Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 28

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 28
LUNDAR OG LÚS. Framhald af bls. 13. æðisgengið flug hérna framhjá okkur, sem aftur gefur aukna sjensa. En þetta máttu engum segja. Þa'ð er leyndarmál.“ „Það er ekki að sjá neinn æsingur í þeim núna,“ sagði ég- „Það má reita upp einn og einn,“ sagði Sigfús og sveiflaði háfnum. „Blessaður, þetta er ekkert,“ sagði Garðar. „Við erum að þessu hara fyrir þig. Annars mundum við ekki bera það við. Ef við fáum ekki fimm kippur á dag, þá förum við heim. „Og hversu mikið er í liverri kippu?“ „Hundrað stykki.“ „Og hvað fáið þið fyrir stykk- ið?“ „Aha! Þig langar til að vita það?“ „Ja — ef það er ekkert sér- stakt leyndarmál.“ „Þú lofar þá að kjafta engu i skattstjórann?‘‘ „Auðvitað. Héldurðu að ég sé óþokki?“ „Já, —- ég meina nei, nei. Alls ekki. Við fáum þrjár og fimmtíu fyrir stykkið.“ „Sautján hundruð og fimm- tíu krónur á dag. Það er svo- sem notandi. Fjórtán þúsund á viku, fimmtíu og sex þúsund á mánuði, sex. hundruð sjötiu og. . .“ „Svona, svona. Engan æsing. Þú ert fljótur að reikna þykir mér. Ef þetta væri svona ein- falt, þá værum við ekki í nein- um vandræðum. Nei, sannleik- urinn er sá, að það eru undan- tekningar, þegar við fáum svona góða veiði. . .“ „Nennið ekki að standa í þessu. Ég skil það. . .“ „Það er allt undir veðrinu komið. Áttinni, skilurðu. Þetta er t. d. engin annskotans átt núna. Það þarf að vera alveg sérstök átt, til að hann fljúgi rétt.“ „Það má slíta upp einn og einn,“ hrópaði Sigfús og henti einum í viðbót i hrúguna. „Já!“ hrópaði Garðar. „Já!“ hrópaði ég. „Hérna í hafnarbrekkunni þarf hann t. d. að vera að norð- austan, til þess að hægt sé að hafa nokkuð. Það er alveg hend- ing að Sigfús slitur þetta upp. Maður þarf að ná svona einum á mínútu. Það er hæfilegt. Kipp- an á svona tveim tímum. Ekki meira.“ „Það er lús að skríða eftir bakinu á þér, Garðar.“ Hún var dökkblá, þessi, og komin með hægðinni ca. 13 cm. norðaustur af vinstra herðablað- inu. Ég var búinn að sjá hana fyrir löngu, en vildi ekki segja honum af því fyrr. Hélt að 2g — VIKAN 31. tbl. honum væri alveg sama. En hann stökk hæð sína í loft upp í sund- bol og öllu saman, snérist þrjá hringi rangsælis í kring um sjálfan sig, og hrópaði einhver óskiljanleg orð. Ég gaf lúsinni selbita, og við héldum af stað heirn i Ból Hótel. Það var líka fólk að koma á bát, og ef það liefði séð okkur þarna utan í Hafnarbrekkunni, hefðum við þurft að kHfra nið- ur að sjó til að hjálpa því á land. Mikið þægilegra að taka alls ekki eftir þvi, og heilsa því undrandi — en glaður á svipinn heima i Bóli. Húsið heitir Ból. Stundum kallað Hótel Ból, eða Ból Hótel. Það er bannað að kalla það kofa, og sagt að það séu landráð. Kostar jafnvel brottvikningu úr landi — í land. Það er líka langt frá því að vera kofi. Húsið er rúmgott, vandað og þægilegt, -— og fall- egt ef maður er nógu langt í burtu, sem flestir eru, sem sjá það. Ból sést nefnilega greini- lega frá höfuðstað Vestmanna- eyja, og glampar ginnandi i sólinni efst á eynni. Á Hótel Ból koma aðeins fjallagarpar eins og veiðimenn- irnir þarna í Bjarnarey, ein- staka