Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 10
NY FRAMHALDSSAGA Þær eru systur og á dans- ik dögum sínum höfðu þær báðar verið frægar ir leikkonur. itr Nú voru þær afdankaðar og ^ önnur þar að auki í 'jff hjólastól. -fc Það var hún sem verið hafði iV hin fræga barnastjarna, Baby Jane í æsku. FORLEIKUR 1908. Þær biðu þarna í djúpri sumar- forsælunni í húsasundinu, þessi hópur virðulegra, ungra kvenna ásamt ókyrrum dætrum þeirra. Konurnar voru í síðum pilsum og sumarblússum og báru barða- stóra hatta á höfði. Telpurnar litlu voru í strekkjuðum, felldum pilsum og á höfði báru þær litla hatta með fjölda mislitra borða. Margar þeirra voru úr beztu fjöl- skyldum borgarinnar, af því tagi sem sást að jafnaði ekki, þegar efnt var til fjölskemmtana, jafnvel þótt um sýningar væri að ræða, sem einungis voru ætlaðar kven- kyninu. Það var hið einstæðasta að- dráttarafl þeirrar skemmtunar, sem leikhúsið hafði upp á að bjóða að þessu sinni, sem hafði fengið þær til að safnast þarna saman. „Baby Jane“ Hudson — sem kölluð var í auglýsingum „dansi- dúkkan frá Duluth — var svo hátt hafin yfir allt ámæli um rudda- skap, að þær gátu vel verið þekkt- ar fyrir að standa þarna í sund- inu og bíða eftir að fá að sjá hana enn einu sinni, áður en þ’ær héldu heim og hún til næstu borgar, þar sem sýna skyldi. „Það er sagt, að hún sé miklu eldri en nokkur vill viðurkenna!“ Þetta sagði kona með rauðan hatt á höfði. „Það er sagt, að hún sé bara lítil eftir aldri.“ Vinkona hennar, bleikklædd frá hvirfli til ilja, leit sem snöggvast á alvörugefna telpuna, sem hún leiddi við hlið sér, og hvíslaði síðan í lófa sinn. „Ég hefi nú frétt, að henni hafi verið gefið whisky til þess að draga úr vext- inum.“ „Nei!“ „O, ég trúi því nú raunverulega ekki! Trúir þú því?“ Það var líka sagt um Baby Jane, að hún væri raunverulega dverg- ur, sem hefði verið færður í brúðuföt. Sumir héldu því fram, að hún hefði fæðzt altalandi. Andatrúarhópur í Fíladelfíu trúði því, að telpan væri gædd anda mikillar leikkonu, sem notaði hana til þess að lúta mannkynið njóta listarinnar handan yfir móðuna miklu. Hvað sem um allt þ'etta er, þá er víst, að Baby Jane átti engan sinn líka. Hún var þekkt um all- ar jarðir. Spakmæli hennar, prentuð á lítil spjöld eða miða, voru sett í konfektöskjur til að örva söluna. Fyrir tíu sent var hægt að fá mynd af henni — með eiginhandaráritun og „ást og kossum". Baby Jane var ósvikin stjarna. Og þess vegna fór kipp- ur um litla hópinn, sem stóð í sundinu við bakdyr leikhússins, þegar dyrnar opnuðust allt í einu, og Baby Jane gekk fram á tröppu- pallinn. Hún var lágvaxið barn og sam- anrekið, augun stór og skær, hár- ið dökkt, hvítklædd frá hvirfli til ilja. Kjóllinn hennar og hanzk- arnir voru úr hvítum knippling- um. Silkiborði var um hana miðja, og annar úr sama efni um hatt- inn hennar. Sterklegir fótleggir voru í hvítum sokkum, og upphá stígvélin úr mjúku, hvítu kið- lingaskinni. Hrokkið hárið, sem féll niður á axlirnar, var hrafn- svart til samanburðar. Við fyrstu sýn var hún ná- kvæmlega eins og hvftur engill. En sú hugsýn varð að engu, þegar menn tóku eftir reiðinni, sem brann úr andliti hennar, og sáu, hvernig hún kreppti hnefana. „Ég vil ekki, ég vil ekki — ég SKAL ekki!“ Skræk rödd Baby Jane bergmálaði milli húsveggj- anna. „Ég fer ekki aftur í gisti- húshreysið — og ég vil ekki fá mér blund. Þið getið ekki neytt mig til þess!“ Viðkunnanlegur maður, dökk- ur yfirlitum, kom rétt á eftir henni, kraup nærri henni og seildist eftir henni. Um leið kom góðieg kona út um dyrnar með ungbarn í fanginu. „Ray ...“ sagði konan. En maðurinn sinnti aðeins Baby Jane. „Janie, ekki vera óþekk, elskan. Þú verður að fá þér blund. Þú veizt--------.“ Ég vil það ekki!“ orgaði Baby Jane. „Ég skal ekki einu sinni loka augunum. Þið getið elcki neytt mig til þess!“ Manninum varð litið á mann- þröngina og reyndi að brosa. „Vertu nú góða telpan hans pabba, gerðu það, og . . .“ Baby Jane stappaði í jörðina. „Nei!“ orgaði hún. „Nei — nei — NEI!“ „Heyrðu, Janie . . .“ konan gekk fram, en þá fór barnið í fangi hennar að kjökra. „Svona, svona,“ sagði konan til að sefa það. Faðirinn ræskti sig. „Ætlarðu að láta þessa góðu vini þína halda, að þú sért óþæg telpa.“ „Mér er alveg sama! Ég vil bara fá ís!“ Baby Jane reyndi að slíta sig af honum. „Ég vil fá hann, og ég skal fá hann!“ „Janie, það er útrætt mál, og ..“ Telpan leit sem snöggvast á kvenna- og telpnahópinn. „Ég vil JQ — VIKA.N 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.