Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 19
IBUSAR FYRRI HLUTI Nú eru því sem næst fimm aldir síðan að Kristófer Kólumbus lagði út á ókunn höf í leit að nýjum heimi. Siglingin frá Kanaríeyjum til San Salvador sem tók Kólumbus 36 daga, tekur nú minna en viku með nýtízku línuskipi, en tæplega hálfan dag flugleiðis með þotu. En þrátt fyrir aldirnar, byltingarnar og breytingarnar, sem gert hafa úthöfin að stöðuvötnum og alla landkönn- un hversdagslega, elur maðurinn enn með sér sterka, frumstæða löngun til að ganga á vit hins óþekkta, kom- ast í snertingu við það regindjúp leyndardómanna, sem umlykur hann. Jafnvel á þeirri geimkönnunaröld, sem upp er runnin, knýr þessi ómótstæðilega þrá hann, þrátt fyrir allt, ekki einungis til að leita á nýjar slóðir, sem hann eygir þar framundan, heldur og til að endurkanna þær hálfgleymdu og áður förnu. Og því var það, að níu menn lögðu síðastliðið sumar út í eitt af þeim furðu- legustu ævintýrum, sem um getur. Þeir voru staðráðnir í að sigra Atlantshafið öldungis á sama hátt og Kólumbus fyrir nærri fimm öldum. Skipið, sem þeir höfðu til siglingarinnar, var af svip- aðri stærð og þær skemmtisnekkjur, sem efnaðir kaup- sýslumenn halda úr höfn um helgar. Þessi fjörutíu og tveggja feta eftirlíking „Nínu“ Kólumbusar var ekki búin neinni vél; hvorki radíó né önnur þau öryggistæki, sem nú tíðkast, voru um borð, og ekki heldur vistir umfram það, sem Kólumbus hafði meðferðis. Hin ó- reynda áhöfn komst í kast við storma og varð að þola harðræði, sem kynni jafnvel að hafa knúið sjálfan Kólumbus til að snúa við. Kólumbus sá bjarmann af eldunum á San Salvador á Bahamaeyjum eftir þrjátíu og sex sólarhringa siglingu. Þegar „Nínu 11“ hafði velkt jafnlengi í hafi, var hún talin af. Vitarnir á San Salvador beindu leitandi geislum sínum á haf út, en „Nína 11“ var hvergi sjáanleg. Þann 24. nóvember hófu bandarískar og brezkar vélar leitarflug yfir nálægt hafsvæði. f sex sólarhringa reynd- ist það árangurslaust. Þann 30. nóvember sá áhöfn bandarískrar flotaflugvélar með radartækjum sínum ör- lítinn depil, 780 mílur austur af Puerto Rico. Nokkrum mínútum síðar kom flugmaðurinn auga á fleytu nokkra undir gauðrifnum seglum, og að öllu útliti eins og hún hefði siglt yfir tímans haf frá rökkurmóðuströndum mið- alda, „eða eins og maður hefði sjálfur flogið aftur í 15. öld“, sagði Anderson síðar. Hann varpaði radíótæki og nokkrum vistum niður til þeirra um borð í fleytunni. Þrem dögum síðar lögðu blaðamenn og ljósmyndarar frá bandaríska stórblaðinu, Saturday Evening Post, af stað frá Puerto Rico með einni af flugvélum flotans og flugu yfir skútuna. Sjó var nú mjög tekið að kyrra, og þessi litla fleyta hafði á sér stoltarsvip, þar sem hún hneig og reis á mjúku báruhveli og tjaldaði hverri voð í því skyni að hægur andvarinn nýttist til hins ýtrasta. Robert Marx, eini Bandaríkjamaðurinn um borð, til- kynnti blaðamönnum gegnum radíótækið, að þessi nýi könnunarleiðangur væri staðráðinn í að ná til San Salvador, „hvað sem það kostaði". Ellefu sólarhringum síðar komu þessir sömu blaða- menn enn á vettvang; að þessu sinni á litlu vélskipi, sigldu í veginn fyrir „Nínu II“, gengu um borð og- fengu Bob Marx til að segja sér alla ferðasöguna. Bob Marx, maður um þrítugt og borinn og barnfæddur í Pittsburgh, er ekki neinn landkrabbi og ekki er þetta heldur í fyrsta skiptið, sem hann lendir í ævintýrum. Hann hefur áður getið sér orð sem froskmaður, hefur meðal annars fundið flök af frægum skipum eins og t. d. „Monitor“ — fyrsta bryndrekanum með hreyfanlegum skotturnum, sem smíð- aður hefur verið og kom við sögu í Þrælastríðinu -— svo og af mörgum spænskum skipum úti fyrir Yucatanskaga, en úr þeim bjargaði hann dýrmætustu forngripum, svo tugum og hundruðum skipti. • • • • VIKAN 37. tbl. — JQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.