Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 25
inu. Það glansaði einkennilega,
eins og glerhúðaður blómstur-
pottur. „Ég hata Blackwell-
nafnið. Ég vildi að ég héti Smith
eða Jones eða Gomez.“
„Það myndi engu breyta. Þú
getur ekki losnað undan því, sem
þú hefur gert.“
„Nei.“ Hún hristi höfuðið í al-
gjörri uppgjöf. „Það er engin
von fyrir mig eftir. Ég er búin
að vera hér síðan snemma í
morgun í leit að friði og ró. Fólk-
ið virtist svo hamingjusamt, þeg-
ar það kom til messu í dag. Svo
frjálst og friðsamt."
„Það er heldur ekki að reyna
að hlaupast á brott frá öðru lífi.“
„Kallarðu það líf, sem ég átti?“
Hún gretti sig, eins og hún ætl-
aði að gráta, en tárin komu ekki.
„Ég gerði það, sem ég gat til
þess að binda endi á þetta svo-
kallaða líf mitt. Fyrst var vatn-
ið of kalt. Svo stoppaði pabbi
mig. Hann brauzt inn í baðher-
bergið og stoppaði mig. Hann
batt um úlnliði mína og sendi
mig hingað. Hann sagði, að
mamma myndi líta eftir mér. En
þegar ég kom heim til hennar
í Ajijic vildi hún ekki einu sinni
koma út og tala við mig. Hún
sendi Keith út að hliði til þess
að koma mér í burtu með lyg-
um. Hann reyndi að segja mér,
að hún hefði farið burtu.“
„Keith Hatchen sagði þér sann-
leikann. Ég hefi bæði talað við
hann og móður þína. Hún fór til
Kaliforníu til þess að reyna að
hjálpa þér. Hún bíður þín nú í
Los Angeles.“
„Þú ert lygari." Raunir henn-
ar söfnuðust fyrir í hálsinum.
„Þið eruð allir lygarar, lygarar
og svikarar. Og pabbi þar með
talinn."
„Ekki hann. Hann reyndi að
hylma yfir þig. Hann elskaði þig,
Harriet."
„En af hverju sveik hann mig
þá með Dolly Stone?“ Hún otaði
fingrinum út í loftið eins og sak-
sóknari í réttarsal. „Hún sneri
honum á móti mér þegar við
vorum litlar. Ég var reyndar ekki
svo lítil, en hún var það. Hún
var svo falleg, eins og brúða.
Einu sinni keypti hann handa
henni brúðu, sem var nærri því
eins stór og hún. Hann keypti
líka eina handa mér alveg eins,
svona til sárabóta. En ég var
orðin of gömul til þess að leika
mér með dúkkur. Ég vildi bara
hafa pabba minn.“
„Segðu mér frá morðunum,
Harriet.“
„Ég þarf það ekki.“
„Þig langar til þess. Þú værir
ekki hér, ef þig langaði ekki til
þess að létta á hjarta þínu.“
„Ég reyndi að segja prestinum
það, en spænskan mín var ekki
nógu góð. Ekki ert þú neinn
prestur.“
„Nei, bara venjulegur maður.
En þú getur samt sagt mér það
allt. Af hverju þurftir þú að
Framhald á bls. 33.
humor i
miðri
viku
— Ég ætlaði að tala við enska dómarann
og mótmæla þessum dómi, sagði fyrirliði
sænska íshokkíliðsins eftir tapaðan leik í Bret-
landi, —■ en svo mundi ég ekki með nokkru
móti, hvað off side var á ensku.
Heilræði til ökumanna: Akið aldrei á gang-
andi mann. Það getur vel verið, að hann sé
ökumaðurinn á bílnum, sem stóð þar sem þér
ætluðuð að leggja yðar bíl, og sé nú á leið
að færa hann.
•
Gamall maður kom aðvífandi og settist að
í hótelinu í kaupstaðnum. Hann var með sítt,
grátt skegg, gekk í gömlum, gráum fötum á
gömlum, gráum strigaskóm. Strax fyrsta kvöld-
ið á staðnum stakk hann sínu kertinu í hvort
eyra, kveiktj á þeim og gekk einu sinni aðal-
götuna á enda og aftur til baka, með logandi
kertin í eyrunum.