kjarkaður blaðamaður og aðrir garpar. Það er nefnilega enginn sældarleikur að komast í land á eynni. Þangað verður að fara á bát, eins og út i flest- ar eyjar, og eftir hálftíma upp- köst og sjóveiki i vondu veðri kemur maður að þverhnýptri brekku, báturinn hendist upp og niður í freyðandi brimlöðrinu, slæst til og frá, svo að maður á oft i vandræðum með að lcasta upp út fyrir borðstokk- inn. Svo verður maður að sæta lagi, þegar báturinn er efst uppi á öldu, að stökkva í land og grípa báðum höndum dauða- haldi i einhverja nybbu, og bíða þar þangað til manni verður bjargað. Eftir það klifrar maður lóð- rétt upp —■ svipað og i Eldey — 80—100 metra, en þá fer að hægjast um og maður getur liætt að skríða í grasinu. Annars trúi ég því tæpast að ekki sé til einhver betri lend- ingarstaður, falinn einhversstað- ar, þvi að með gestunum, sem komu þennan dag var fjögurra ára stúlka, sem blés ekki úr nös þegar hún kom upp. Sumir eru fæddir klifrarar. En þegar upp er komið, er þarna yndislegt að vera. Eyjan er mjög grösug og töluvert stór, hæðir og lautir allskonar og þegar sólin skín getur maður hlaupið um allt í sömu fötum og Adam forðum, — ef maður á ekki von á neinum gestum. Þarna er maður lika svo ná- lægt sólinni, rúma 100 metra fyrir ofan sjávarflöt, að maður verður eins og harðsteiktur fisk- ur eftir fimm mínútur, ef maður gætir sin ekki vel. í Ból Hótel er forsalur, svefn- stofa, eldhús og fleira smávegis. í svefnstofunni er nokkurskonar almenningur, þar eru fimm fín- ar kojur með myndum af Mari- lyn Monroe fyrir ofan, stólar og borð fyrir glös, gluggi með fegursta útsýni til Heimaeyjar og skipaferða, útvarpstæki, sendifæki, suðutæki, rafmagns- tæki og allskonar uppátæki. í eldhúsinu eru borð og vask- ur, skápar með glösum, tveir gluggar og vatnskrani. Stundum kemur líka vatn úr krananum, en það er aðnllega þegar að rigning liefur verið undanfarið, eins og raunar víða í Eyjum. Lundalús hefur tólf fætur, er mér sagt, en enginn skilur til livers, þvi fjárinn hafi það að hún hreyfist áfram að gagni. En þegar hún hefur komið sér vel fyrir einhversstaðar á Lund- anum, — eða mér — þá er ekki fyrir nokkurn mann að losa hana aftur, nema með því að slíta af henni allar tólf lapp- ir og nokkra sograna, því hún liefur þá borað þessu öllusaman ofan í holdið. Jón Svan hafði með sér ein tvö glös af spritti, sem hann notar til að fylla lýsnar á kroppnum. Þá kemur einhver lyftingur i þær og þær missa áhuganh i bili. Þá er um að gera, segir hann, að nota sjensinn og plokka þær af. Ef maður viðhefur ekki alla varúð, og sér um að allar lappirnar tólf losni með henni, þá er við- búið að grafi í sárínu, hversu mikið spritt, sem notað er út- vortis. Þessvegna verður maður að telja allar lappirnar á öllum lúsum, sem maður losar af sér. En lundinn kroppar þær af sér allstaðar þar sem hann nær til, en á hálsinum er hann varn- arlaus. Þar flykkjast þær á hann, og þeir sem gera mikið af þvi að snúa lundia úr berhentir, finna greinilega þegar puttarn- ir skoppa yfir kroppana á háls- inum um leið og þeir smia úr. f forsalnum er fatahengi þar sem allir eru skyldugir að fara úr og hengja upp sina