Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 35
„Er það þess vegna, sem þú varst í frakka af föður þínum um nóttina, sem þú myrtir Dolly?“ „Það vildi bara svo til, að hann var í bílnum, og mér var kalt.“ Það fór hrollur um hana, er hún hugsaði til baka. „Það er ekki satt, að ég hafi ætlað að skella sökinni á hann. Ég elskaði föður minn. En hann elskaði mig ekki.“ „Hann elskaði þig allt fram á dauðastundu sína, Harriet." Hún hristi höfuðið, og byrjaði svo að skjálfa ofsalega. Ég lagði handlegginn um axlir hennar, og gekk með henni út úr kirkjunni. Sterk sólin kom í fang okkar, er við opnuðum dyrnar. Betli- kerlingin stóð fyrir utan eins og svartur sótraftur í sólskininu. „Hvað tekur nú við?“ sagði Harriet, og drúpti höfði. „Það fer eftir því hvort þú ætlar að leita hælis hér. Við get- um farið til baka saman ef þú vilt.“ „Ætli það sé ekki bezt.“ Betlikerlingin hélt úti hend- inni. Ég gaf henni aura aftur. Ég gat ekkert gefið Harriet. Við gengum út í vaxandi sólskinið eftir grófum malarstígnum. * ENDIR. CHRISTINE KEEIiER. Framhald af bls. 9. hans. Þeir eru allir frekar tor- tryggnir frá náttúrunnar hendi og í gegn um starf sitt. Ég vil helzt trúa því, að ég hafi verið svo heppin að hitta Rússa, sem átti til mannlegar tilfinningar í r.'kum mæli. Ég sjálf er ekki neitt — og samt er ég allt. Mjög venjuleg, ensk stúlka. sem hef komizt fram úr skugga almúgafólksins fyrir einkennilegar tilviljanir. Hvað sem annars má um mig segja, þá vil ég halda því fram, að sam- band ekkar Ivanov hafi verið hreint og fágað. Við áttum marg- ar góðar stundir saman, þrátt fyrir ólíkar ættjarðir, tungumál og líísviðhorf. Hann talaði mjög góða ensku. Svo hafði hann einn- ig til að bera þennan óáþreifan- lega eiginleika, sem gerir það að verkum, að öllum geðjaðist að honum. Af skiljanlegum ástæðum hló ég að mörgum af hugmyndum hans. Allir vita, eða ættu að vita, að Rússar eru mjög gamaldags þenkjandi þjóð. Þeir geta gert stórkostlega hluti, eins og til dæmis að senda sputnika upp í háloftin, en þegar maður talar við mennina, sem taka þátt í þessum atburðum, eins og til dæmis Ivanov, þá er það helzt eins og að tala við afa gamla og ömmu. Hann setti sig upp á móti því að ég gerðist sýningarstúlka. Hve gamaldags er hægt að verða? Og samt fannst honum ég vera falleg. En ég held nú að allir karlmenn séu svona. Ég kenndi honum meira um London en nokkur annar. Og samt hitti hann fjölda fólks. Eug- ene hafði mjög skemmtilegan eiginleika. Hann stóð alltaf við sína meiningu. Margir báru virð- ingu fyrir honum fyrir þetta at- riði. Hann var einnig mjög sam- vizkusamur. Hann gerði engan hlut til hálfs. Ef hann var í Lond- on, þá vildi hann vita allt um London. Það var mér að þakka, að hann fékk vitneskju um svo margt í London. Allt vildi hann reyna. En það, sem hann háfði mestan áhuga á, var bridge. Hann var alltaf að spila bridge, eða það fannst mér að minnsta kosti. Og aldrei gleymi ég konunni, sem hann leigði hjá. Þannig var nú ástandið þegar við byrjuðum að elskast. Dagur- inn hafði liðið í glaum og gleði. Forseti Pakistan, Ayub Khan var einn af gestunum í boðinu. Hann var meira enskur en nokkur af Englendingunum, sem voru við- stddir. Hann var mikill á velli eins og Ivanov, og