Næsta kvöld gerði hann nákvæmlega þetta
sama, og nú fór þorpsbúum ekki að standa
á sama. Og þriðja kvöldið setti hreppstjórinn
á sig húfuna og gekk í veg fyrir manninn, þeg-
ar hann var aftur á heimleið.
— Hvers vegna gangið þér hér kvöld eftir
kvöld með logandi kerti sitt í hvoru eyra?
spurði yfirvaldið.
Gamli maðurinn brosti góðlátlega og svaraði:
— Ég heyri því miður ekki hvað þér eruð
að segja, góði minn, því að ég er með logandi
kerti sitt í hvoru eyra.
•
Bándariski hermaðurinn var nýkominn heim
frá Kóreu, þar sem hann hafði verið í tvö ár
samfleytt. Það urðu miklir fagnaðarfundir með
honum og hans ungu og fallegu konu, en fyrsta
morguninn vaknaði hermaðurinn við það, að
einhver kvaddi dólgslega dyra. Hann hentist
fram úr, þreif í konuna, sem lá við hlið hans
í rúminu og sagði:
— Guð minn góður, það er ég viss um að
þetta er maðurinn þinn.
Konan velti sér á hliðina og umlaði í svefn-
rofunum:
— Láttu ekki svona, elskan, hann, sem er
í Kóreú!
e
Sigurður Sigurðsson í lýsingu á landsleik íra
og íslendinga í knattspyrnu árið 1962: — Ég
sé nú ekki vel, hvað er að gerast; það er eitt-
hvað írafár þarna við íslenzka markið ...
•
Um það leyti, sem togarinn Milwood var
nýkominn í höfn hér, fór ungur maður, sem
þá var um það bil að ná stúdentsprófi með
ágætiseinkunn niður í Ríki til þess að fá sér
í eina kollu. En þótt hann væri kominn á lög-
legan brennivínsaldur, bar hann ekki árin utan
á sér og var synjað um afgreiðslu. Hann fór
þá að svipast um eftir einhverjum, sem væri
líklegur til þess að verzla fyrir hann, og sá
mann úti í horni, sem honum leizt vel á til
þeirra hluta. Hann vék sér að honum og sagði:
— Heyrðu, þú vilt víst ekki kaupa fyrir mig
eina sénever?
Hinn leit á hann með bros í augnakrók og
svaraði á enska tungu:
— I‘m Scotsh.
Stúdentinn verðandi var þegar með í leikn-
um og svaraði hlæjandi:
— Hí, hí, I‘m Genever!
•
Joe var nýkominn til borgarinnar og hafði
aldrei komið inn á þennan bar áður. Hann
stóð við borðið og var að sötra viskíið sitt,
þegar maður nokkur kom inn, gekk þegjandi
beint að veggnum andspænis dyrunum, upp
vegginn og síðan neðan á loftinu til dyra og
hvarf aftur út. Joe var gripinn skelfingu og
þreif í handlegginn á barþjóninum.
— Sástu þennan? spurði hann.
— Já, svaraði barþjónninn. — Hafðu ekki
áhyggjur af honum. Hann er hættur að drekka,
en kemur hingað bara af gömlum vana um
leið og hann fer heim úr vinnunni.
•
Og svo var að maðurinn, sem kom inn á
matsölustað og bað um disk af uxahalasúpu.
Þjónninn færði honum súpuna; maðurinn tók
við henni og hellti henni yfir höfuðið á sér.
Þjónninn fórnaði höndum í skelfingu og hróp-
aði:
— En góði maður, þetta var uxahalasúpa!
Hinum hnykkti við, og leit á þjóninn með
skelfingu í augnaráðinu.
— Guð minn almáttugur, sagði hann, — ég
sem ætlaði að panta blómkálssúpu!
Hér eru hættulegir sjúklingar
brigðir.
næstum heil-
VIKAN 35. tbl. — 25