Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 30
Sjónvarpsstóllinn er kominn á markaðinn * Þægilegur Stílhreinn HÚSGAGNAVERZLUN AUSTURBÆJAR SKÓLA VÖRÐVSTÍG 16 — SÍMI 21620. í augum hans, sem annars voru raunaleg. En það var engin huggun. Aldrei á ævi minni hafði ég verið eins illa upplagður til að aðstoða við uppskurð. Poole gekk að borðinu, þreifaði á rif- beinum drengsins með fingur- góm vinstri handar og tók hníf- inn í þá hægri. Jimmy var sem sagt lítill sem fimm ára. Það var ekki mikill vöðvavefur til að skera í gegn- um og engin fita yfirleitt. Lungnahimnan var afhjúpuð og opnuð og vinstra lungað dregið til hliðar, svo að við sáum hvern- ig það dansaði fram og aftur. Ég beygði mig áfram og starði taugaspenntur. Bak við hjartað var stóra blóðæðin vafin utan um aðalpúlsæðina, aorta. Hin sérstæða sjúkdómsgreining var alveg rétt. Elliot og Poole höfðu alveg skapað sér rétta mynd af ástandinu, áður en brjóstkassinn var opnaður. Poole rannsakaði báðar æðarnar með figrunum. Er hún vafin alveg utan um, heyrði ég rödd Elliots á bak við mig. — Já, sagði Poole — alveg utan um. Ég ætla að losa blóð- æðina, stytta hana og láta hana leggjast samsíða aðalpúlsæðinni, en . . . . Péanger, gjörið svo vel, sagði hann við Láru. Létt og liðlega kom hann litlu klemmu- töngunum tveim fyrir utan um blóðæðina með 7-8 sentimetra millibili, klippti bugðuna af, sem vafðist utan um aðalpúlsæðina, og tók að sauma lausu endana saman. — En það er bara fyrsta skref- ið. Hvernig er blóðþrýstingur- inn? spurði hann svæfingarlækn- inn. — Allt í lagi. Dr. Poole hélt þræðinum uppi. — Klippið, Kellett, rumdi í hon- um. Ég tók skærin og klippti í yfirþráðinn .... rétt í gegnum hnútinn. — Jahá, . . . útsaumur, sagði hann, en hendur mínar titruðu. — Látið Hornsby fá skærin, öskr- aði hann. — Skiljið þér, hvað ég á við, Francis? Það verður að búast við að ungir læknar geri alltaf ein- hverjar skyssur, sagði Elliot ró- andi, — það er nú þess vegna, sem þeir hafa sjúkrahússkyld- una, og þannig læra þeir smám saman. Dr. Poole leit á kandidatana, sem voru uppi á pallinum. — Er- uð þið hérna við vinnu til að geta gert skyssur? Þeir tístu þarna uppi á pallinum. Mér fannst ég verða að steini og færði mig svolítið til. — Þér eruð ekki alveg hreinn lengur, dr. Kellet, sagði Poole. — Þér komuð við dr. Elliot með erminni. Farið og skiptið um slopp og hanzka. Hann sneri sér að Láru. — Þráð, þakk fyrir. Og meðan ég gekk í burt frá skurð- borðinu til að skipta um slopp, sagði hann við eina hjúkrunar- konuna: •— Látið þetta borð svo- lítið hærra upp . . . það er of lágt. Hún var svolitla stund að bisa við það, en gafst síðan upp. — Því miður, sagði hún — fótfjölin er svo stíf. — Komið þá með skemil, sagði hann. — Ég er þreyttur í bakinu. Ég fæ það fyrir þessa 173 senti- metra hæð mína, bætti hann við í svolítið glaðlegum tón. Hann settist og hélt áfram að tala til dr. Elliots. — Ég get svo sem vel skilið, að kandidat gerir ekki al- vel rétt, en ég get ekki sætt mig við að hann geri allt, sem hann geti ti? að grafa undan stöðu yfirmanns síns. Enginn sagði orð. Ég sneri aft- ur til skurðarborðsins, og mér var ljóst, að ef ég beindi ekki allri athygli minni að sára- klemmunum, yrði ég beinlínis veikur. Ég starði á titrandi hjarta litla drengsins. Ég sá ann- að lungað hreyfast upp og niður, fyllást hreinu súreíni frá súrefn- istækinu. Ég fylgdist með bognu nálinni í höndum Pooles, hvern- ig hún stakkst inn og út, inn og út í sléttum og þéttum vefi blóðæðarinnar, þannig að endar hennar voru sameinaðir aftur. Ég reyndi að loka eyrunum fyrir harðri rödd hans, sem for- dæmdi mig og þá drauma, sem mig hafði dreymt allt mitt líf. En lífið upphefst í hjartanu. Nú stóð ég og horfði á litla dug- lega hjartað hans Jimmy litla, sem sló svo þunglega .... Barð- ist fyrir lífi sínu. Poole stóð upp. — Takið þennan skemil frá fót- unum á mér, sagði hann við hjúkrunarkonuna. — Ég verð að geta hreyft mig. Og látið gera við borðið fyrir morgundaginn. Þegar blóðæðin hafði verið stytt og saumuð saman aftur, fjar- lægði Poole klemmurnar og þerraði í kring með grisju. Blóð- ið streymdi nú aftur frjálslega um ctóru blóðæðina. — Vel gert, sagði Elliot. — Vel gert. Stórir fingur dr. Pooles leit- uðu aftur að aðalslagæðinni. — Sjáið hérna, Hornsby. Dr. Horns- by þreifaði á aðalslagæðinni. - - Þér líka, Kellett. — Jæja, hvað sjáið þið? Aðalslagæðin hefur þrýstst sam- an, sagði Hornsby. — Brisvefur. Poole leit á mig. — Já, tókst mér að segja, — það álít ég líka. — Hvað mynduð þér gera við því, Hornsby? Poole er afturhaldssamur í skurðlækningum sínum, og Hornsby gerði sitt bezta til að finna rétta svarið: — Ég myndi loka aftur og gefa slagæðinni tækifæri til að venjast auknu blóðstreyminu. Poole horfði aftur á mig. — Ég myndi láta tilbúna æð í hluta af slagæðinni, sagði ég. — Hvers vegna? Orðin lustu mig eins og kinnhestur. Nú hef ég gert eitthvað vitlaust ennþá einu sinni, hugsaði ég og þagði. — Það hefur nú viljað svo til að Kellett hefur hitt á rétta svar- ið, svona einu sinni, sagði Poole. -—- En það, sem hann ekki veit, herrar mínir ... og hann sneri 3Q — VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.