Vikan


Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 29.08.1963, Blaðsíða 11
fá hann, ég VIL!“ Hún varð dreyr- rauð í andliti. „Ég vinn fyrir pen- ingum, svo að ég get fengið ]>að, sem ég vil! Þið getið ekki komið í veg fyrir það!“ „Jane, nú er nóg komið!" Telpan ætlaði að sparka í fæt- urna á honum. „Ég má fá hann, ef ég vil!‘ orgaði hún. Allir áhorfendur voru hljóðir, en barnið grét æ hærra. Þá kink- aði faðirinn kolli. „Gott og vel. Það er heitt í dag, og þú hefur víst unnið fyrir ís. En þú færð ekki fleiri í þessari viku. Skilur þú bað?“ Framkoma Jane gerbreyttist á augabragði. Hún var stillt og bljúg. , Já, elsku pabbi minn,“ sagði hún. Faðirinn tók upp vasaklút og strauk af enni sér. „Nú máttu ekki gleyma að heilsa þessum góðu vinum þínum hér . . .“ Baby Jane brosti snögglega, um leið og hún sneri sér að aðdá- endum sínum. Svo kyssti hún nokkrum sinnum á fingur til beggja handa og lét loks leiða sig niður þrepin. En konan með rauða stráhattinn sneri sér að vinkonu sinni og lyfti brúnum. „Herra minn trúr!“ stundi hún. „Hefur þú nokkru sinni séð ann- r.ð eins? Hvað ségirðu bara?“ Bleikklædda konan leit upp með skelfingu í augum. „Hvernig fer fyrir slíku barni? Drottinn minn! Getur þú látið þér til hug- ar koma?“ Iíonan með rauða hattinn hristi höfuðið. , Ég vorkenni nú fyrst og fremst hinum,“ sagði hún, „þeim, sem þurfa að búa með henni og þola hsna. Hugsaðu þér bara, hvers konar líf það fólk verður að þola!“ F Y R S T I H L U T I Fyrsti kafli. 1959. „Mér er alveg sama, hvað pablji segir. Ég elska þig, Meg. Hvaða máli skipta allar Stand- ish-milljónirnar I samanburði við engil eins og þig?“ Hann var sviphreinn, ung- ur maður með döklct, gljáandi hár, sem var sleikt niður með höfðinu. Þégar hann sagði þetta, leit stulkan á hann f-'igr- um, hrifnum augum. Hún lyfti brúnum, ag þá kom á hana sársaukafullur spurnarsvipur. Skært tunglskin, sem beint var að henni aftan frá, myndaði , geislabaug umhverfis skjanna- ljóst hár hennar. Hún var i organdi-blússu með viðuin ermum og pilsi, sem var mjög vítt fyrir neðan liné. Tónlist heyrðist utan úr undurfagurri nóttinni, eins og hún bærist úr sjálfu loftinu umhverfis þau. Lagið var lcallað „Tungl- skin á Fimmtu breiðgötu“. „En hann gerir þig arflaus- an, svo að þú færð ekki nokk- urn eyri, Ó, Jeff, þú hefur aldrei þurft að vinna fyrir þér.“ En ungi maðurinn var sterk- ur vegna ástar sinnar á henni, og hann brosti til að færa sönnur á hana. „Ég læri að vinna þin vegna, Meg. Mig langar til þess. Þú skalt sjá, að þú verður montin af mér.“ Stúlkan leit upp og horfðist í augu við hann, og þau augu hennar væru rök, var svipur hennar rólegur. „En það er ekki svo einfalt. Þú varst fæddur til —“ hún bandaði með höndunum til alabastur- stéttarinnar, sem þau stóðu á, stórhýsisins I baksviðinu, stórrar grasflatarinnar og gos- brunnanna á henni, glasanna með kampavininu, sem stóðu rétt hjá þeim — til alls þessa. Hefur þú nokkra hugmynd um, hvernig það er að búa i íbúð, þar sem ekkert er nema kalt vatn?“ „Það mundi vera sem himna- ríki — með þér.“ „Ó, Jeff, vesalings •— róman- tíski — kjáninn þinn!“ Meðan tunglskinslagið mal- aði jafnt og þétt áfram, féll- ust þau í faðtna. Augu hennar galopnuðust fyrst, en lokuðust svo, sennilcga í sæluvímu. Saxófónn emjaði, en hundrað fiðlur koinu titringi á loftið. Svo var eins og hávaðinn yfir- gnæfði allt, því að myndin dofnaði og allt hvarf . . . elsk- endurnir líka ... I þeirra stað birtist á tjaldinu maður með bauga undir augum og ein- kennilegt bros á vörum . . . „Mér þykir leitt að rjúfa þannig sýninguna á þessari skemm.tilegu kvikmynd, góðir áhorfendur, en þið munuð fagna þvi, af því að ég ætla að sýna ykkur, hvað ég hef að bjóða handa eftirlætishundin- um yðar . . .“ Framh. ú bls. 48.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.