Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 49
sem hún uppgötvaði spádóms-
gáfu sina, en upp úr því fór
henni að ratast einkennilega oft
satt á munn, þegar hún ræddi
framtíðina við fólk. — Ojæja,
síðar kom henni það að góðum
notum, en hún hafði enn hálf-
gerða samvizku af þessum orð-
um, er hún sagði við Sigurlinna.
Það var ekki laust við, að hún
ásakaði sjálfa sig fyrir þau, líkt
og hún fyndi með sér leynda sök
á þeim atburði, er varð manni
hennar að aldurtila.
Hann lá nokkra mánuði og var
stundum allhress, en sljór á milli.
Hún reyndi að vera eins góð við
hann og hún gat og þau gæði
urðu meðal annars til þess, að
barnunginn Ása, dóttir hennar
varð til. Hún kenndi fyrstu
hreyfinguna, daginn, sem hann
var jarðaður.
Framtíðin hennar var ekki á-
litleg þá, en hún átti þó bæinn að
mestu skuldlausan og einhvern
veginn tókst henni að koma upp
svolitlum skúr, þar sem hún fór
að verzla með brauð og mjólk,
gosdrykki og sitthvað fleira.
Guðríður Metúsalemsdóttir and-
varpaði, en hló síðan, fremur
kuldalega. Rík varð hún aldrei,
því síður fín — nú var hún
Gudda spákona í Skuggahverf-
inu. Nú, jæja, kannski bæri henni
að þakka Guði fyrir spádómsgáf-
una, margan skildinginn hafði
hún tekið fyrir að leiðbeina fólki
lítils háttar og segja því hugboð
sitt um framtíðina. f fyrstu var
hún lengi vel treg, spáði ekki
fyrir öðrum en nánustu kunn-
ingjunum, Jakobínu og Grími.
En Jakobína var bezta vinkona
hennar og hún hvatti hana stöð-
ugt til að notfæra sér þetta sem
allra bezt. Og brátt tók það að
kvisast, að hún væri glúrin að
spá — Jakobína átti vafalaust
sinn þátt í því — og fólkinu fjölg-
aði ört, sem til hennar leitaði. f
fyrstu setti hún mjög lítið upp,
en hækkaði verðið smám saman
og nú hafði hún orðið fullt eins
mikið upp úr þessu og verzlun-
inni. Honum Sigurlinna heitnum
myndi hafa blöskrað bankainn-
stæðan hennar núna; hann, sem
þóttist góður, þegar þau höfðu
nælt saman fyrsta þúsundinu og
fannst það alveg nóg!
Því varð ekki neitað, að oft
hafði hún saknað Sigurlinna.
Þótt hann væri aldrei neitt stór-
menni á heimsvísu, og kynni ekki
að meta hennar hugsjónir, var
hann alla tíð myndarmaður í sjón
og auðvitað var það sárgrætilegt,
að þau skyldu ekki mega njótast,
eins og bæði óskuðu — en þá
hefði hún sennilega verið margra
barna móðir, þegar hann dó og
lent á sveitina með allt saman.
Það var auðvitað bágt til þess að
vita, að lífið leið og maður varð
gamall án þess að fá að njóta
þess, sem holdið girntist. Hún
hafði svo sem hugsað um það að
giftast aftur, en enginn hafði
boðizt, sem henni fannst verðug-
ur. — Grímur gamli? — jú, hún
kunni svo sem ósköp vel við
hann. þetta var gamansamur og
fyndinn náungi, alltaf glaður og
kátur, hressandi að hitta hann,
en að giftast honum — það var
nú annað mál. Ef hann hefði ver-
ið kaupmaður, ja, eða eitthvað
á skrifstofu, en götuhreinsari —
nei, það var af og frá. Sama, hvað
hún Jakobína sagði; götuhreins-
ara giftist hún ekki!
V.
Guðríður spákona var sofnuð
í stólnum, þegar Ása dóttir henn-
ar kom út og vakti hana. Innan-
gengt var úr bænum í kompuna.
Ása vakti ekki mömmu sína
strax, en tók bréfið, sem lá í
kjöltu hennar og las það. Síðan
sat hún alllanga stund í djúpum
þönkum. Ekki gat hún varizt
þeirri hugsun, að þetta væri und-
arlegt bréf. Hún mundi vel eftir
myndinni af húsinu, sem hann
talaði um. Það var gríðarstór
bygging á mörgum hæðum í fal-
legum trjágarði — en eitthvað
var við það, sem minnti hana á
spítala. Hún hafði ekki viljað
segja neitt við móður sína, en
undarleg grunsemd hafði gripið
hana, að eitthvað væri bogið
við þessar uppfinningar Hannes-
ar. En náttúrulega — ef hann
hafði upp úr þeim milljón doll-
ara, eða þótt það væri eithvað
minna, þá var það náttúrlega
alveg stórkostlegt.
Hann hafði farið af landi burt
árið, sem hún fermdist og hún
mundi vel eftir honum. Þetta var
snotur piltur, en samt voru stúlk-
urnar ekkert hrifnar af honum;
hann var daufgerður og líkt sem
utan við sig oft og einatt, en
vildi öllum gott gera, þó einkum
móður sinni. Hún var aftur á
móti sífellt að nudda í honum
og eggja hann til dáða. En það
var alveg árangurslaust; hann
gat ekki drifið sig, það var eins
og hann langaði ekki til neins og
ætti enga farmtíðardrauma. Hann
! byrjaði snemma að vinna á eyr-
inni, þvert ofan í vilja móður
þeirra og virtist ekki eiga neina
ósk aðra, en að halda því áfram.
