Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 12
SPORT EÐA BARR BRJALÆÐI ítalinn Enzio Ferrari smíðar sportbíla, sem þykja taka öllu öðru fram og unnu yfirburðasigur í Le Mans keppninni. Hér er mynd af Ferraristæðinu. Vélfræðingar verksmiðjunnar undirbúa einn af þeim ellefu bílum frá Ferrari, sem tóku þátt í keppninni. 24 STUNDIR UPPA LIFOG DAUÐA L E M A N S kappaksturinn í Frakklandi stendur í heilan sólarhring og er einn sá erfiðasti í heiminum. Þar eru allt saraan beztu sportbílar heimsins, sem fara á 150 km hraða í beygjur og 300 km á beinum brautum. Þetta er órólegur tími fyrir aðstandendur og vini þeirra, sem leggja sig í lífshættu á brautunum. — VIKAN 35. tbl. Af öllum hinum árlegu og stóru kappaksturkeppn- um heimsins, er keppnin í Le Mans í Frakldandi fræg- ust. ÞaS er viðburöur, sem fjöldi fólks bíður eftir með óþreyju og aðdráttaraflið sést hezt af því, að 300 þús- und manns koma til að horfa á. Brautin er hring- laga, en hringurinn e r mjög mjór og það eru allavega mishæðir og beygjur á brautinni. Hún þykir afar erfið. Sumsstaðar eru allt að vinkilbeygjur, annarsstaðar krappar S-beygjur. Þessi keppni er gífurleg mann- raun fyrir þá, sem taka þátt i henni. Þegar flaggið fellur, standa ökumennirnir í röð og taka viðbragð eins og spretthlauparar, stökkva uppí hílana og siðan er gefið benzín í hotn. Bílarnir spóla á málhikinu og það kemur lykt af sviðnu gúmmíi. Keppnin er hafin og það líð- ur nákvæmlega einn sólar- hringur þar lil henni lýkur. Þetta virðisl vera ofurmann- Fraraaald á bls. 47. Þetta er frú Rodriguez, kona Petro Rodrigues, sem er einn skarpasti kappakstursma'öur f heimi Hann var óheppinn, ók brezkum Aston Martin sem bilaði eftir 12 klukkustunda akstur. Frúin fyigist með og er dálítið áhyggjufull.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.