Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 2
CAIRO HEITIR ÞETTA NÝJA OG GLÆSILEGA SÓFASETT. í í fullri alvöru: CAIRO-sófasettið er með springi í baki og lausum svamppúðum í sæti. - Á CAIRO-sófasettið má velja: belgísk, þýzk, dönsk og íslenzk á- klæði. B-deildin tekur í umboðssölu notuð húsgögn, ef þér skiptið, og fá- ið ný í Skeifunni. Skeifan annast þannig um allt. Selur yður ný húsgögn á góðum skilmálum og annast fyrir yð- ur sölu hinna gömlu. Ef yður vantar notuð húsgögn eða staka muni þá komið í B-DEILDINA 1 KJÖRGARÐI. SKEIFAN - Kjörgaröi - Sími 16975 Um málbreytingar Mér dreymdi í nótt, að ég var að festa bindinu á mig, en batt því svo fast, að mér kenndi til. Ég vaknaði, og: þá vantaði klukk- unni tíu mínútur í fimm. Ég vakti, þangað til hún var fimm mínútur í fimm, en þá sofnaði ég og mér byrjaði strax að dreyma aftur. Vonandi hefur einhverjum hnykkt illa við, þegar hann las þessar línur hér að framan. En hvað voru málvillurnar margar, lesandi góður? Mér telst til, að þær hafi verið átta. Og það í svona stuttum kafla. En svona talar og skrifar mjög stór hópur manna nú til dags og fer sífellt stækkandi. Mér (mig) dreymdi í nótt, að ég var að festa bindinu (bindið) á mig, en batt því (það) svo fast, að mér (mig) kenndi (fann) til. Fjórar villur af þessum fimm eru slæm einkenni þágufallssýki, en hin fimmta dönskuskotin. Vitaskuld höfum við tekið mörg ágæt orð og orðasambönd úr erlendum tungumálum, þeg- ar okkur hefur orðið orðvant á okkar ágæta máli. En ég finn alltaf til, þegar menn „kennir til“ — upp á svo að segja hreina dönsku, og líður vel, þegar þeir „hafa það gott“. Ég veit það full vel, að ef úti- loka ætti öll orð og orðasambönd, sem minna á eða eiga sér hlið- stæðu í málum nágrannaþjóð- anna, yrði okkur fljótlega orð- vant. En getum við ekki gert okkur nokkuð far um, að reyna að forðast notkun erlendra töku- orða og sambanda, þegar við eig- um indælis orð íslenzk yfir sömu hluti eða hugtök? Þeir hlutir eru "náttúrlega til, sem engin eða ófullkomin ís- lenzk orð eru til yfir. Þá dettur mér fyrst í hug þurrkan, sem notuð er til þess að þurrka mat- aráhöld eftir uppþvott, og næst- um því allir kalla vizkustykki. Þetta orð er náttúrlega eins fár- ánlegt og hugsazt getur, því frá- leitt getur heimskari tusku en þessa. En hér stendur íslenzk tunga á gati. Til eru orð eins og uppþurrkunartuska, diska- þurrka, uppþvottarýja og svo Framhald á bis. 51. 2 — VI KAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.