Það var reynt að koma honum
: í Menntaskólann og Verzlunar-
skólann, en hann féll á báðum
1 inntökuprófunum — og virtist
! raunar alls hugar feginn með
þau málalok. Hún, Ása, hafði
aldrei skilið neitt í honum, en
þótti vænt um hann vegna þess,
i hve hann var henni góður og eft-
irlátur. Hún átti sér margar ósk-
ir og drauma, sem hún raunar
gat ekki gert sér grein fyrir, lengi
vel. f Verzlunarskólanum hafði
hún unað sér dável og tekið
sæmilegt próf, hún var að
minnsta kosti nógu lærð til þess
; að passa sjoppuna þeirra, þar
sem verzlað var með alls konar
nýtt og gamalt drasl. Mamma
, hennar hafði snemma bent henni
á, að í Verzlunarskólanum væru
' einmitt synir margra ríkustu
manna landsins og gefið henni
í skyn, að þar væri hægt að kló-
festa góðan eiginmann. En bæði
var það, að Ása gekk ekki mjög
í augu piltanna og eins hitt, að
hún var vanalátari en almennt
gerðist í vali sínu. Nokkrir ungir
menn höfðu reynt að koma henni
til við sig og sumir þeirra höfðu
verið vinir hennar um nokkurt
skeið. En hún var haldin sömu
áráttu og móðir hennar forð-
um: hún gat ekki hugsað sér neitt
ástalíf með karlmanni án þess
að hugur fylgdi máli og samband
þeirra yrði varanlegt. Fyrir
bragðið fór eins og Lóa vinkona
hennar sagði, að ungu mennirnir
urðu þreyttir á kunningsskapn-
um og völdu sér aðrar, sem voru
tilleiðanlegri. Svo liðu árin og
nú var hún rösklega hálfþrítug
án þess að hafa nokkru sinni
gengið í sæng með karlmanni.
Stundum nagaði hún sig dálítið
í handarbökin yfir þessari sér-
vizku sinni, einkum þegar Lóa
var að segja henni frá öllum
sínum ævintýrum; —- það var
reyndar skrýtið, að hún hafði
aldrei nokkru sinni orðið þess
vör, að Lóa væri lengi með sama
piltinum og sumir þeirra höfðu
beinlínis kvartað yfir þvi, hvað
hún væri erfið viðureignar. En
hún gat auðvitað valið úr, það
voru allir strákar vitlausir í
henni. — Ása var orðin eldri og
mátti víst fara að vara sig á að'
hafna þeim, sem buðust, en hún
hafði enn ekki fundið þann
mann, sem hana hafði dreymt
um.
Framhald í næsta blaði.
MÉR ER SAMA HVAR
ÉG ER...
Framhald af bls. 27.
unum. í hitunum á sumrin er
miðstöðvarkerfið notað sem kæli-
kerfi, og það er oft dýrara að
kæla en hita vegna rafmagns-
kostnaðarins við vifturnar. Já.
vel á minnzt, á leiðinni hingað
heim núna, sat ég hjá belgískri
stúlku í flugvélinni. Hún var að
fara heim til sín. Hún spurði mig
hvert ég færi. Ég sagði henni að
ég færi af vélinni á íslandi. Hún
vorkenndi mér einhver ósköp
að vera að fara út í kuldann.
Ég sagði henni að óþarfi væri
að vorkenna mér, hér á íslandi
væri veðurblíða hin mesta og
meira að segja væri heitara á
vetrum en í Belgíu. Hún vildi
nú ekki trúa þessu svona fyrir-
varalaust, en ég sagði henni að
sjá til. Viti menn, þegar dyrnar
eru opnaðar hér í Reykjavík,
stendur norðanrokið inn um þær
og Skarðsheiðin alhvít í baksýn.
Stúlkan sendi mér að vonum
hornauga og áleit mig vera hinn
mesta lygara. Ég hefi nú verið
hér í þrjár vikur bráðum og al-
verour nú kynnt á íslandi.
Á síðastliðnum 10 árum hefur þessi hús-
tegund náð mestri útbreiðslu í Noregi.
Teikningarnar eru nú fáanlegar á öllum
Norðurlöndum.
Kostir hússins: Stórt 11 ferm. hjónasvefn-
herbergi með vinnuborði. 2 barnaherbergi,
7 ferm., með plássi fyrir 2 rúmum í hvoru.
28 ferm. stofa. í eldhúsi er pláss til að
borða. Sér salerni. í baðherbergi er þerri-
skápur, pláss fyrir servant og sjálfvirka
þvottavél. Aðgangur til allra herbergja
úr forstofu.
Viljið þér vita meira um húsið?
Skrifið þá fyrst eftir ókeypis lýsingarskrá
yfir 7 mismunandi gerðir og verð. (Með
kjallara, með geymsluviðbyggingu eða
með kjallaraíbúð). Skrifið okkur í dag!
Lesið lýsingarnar og fullvissið yður um
að hér fáið þér inest mögulegt pláss til
afnota. Þvínæst getið þér keypt teikn-
ingar fyrir íslenzkar kr. Teikningarnar
verða einnig seldar húsasmíðameisturum.
Vinsamlegast sendið mér endurgjalds-
I og skuldbindingarlaust lýsingarskrá 1
| yfir allar gerðir.
^ Nafn: ...................... ^
I 1
| Heimilisfang: |
A.R0DLAND
Moderne Eneboliger
I Strandgaten 11 - Bergen - Norge I