fullur af fjöri og galsa. Einu sinni greip um fót- legginn á mér og skellti mér í sundlaugina. En Ivanov átti hug minn allan. Hann var svo virðulegur og hnarreistur, og vildi ekkert við mig tala. Hann hafði sína eig- inkonu og stöðu og allt það, sem því fylgdi. En þetta var að- eins á yfirborðinu. Undir niðri vissi ég, að hann langaði alveg eins mikið í mig og mig í hann. Það var hrein tilviljun, að Jack Profumo var einnig við sundlaug- ina, og bað mig um símanúmerið mitt. Ég hefði getað farið til London með Jack þá á stundinni. En ég hafði þekkt Ivanov lengur. Jack hafði ég aðeins þekkt í tólf klukkustundir. Þegar Jack sneri sér aðeins frá mér, þar sem ég lá, endilöng á laugarbarminum, gaf Ivanov sig fram. Þegar hann spurði mig hvort ég vildi ekki koma með sér til Lond- on á undan hinum, þá var ég ekki sein á mér að segja já. Þannig skeði það, að Ivanov varpaði frá sér sínum föstu lífs- reglum og stolti. Hann hafði flösku af vodka meðferðis. Við sátum í íbúð Stephsn Ward. Við sátum, drukkum og töluðum langa stund. Ég var ekki alveg viss um á hverju ég átti von. Sú tilfinning, sem við bárum hvort til annars, var of sterk til þess að hún yrði bundin af neinum venjulegum að- ferðum. Allt í einu byrjaði hann að kyssa mig. Ég fann gróft hár hans við háls minn. Ég missti glasið mitt. Ég vissi ekkert hvað varð af því. Ég veit ekki hvað varð af hans glasi heldur. Ég rcif mig úr faðmi hans. Ég var jafn örvingluð og ég var glöð. Drottinn minn dýri, mig hafði þó ahtaf langað til þess að þetta sksði. Af hverju var ég þá að streitast á móti. Ég var hrædd, hrædd um að hann mundi sjá eftir öllu saman, eða að ég myndi sjá eftir öllu sr.man. Ég reis upp til hálfs á legubekknurn. Ég endurtck i sí- fellu „Nei, neii“ En ég meinti alls ekki það sem ég sagði. Hann elli mig um herbergið. L:tið borð valt um koll. Hann krcaði mig af inni í horni, inni við dyrnar. Ég gafst upp. Hann hélt áfram að kyssa mig. Ég gerði úrslitatilraun til þess að kamr.st undan. En hann hélt mér fastri. Frá því augnabliki kastaði ég cinnig öllum hömlum á dyr. En ég var þess meðvitandi allan tím- an. hve mikill álitshnekkir þetta yrði honum gegn sjálfum sér. Ég var hrædd um, að hann mundi hata mig. Á eftir gat ég fundið hve illa honum leið. Þessi djúpa, dimma vanlíðan, sem hann hafði sagt mér, að allir Rússar fjmdu til, þegar þeir hefðu gert eitthvað, sem þeir vissu að þeir hefðu ekki átt að gera. Hann var mjög mið- ur sín . . . Hverjar eru svo hugsanir stúlku undir slíkum kringum- stæðum? Gleði yfir að hafa verið með manninum, sem hún elskaði? Víma yfir unnum sigri? Ég get ekki sagt með sanni, að hugsanir mínar þá stundina hafi verið þær skemmtilegustu, sem ég hef átt. En njósnir? Þær hugsuðum við hvorugt um. Það, sem skeð hafði á milli okk- ar, var eins gamalt og tíminn sjálfur — nokkuð, sem var eins skiljanlegt á ensku og rússnesku. Aldrei óraði mig fyrir að ég ætti eftir að verða stúlkan, sem næstum því felldi brezku stjórn- ina. Ég ber ekkert skynbragð á æðri stjórnmál, og hefur aldrei langað til þess. Það eina, sem ég veit, er að ég leyfði Eugene Ivan- ov að elska mig þegar ég var ung, frí og frjáls. Framhald í næsta blaði. VIKAN 35. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.