Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 16
Lóa horfði brosandi á Herjólf
B. Hansen, og hann gaf henni
líka auga. Loks spurði hún, og
málrómur hennar var barnslega
einlægnislegur:
„Eruð þér prófessor?"
Hann varð dálítið vandræða-
legur og gaut hornauga til Ásu,
er beit á vörina og reyndi að
leyna brosi sínu. Ekki var honum
ljóst, hvort heldur stúlkan spurði
í alvöru, eða ætlaði sér að henda
gaman að honum. — ,,Onei,“
sagði hann hikandi, „maður er
nú ekki kominn það langt enn-
þá; ég er bara nemandi við Há-
skólann — sálarfræði, skiljið
þér.“
„Nei, henni skil ég nú einmitt
ekkert í. Er ekki voða gaman
að henni?“
Ása hló stuttlega. „Nei, biddu
fyrir þér, Lóa mín. Alveg hræði-
legt stagl. Ég var að lesa hérna
bók, sem Herri lánaði mér, líttu
á: Kynferðislífið í ljósi sálfræð-
innar.“
„En spennandi!" mælti Lóa
áköf. Er nú líka sálfræði í kyn-
ferðislífinu. Það hef ég aldrei
vitað. Þetta þarf ég að segja
mömmu.“
(,Auðvitað tekur sálfræðin til
allra þátta mannlífsins," sagði
Herjólfur og leit út undan sér á
Ásu, vinkonu sína; það var
grunsamlegt bros í munnvikun-
um á henni.
„Er mannlífið þá í þáttum —
svona eins og leikrit, meinið
þér?“ spurði Lóa og horfði á
unga manninn með augum, er
Jg — VIKAN 37. tbl.
FRAMHALDSSAG
ljómuðu af barnslegu sakleysi.
Hann losnaði við að svara, því
að í þesusm svifum var dyra-
bjöllunni íiringt og Ása fór fram.
Hún kom eftir andartak aftur og
Sigtryggur Háfells í fylgd með
henni.
„Ég sá ljós í stofunni, og lang-
aði til að rabba svolítið við hana
Ásu, áður en ég færi að hátta —
góða kvöldið annars; ykkur hef
Sigtryggur Háfells átti ekki
vanda til feimni, en nú roðnaði
hann út að eyrum og leit niður
fyrir sig. „Já — ég kann að hafa
átt við eitthvað slíkt, en —.“
Hann rétti úr sér og hló. „Yður
er svei mér ekki fisjað saman;
það vildi ég að hún Ása væri
svolítið lík yður.“
Lóa brá ekki sakleysisgrím-
unni, en sagði ósköp blátt áfram:
ég víst hvorugt séð áður?“
Ása kynnti þau og Sigtryggur
settist. Því næst tók hann upp
úr skjalatösku, er hann hafði
meðferðis, fulla ginflösku, sem
hann setti á borðið. „Hvernig
væri að drýgja svolítið ölið henn-
ar frú Guðríðar? Það er ágætt
að hella þessu út í.“ Hann beið
ekki boðanna, en hellti slatta af
gini í öll glösin og skálaði síðan
við þau.
„Þetta líkar mér betur,“ sagði
Lóa Dalfells og smjattaði á
drykknum. „Alltaf þykir mér
bezt að hafa það sem sterkast, ef
ég smakka það á annað borð.“
„Viturlega mælt,“ sagði Sig-
tryggur Háfells og virti stúlkuna
vandlega fyrir sér. „Svo að þér
eruð fröken Lóa — Ása hefur
oft minnzt á yður, en auðvitað
aldrei sagt mér, hvað þér væruð
laglegar. Hvað gerið þér, með
leyfi?“
„Ég er bara á skrifstofu."
„Kunnið þér að vélrita?"
„Nei, hvernig spyrjið þér; for-
stjórinn minn segist aldrei á ævi
sinni hafa þekkt stúlku, sem get-
ur komið jafn mörgum villum
fyrir í einu stuttu bréfi, eins og
ég.“
„Hm, já, grunaði það. En það
mætti segja mér, að það væri
ýmislegt annað, sem þér gætuð
gert, villulaust."
Stúlkan leit á hann, álíka sak-
leysislega og gott fimm ára barn.
„Meinið þér að kyssa og sofa hjá
og svoleiðis?" spurði hún með
blíðri rödd sinni.
