Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 49
sem á þeim var, hafði konunum komið saman með miklum ágæt- um frá þeim degi, þegar frú Bates settist að í Hillside Terrace. Frú Bates, sem verið hafði ekkja i tæpt ár, hafði flutzt til Kaliforniu, af þvi að allt liið gamalkunna lieima hafði orðið sár endur- minning um manninn, sem hún liafði lifað með í hamingjusömu hjónabandi, unz hann andaðist. Harriett Palmer var gift lögfræð- ingi, sem var oft á ferðalögum. Þar sem báðar voru í dálitlum vandræðum með sig, voru þær fegnar að kynnast og drepa tim- ann i sameiningu. Eins og þetta kvöld sátu þær oft á kvöldin í liinni þægilegu setustofu frú Bat- es og fylgdust með sjónvarpinu. „Hefur þú nokkru sinni séð hana?“ spurði frú Bates. „Ég á við — lætur hún nokkru sinni sjá sig úti “ Harriett hristi höfuðið hiklaust. „Ekki svo, að mér sé um það kunnugt. Jú, ég bef séð liana til- sýndar — vitanlega — i bilnum, þegar þær hafa stundum farið út að kéyra — en ekki svo nærri, að maður gæti áttað sig á þvi, hvernig hún er raunverulega út- lits. Ég geri ráð fyrir, að hún hljóti að vera orðin að minnsta kosti fimmtíu ára.“ Frú Bates brosti með dálitlu hiki. „Ég skal segja þér — þótt ég ætti í rauninni ekki að gera það — en þegar ég keypti þetta hús, þá réð það i rauninni úr- slitum, þegar þeir sögðu mér, að Blanche Iludson ætti heima í næsta húsi. Er það ekki kjánalegt af konu á minum aldri? Og ég hef ekki einu sinni séð henni bregða fyrir.“ „Já,“ sagði Harriett og brosti, „það slær dálitlum ljóma á þetta gamla hverfi við þetta. Það var verulegur hópur kvikmynda- stjarna, sem bjó hér í gamla daga, en hún er nú orðin ein eftir.“ Frú Bates kinkaði kolli. „Heima í Fort Madison sá maður aldrei neinar kvikmyndastjörnur — nema í kvikmyndahúsum." Henni varð litið til franska gluggans, sem fyllti næstum allan austur- vegginn og út i náttmyrkrið úti fyrir. Hudson-liúsið, hvítt, tvi- lyft afskræmi i Miðjarðarhafsstíl, sem greina mátti eins og draug fyrir endá garðsins. „Getur hún alls ekki gengið?“ „Ég veit það ekki. Ég held, að mér hafi einhvern tíma verið sagt, að hún gæti aðeins notað annan fótinn að litlu leyti. En svo virðist, að hún verði að vera i hjólastól öllum stundum.“ Frú Bates skellti í góm, til að láta i ljós samúð sína. „Mér mundi þykja mjög gaman að hitta ,hana,“ sagði hún með þrá i röddinni. „Ósvikna kvikmyndastjörnu. Ég er stundum að hugleiða . . .“ En röddin hljóðnaði. „Hugleiða hvað?“ „Æ, það er enn ein vitleysan í mér,“ ságði frú Bates og sneri sér aftur að gesti sínum. „Ég eyði svo miklum tíma úti í garðinum. Stundum, þegar ég er þar úti, er ég að velta þvi fyrir mér, hvort hún muni fylgjast með mér —.“ Hún þagnaði og gaut augunum snögglega að sjónvarpsviðtækinu. „Ó, myndin er byrjuð aftur!“ Hún flýtti sér að tækinu og jók tón- magnið aftur. ☆ Ljóshærða stúlkan og önnur stúlka stóðu á fjölförnu götu- horni fyrir framan veitingahús. Þegar kvikmyndavélin færðist nær þeim til að taka myndir úr miðlungsfjarlægð, leit liún á arm- bandsúrið sitt og horfði svo með nokkrum kviða niður eftir göt- unni. Kjóll hennar var einfaldur og fallegur, og aftur myndaðist geislabaugur um höfuð hennar, þegar sólarljósið féll á ljóst hár hennar eins og tunglskinið nokkru áður. Hin stúlkan var lægri og þrekn- ari. Andlit .hennar var eins og á dálítið duttlungafullum skógar-. púka, svo að hún var í senn spaugileg og dapurleg ásýndum. Hár hennar var allt í skringileg- um tappatogaralokkum. Kjóll hennar var iburðarmikill og smekklaus, og hún hafði verið alltof örlát við sjálfa sig, þegar hún bar lit á varir sínar og um- hverfis augun. Þegar Ijóshærða stúlkan sneri sér að henni, setti hún upp stór augu og heimsku- leg, eins og hún væri að reyna að vera skopleg. „Ef þeir koma ekki fljótlega,“ sagði ljóshærða stúlkan, „þá er ég lirædd um, að við fáum ekki að borða.“ Dökkhærða stúlkan kinkaði kolli hressilega. „Það er hverju orði sannara. Við verðum að vera komnar aftur i skrifstofuna eftir tuttugu mínútur.“ „Jæja, við gefum þeim enn fimm mínútna frest — og svo för- um við hara.