Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 19
Nú er önnur uppskera rabarbarans að verða þroskuð, og þó að sú fyrsta sé fíngerðari og ljúffengari, er sjálfsagt að notfæra sér allan þann rabarbara, sem kostur er á. RABARBARA-HRÁSAFT. 6 kg rabarbari (helzt vínrabarbari), 5 1 vatn, 40 gr vínsýra, 4 gr bensosúrt natrón, 250—500 gr sykur í hvern lítra af saft, og 1 gr bensosúrt natrón. Leggirnir þvegnir vel og skornir í bita. Vatninu, vínsýrunni og 4 gr benso- súru natróni hellt yfir og eitthvað lagt ofan á, svo að leggirnir fljóti ekki upp. Látið standa í þrjá daga, en þá er það lagt í sigti og vatnið látið renna af í 2 tíma. Sykurinn látinn í og 1 gr af benso- súru natróni í hvern lítra af saft. Hrært í saftinni þar til sykurinn bráðnar. Bæta má meiri sykri í ef saftin er of súr, en að lokum er saftin síuð, flöskunum lokað og geymdar á dimmum og fremur köld- um stað. SOÐIN RABARBARASAFT. í hana má svo nota leggina úr hrá- saftinni, sem eru þá soðnir með ca. 8 1 af vatni. Soðið í 15 mín. og síað vel. Syk- ur settur í eftir smekk, þó ekki minna en 1 kg. SAFT ÚR RABARBARABLÖÐUM. Blöðin eru þvegin vandlega, skorin smátt og soðin í svolitlu vatni í hálftíma, eða þar til þau eru komin í mauk. Síað og saftin mæld. 600 gr sykur látinn í 1 1 af saft og soðið í 15 mín. Þessi saft er ekki sterk, en það er ágætt að blanda henni saman við aðra saft, eða nota hana t. d. í litlausar súpur eins og hvíta sagó- súpu, þar sem hún er næstum litlaus. SAXAÐUR RABARBARI. 5 kg rabarbari, 2 gr bensosúrt natrón. í þetta verður að velja beztu leggina og varast að trénaðir leggir séu með. Einn og einn leggur er hakkaður í hakka- vél og bensosúru natróni hrært saman við, en það hafi áður verið leyst upp í 2 matsk. af heitu vatni. Hellt á stútvíðar flöskur, tappi settur í og lakkað yfir. Geymist á köldum stað. RABARBARABITAR í VATNI. Rabarbari, 1 1 vatn, % gr bensosýra. Leggirnir skornir í bita, lagðir í gler- krukkur eins þétt og hægt er. Vatn soðið og kælt aftur og í hvern lítra er sett % gr bensosúrt natrón, sem hefur verið leyst upp í svolitlu volgu vatni. Vatninu hellt yfir rabarbarann og látið fljóta vel yfir. Bundið yfir krukkurnar og geymd- ar á köldum stað. Það verður að gæta þess vel, að nota nákvæmlega það sem uppgefið er af bensosúra natróninu, því að annars getur komið of mikið bragð af vatninu. RABARBARASULTA. Venjulega er notað jafnt af sykri og rabarbara og þarf þá ekkert rotvarnar- efni í sultuna. Aður fyrr var það venjulega soðið í nokkra klukkutíma, en nú á dögum oft ekki nema rúman klukkutíma. Rabarbarinn verður að liggja með sykrinum í nokkra klukku- tíma áður en byrjað er að sjóða, svo að sykurinn bráðni að mestu. Gott er að hafa kanilstengur og negulnagla í sult- unni, en líka má nota svolítið engifer (í bitum). Börkur af sítrónu gerir einnig gott bragð. Ef minni sykur er notaður, verður að nota bensosúrt natrón, eða atamon eða betamon. RABARBARAMARMELAÐI MEÐ FlKJUM. Va kg rabarbari, 375 gr sykur, 8—10 gráfíkjur.. Leggirnir skornir í litla bita og látnir liggja með sykrinum í 2 sólarhringa. Fíkjurnar lagðar,, í..bleyti yfir nótt og öllu síðan bland^ð saman og soðið í ca. hálftíma eða þar til maukið er hæfilega þykkt. Hrært í öðru hverju og froðan tekin ofan af. Látið í glös og bundið yfir þegar það er kalt. RABARBARA-TÓMATMAUK. 1 kg tómatar og rabarbari, 750 gr sykur. Rauðir og grænir tómatar eru soðnir með rabarbaraleggjunum og sykrinum og síðan notað sem marmelaði og í grauta. RABARBARAMARMELAÐI MEÐ GULRÓTUM. Va kg rabarbari, Vi kg gulrætur, 1 kg sykur, safi úr 2 sítrónum. Gulræturnar skornar í þunnar sneiðar Framhald á bls. 48. Fljótgerðir inniskór Þessir inniskór eru bæði þægi- legir og léttir og mjög auðvelt að búa þá til. Mál er tekið af fætihum, og sóli klipptur út eftir því, í eitt- hvert mjúkt efni, svo sem flóka eða svampþynnu. Er sólinn síðan saumaður neð- an á venjulegar prjónaðar hosur. Nauðsynlegt er, að sólarnir séu úr mjúku efni, svo skórnir falli vel að fæti. Þá eru þeir líka þægilegir og enginn hávaði verður, þótt krakkarnir dragi sólana eftir gólfunum, þegar þau eru að leika sér inni. Bendlaband er saumað yfir samskeyti hosu og sóla, og með- fylgjandi mynztur saumað með ullargarni, í tveim til þrem lit- um. * VIKAN 35. tbl. — jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.