„Hún er alveg óreynd, þessi
elska; þegar strákarnir eru að
fara á fjörurnar við hana, segir
hún bara við þá: Burtu með lúk-
urnar, engan sóðaskap, fyrr en
við erum gift. Og auðvitað fælir
hún frá sér alla fjörugustu pilt-
ana með þessu móti.“
„Ekki alla, ungfrú góð, ekki
alla,“ tautaði Sigtryggur í lág-
um hljóðum. Hann var enn dá-
lítið vandræðalegur, en sneri sér
allt í einu snöggt að Herjólfi B.
Hanson og lyfti glasi sínu.
„Skál! Það var gaman að hitta
yður, mér hefur skilizt að þér
séuð hættulegasti keppinautur-
inn minn hjá henni Ásu okkar?
Ég hef svo sem heyrt um yður,
ekki vantar það — og ég verð
að játa, að mér létti talsvert,
þegar ég sá yður í eigin persónu."
Hann hló glaðlega og fékk sér
vænan teyg úr glasinu.
„Hvað meinið þér með því?“
spurði Herjólfur B. Hanson og lét
brúnir síga.
„No, no, við skiljum öll spaug,
er það ekki? — Og úr því að við
höfum nú hitzt, þá skulum við
halda kunningsskapnum áfram
og skemmta okkur saman. Hvern-
ig væri að bjóða okkur í bíltúr
á sunnudaginn. Ég á skemmti-
legan kunningja uppi í Mosfells-
sveit, sem spilar á gítar og
mandólín og ræktar rósir —
óttalegt barn, strákgreyið, en
gæðaskinn. Við tökum með okkur
nesti og heimsækjum hann — er-
uð þið með á köttinn?“
„Já, mikið væri það gaman!“
svaraði Lóa Dalberg og leit stór-
um, bláum augum á kaupsýslu-
manninn.
„Hvað segir þú, Ása?“
„Jú, þakka þér fyrir, ég vil
gjarna vera með.“
Sigtryggur leit glettnislega á
Herjólf B. Hansson. „Vonandi
fáum við líka ánægjuna af sam-
fylgd yðar?“ sagði hann.
Sálfræðingurinn hikaði lítið
eitt og var enn all svipþungur,
en Ása svaraði fyrir hann:
„Auðvitað verður Herri með.
Við sláum þessu föstu, Tryggvi
minn.“
Stóri, litauðugi páfagaukurinn
hafði verið vakandi öðru hvoru
og muldrað sitthvað, án þess að
orðaskil heyrðust, en nú sagði
hann allt í einu svo hátt, að vel
mátti greina: „Kick them out.
Bið að heilsa mömmu!"
„Orð í tíma töluð,“ sagði
Herjólfur B. Hanson og stóð á
fætur; hann var kominn í versta
skap.
„O, éttan sjálfur!“ hrópaði
páfagaukurinn.
„Orð í tíma töluð!“ muldraði
Sigtryggur Háfells, en hærra
sagði hann: „Bölvuð frekja er
þetta í fuglinum. Getur þú ekki
breitt eitthvað yfir hann, Ása
mín?“
III.
Klukkan var langt gengin ell-
efu, þegar Guðríður hafði lokið
að spá fyrir síðasta gestinum.
Hún var orðin þreytt og þurr í
kverkunum; nú stóð hún stirð-
lega á fætur, vék sér á bak við
forhengið, tæmdi vænt glas af
öli, tók síðan með sér koníaks-
flösku af borðinu og hellti í
staup. Því næst skenkti hún hálf-
köldu kaffi í bolla, settist með
hann í hægindastól og sötraði úr
honum ásamt koníakinu. Þegar
glasið var tæmt, tók hún úr pils-
vasa sínum bréf það, er henni
hafði borizt um morguninn. Það
var frá Hannesi, syninum, er
hafði horfið út í löndin fyrir full-
um þrettán árum síðan, þá ung-
ur piltur.
Hún hafði haft svo mikið að
gera allan daginn, að henni gafst
ekki tími til að lesa það vand-
lega, en nú gerði hún það.
Góða mamma mín, skrifaði
hann. Ég sendi þér nú nokkrar
línur, svona rétt til þess að láta
þig vita, að mér líður vel, og að
velgengni mín er æ hin sama.
Ég bý ennþá í þessu stóra húsi,
Framhald á bls. 45.