“ „Samþykkt. Það er heldur ekki mikil þörf fyrir karlmenn, þegar hver á að borga fyrir sig.“ ☆ Harriett settist snögglega fram á stólbríkina og benti á viðtækið. „Þarna er hún!“ sagði hún. „Hin, á ég við — þarna! — systirin!“ Frú Bates starði forviða. „Dökkliærða stúlkan?“ spurði hún. „Já, manstu það ekki. Það var í hverjum samningi Blanche, að félagið varð að nota systur henn- ar í öllum myndum hennar. Ég I mundi það ekki fyrri en núna. Það var sagt frá því í öllum aug- lýsingum, sem um hana fjölluðu.“ „Ó—já, ég man það núna. En ég vissi aldrei, hver hún var. Nú dámar mér ekki. Hefur þú ein- livern tíma hitt hana?“ „Hana “ Harriett leit á vin- konu sína og lyfti brúnum. „Það er enginn, sem hittir hana. Hún er einkennileg — skrítin — það segja allir.“ Hún andvarpaði. „Ég er stundum að hugsa um þær tvær þarna í stóra húsinu — al- einar. Þær virðast elcki hafa neitt fyrir stafni — og það virðist heldur enginn koma í heimsókn til þeirra. Það lilýtur að vera óskaplegt . . .“ Frú Bates leit aftur í átt til frönsku hurðarinnar og nætur- innar handan hennar. „En það er samt íallega gert, að hún skuli hafa verið hjá Blanclie allan þennan tíma til að hjúkra henni. Hún hlýtur að vera alveg sér- staklega góð kona að vilja fórna sér þannig fyrir hana.“ „Já, það getur verið,“ sagði Harriett myrkri röddu, „og getur verið ekki. Annars er haft fyrir satt, að hún hafi átt einhvern þátt í slysinu, skal ég segja þér.“ Frú Bates leit snögglega á hana. „Var það? Slysinu, þegar Blanche meiddist?" Harriett kinkaði kolli. „Það gekk einhver saga um það um þær mundir, hvernig þetta liefði vilj- að til. Ég man ekki lengur ná- kvæmlega, hvernig sagan var, en þetta áttj að vera henni að kenna að einhverju leyti.“ Ó, hvernig gat það verið? Þetta var bara ósköp venjulegt bílslys, var það ekki?“ Harriett bandaði frá sér með annarri hendinni, eins og liún vildi ekki ræða málið frekar. „O, það er alltaf talað um slíka at- burði hér. Maður veit eiginlega ekki, hverju maður á að trúa.“ Frú Bates kinkaði kolli hugsi. „Ég er búin að gleyma, hvað hún heitir,“ sagði hún. „Þú liafðir einu sinni sagt mér það, var það ekki “ „Jane — liún heitir Jane,“ svaraði Harriett. „Hún var líka fræg einu sinni, skilst mér, þeg- ar hún var lítið barn. Þú manst kanski eftir henni þá — hún var kölluð Baby Jane Hudson.“ „Þarna eru þær.“ Sviphreini, ungi maðurinn, sem var nú i verkamannafötum, benti upp eftir götunni. Með honum var lágvax- inn maður og feitur. „Hvor ier Gertie?" sagði sá feiti, en bætti svo við: „Nei, þú þarft ekki að segja mér það.“ Hann liristi höfuðið. „En mikið andskoti er liún rennileg, þessi Meg. Það er ekki að furða, þótt þú sért vitlaus í lienni.“ Svo bar fundum þeirra saman, og sá feiti bauð vinkonu Meg arminn með uppgerðarkurteisi, um leið og hann gerði að gamni sinu við hana, en hún svaraði á sama hátt. Stúlkan með dreymnu augun leit á sviphreina, unga manninn með aðdáun, lagði hönd sína i lófa hans og svo horfðu þau bros- andi á eftir vinum sínum, sem héldu leiðar sinnar eftir götunni. ☆ Stúlkan á sýningartjaldinu brosti, og konan, sem sat í hjóla- stólnum úti i hálfdimmu liorninu, virtist rétt sem snöggvast að því komin að fara að gráta. Blanche Hudson hafði ekki augun af sjón- varpsviðtækinu, 'en bar um leið aðra höndina upp að hálsinum og hélt henni þar með lófann fram, eins og hún væri að reyna að verjast. „Tunglskin á Fimmtu breið- götu“ var hin þriðja gamalla kvikmynda, sem Blanche hafði séð á aðelns mánuði að undan- förnu, og í hvert skipti fannst henni eins og hún væri enn lirör- legri en liún var raunverulega. Hún hafði nú verið öryrki í meira en tuttugu ár, og hún hafði ÚNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá NÓ A, HVAR E R ORKIN HANS NOA? I»að cr alltaf sami lcikurinn í hcnnl Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Ver^Jlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgcrð- in Nóio Nafn Heimili Örkin cr á bls. Síðast cr dregið var hlaut verðlaunin: ANNA K. KRISTINS, Björk, Seltjarnarnesi. Vlnninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. VIKAN 35. tbl. — 4Q

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.