225 gr hveiti,
100 gr sykur. Fyllingin: 10 rab-
arbaraleggir, ca. 100 gr sykur,
Vi vanillustöng, % 1 rjómi, e. t. v.
25 gr flórsykur.
Vel kalt smjörlíkið saxað sam-
an við hveitið og sykurinn settur
saman við. Hnoðað og látið
standa í nokkra klukkutíma.
Djúpt knnglótt form þakið með
deiginu (hluti þess geymdur) og
bakað í ofni í 10 mín. Tekið út
og rabarbaraleggirnir, sem hafa
verið skomir í litla bita, lagðir
í og sykri og vanillunni stráð
yfir. Það sem eftir er af deiginu,
er skorið í ræmur, sem eru lagð-
ar yfir formið langs og þvers og
einu sinni yfir brúnina. Penslað
með svolitlum rjóma og bakað í
ca. 15 mín. í 225 gr heitum ofni.
Borið fram volgt eða kalt með
þeyttum rjóma, en það má sleppa
honum og strá þá flórsykri yfir.
RABARBARADRYKKUR.
25 gr te, % 1 vatn, ca. 500 gr
sykur, saft úr 3—4 sítrónum,
hýði af 1 sítrónu, 1 1 rabarbara-
saft.
Te er gert úr teblöðunum og
vatninu. Þegar það hefur staðið
í nokkrar mínútur er sykurinn
bræddur í því. Sítrónubörkurinn
látinn liggja í, en þegar teið er
orðið kalt, er hann tekinn upp
úr og sítrónusafanum og rabar-
barasaftinni bætt í. Borið fram
mjög kalt, og bezt er að sía
drykkinn áður en hann er not-
aður.
RABARBARAIILAUP.
% kg rabarbari, 150—200 gr
sykur, 2 dl vatn, 8—10 bl. matar-
lím, e. t. v. 1 sítróna.
Leggirnir skornir í bita, sem
eru lagðir í pott með sykrinum,
vatninu hellt yfir. Látið hitna
við mjög lítinn hita eða sett inn
í volgan bakaraofn. Þegar legg-
irnir eru meyrir, en þó heilir, er
potturinn tekinn af. Matarlímið,
sem lagt hefur verið í kalt vatn,
er brætt og Vi dl af vatni bland-
að í það og því siðan hrært gæti-
lega saman við rabarbarann. Sé
notaður sítrónusafi er honum
hellt í um leið. Þegar það er
byrjað að hlaupa, er það sett í
vota skál. Hvolft á fat þegar það
er borið fram og þeyttur rjómi
eða eggjakrem haft með því.
RABARBARAKAKA.
1 kg rabarbari, 4—6 matsk.
sykur, 100 gr rasp, 30 gr sykur,
30 gr smjör, þeyttur rjómi.
Rabarbarinn skorinn í smáa
bita og soðinn í sykrinum þar til
hann er meyr. Setja má vanillu
í maukið ef vill. Sykrinum hrært
saman við brauðmylsnuna, sem
er svo brúnuð í smjörinu á pönn-
unni. Gæta verður þess, að hræra
vel í á meðan. Raspinu og
kældum rabarbaranum raðað til
skiptis í skál og látið standa í
nokkra klukkutíma. Borið fram
með þeyttum rjóma.
RABARBARA SALAT.
2 rabarbaraleggir, salt, sykur,
pipar, edik.
Rabarbarinn er flysjaður og
skorinn í eins þunnar sneiðar og
hægt er. Salti stráð á og pressað
í 1—2 klukkutíma, en þá er leg-
inum hellt af og blanda af edik-
inu, sykrinum og piparnum hellt
yfir. Gott með kjöti og fiski.
RABARBARAKOMPOT.
500 gr rabarbari, 250 gr sykur,
2 dl vatn.
Ljúffengast er að flysja legg-
ina og skera þá svo í bita, en séu
þeir nýir og smáir þarf þess ekki.
Sykur og vatn soðið saman og
bitunum bætt út í, en þeir eru
teknir upp úr jafnóðum og þeir
eru meyrir. Þeir mega alls ekki
sjóða í graut. Það má svo jafna
sósuna upp með svolitlu kart-
öflumjöli, en það er ekki nauð-
synlegt.
★
HYAÐ KOM FYRIR
BABY JANE?
Framhald af bls. 11.
Frú Bates mjakaði myndarleg-
um kroppnum á sér framar í
stólinn og dró úr tónhæðinni með
mvndinni. Hún brosti að sælum
endurminningum, um leið og hún
sneri sér að Harriett Palmer, sem
sat á legubekknum hinum megin
við kaffiborðið.
„Ó, ég man, að þegar ég sá
þcssa mynd í fyrsta skipti, fannst
mér lnin bókstaflega stórkostleg.
Clude bauð mér — á sunnudegi.“
Þegar hún sá, að bollinn var
tómur hjá Harriett, stóð hún á
fætur og tók hann. „Hún var
sýnd í garnla Majestic-bíóinu.“
Harriett Palmer brosti vinsam-
lega og kinkaði kolli. „Ég held,
að ég Iiafi séð liana, en ég er þó
ekki alveg viss. Manstu, hvenær
hún var gerð?“
Frú Bates nam staðar í dyrun-
um fram á ganginn. „Þrjátíu og
fjögur. Það var sagt i dagskránni
í blöðunum.“
Þegar hún kom aftur með full-
an bollann, gekk hún að borð-
inu og lét hann fyrir framan
Harriett.
„Ég skal segja þér, ég held, að
ég liafi ekki látið neina mynd með
Blanche Hudson fara fram hjá
mér.“ Hún leit aftur á viðtækið
til að vera viss um, að auglýsing-
in væri enn í gangi. „Ég var svo-
mikill aðdáandi hennar — alveg
þangað til hún varð fyrir slys-
inu. Ó, manstu, þegar það kom
fyrir? Það var svo ægilegt -— mér
fannst næstum eins og það hefði
komið fyrir einhvern i fjölskyld-
unni minni.“
Harriett sötraði kaffið, leit
upp og kinkaði kolli. „Já, ég skil.
Hún var falleg. Mér finnst það
enn.“
Það var mikill munur á þessum
tveim konum þarna í daufu
lampaljósinu, þótt báðar væru
fyrst á sextugsaldri. Frú Batcs
var óneitanlega feitlagin i and-
liti og á likama, og virtist hún
heldur eldri en Harriett Palmer,.
sem Iiafði gætt þess að fitna alls
ekki. Frú Bates liafði ekki hirt uin
það, þótt hár hennar hefði orðið
grátt með eðlilegum liætti, en frú
Palmer hafði litað hár sitt, svo að
það var í senn ljóst og silfurgrátt.
Frú Bates var í víðum morgun-
kjól með daufu blómamynztri, en
Harriett var klædd svörtum stð-
buxum og hvítri silkiblússu. Frú
Bates var nýflutt til borgarinn-
ar frá Fort Madison í Iowa-fylki,
en Harriett hafði alla ævi átt
heima í Hollywood i Kaliforníu.
Þrátt fyrir hinn mikla mun,
^g _ VXKAN 35. tbl.