garma, og gólf, þar sem allir eru skyld- ugir að fara úr sinum skóm að viðlögðum sektum. ‘Venjulega hljóða þær uppá gólfþvott þann daginn. Á og við hótelið eru allskonar nýtízku þægindi, og má þar m.a. nefna eina lengstu eða hæstu lyftu á fslandi, sem nær neðan frá sjávarfleti og 94 metra upp eftir berginu, upp á „Nefið“, rétt fyrir utan Ból. Lyftan er reyndar járnkrókur í bandi, og vélin er knúin áfram með hand- afli efst á Nefinu. Með þessari lyftu fara matföng, drykkjar- föng og annað upp á eyna, og gengur það oft dálítið seinlega. Þessvegna er það, að þeir hlut- ir, sem niður fara, eru yfirleitt ekki festir í krókinn, og eru þvi nokkru fljótari á leiðinni. Þannig fer fyrir fuglunum, sem veiddir hafa verið. Þeir eru kippaðir saman og hent út um hóteldyrnar, og eftir 3 sekúndur nema þeir staðar á sjávarfletinum fyrir neðan Nef- ið, þar sem bátur bíður og húkk- ar kippurnar upp. Það er hverju orði sannara, að það er ekki fyrir lofthrædda menn að ferðast um á Bjarnarey. Ég veit til þess að þangað kom hlaðamaður fyrir nokkrum ár- um, til að svipast um og segja frá. Sagt er að ennþá sjáist slóð- in, þar sem hann skreið um á fjórum fótum eftir miðri eynni. Mér fannst hann hafa farið full glæfralega að. Mitt fyrsta verk þegar upp var komið, var að biðja eyjarskeggja um að mæla út miðdepil eyjarinnar. Þar settist ég svo og undi hag mín- um vel. Ég var líka svo hepp- inn að þessi staður var einmitt ofan i stórum kringlóttum dal, þar sem hvergi sást til sjávar, svo að ég fann mig aldeilis ör- uggan þar. Mér var ekki sagt fyrr en siðar, að þessi dalur er í rauninni gamall eldgígur, sem hvenær sem er getur tek- ið upp á því að fara að gjósa. Þá fluttist ég inn á TJótel Ból. Svo fór ég að veiða lunda. Mér var fenginn i hendurnar heljarlangur háfur. liklega um liálfur fjórði metri að lengd. Á enda skaftsins, — sem vafa- laust heitir þó eitthvað annað — eru tvær spækur, og milli þeirra strengt stcrkt nylonnet. Þetta net rekur maður svo upp í loftið þegar fugl kemur fljúg- andi, og kippir honum léttilega niður á jörðina, losar hann úr netinu með fimlegum fingra- hreyfingum, klemmir tveim fingrúm utan um háls hans og snýr hann örugglega úr háls- liðnum. Þetta tckur aðeins nokkrar sekúntur. Ég var leiddur rétt uppfyrir hótelið, i brekluina upp að eld- gígnum, þar sem kallað er Búkk- inn, og mér sagt að leggjast niður i keng á balc við rof, sem þar vari, og auðvitað kalliað „Bofið i Búkkanum". Þarna átti ég að bíða jiangað til fugl- inn kæmi fljúgandi til mín, og háfa hann eins og hinir veiði- mennirnir. Jón Svan prentsmiðjustjóri hjá Hilmi, var þarna rétt hjá mér með annan háf, og veiddi grimmt. En ég er viss um að mér hefur verið úthlutaður versti staðurinn á eynni, þvi fuglarnir flugu svo æðislega hratt framhjá rofinu, að ég vissi aldrei fyrr en þeir voru farnir framhjá. Stundum flugu þeir i hringi fyrir ofan mig og gerðu bara grín. Ég var búinn að liggja þarna í leyni i þrjá tíma og þótt ég fengi ekkert, lét ég fara vel um mig i sólinni og naut lifsins og veiðimennskunnar. Samt kom að þvi að mig lang- aði i reyk, og hugðist ná í píp-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.