Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 21
ÓgeSslegt bragð í munni af fúlu vatni, sem
skammta verSur naumara dag frá degi, unz
þaS er þrotiS; ógeSslegt bragS af úldnum mat,
sem maSur verSur aS lokum aS éta í myrkri
til aS þurfa ekki aS líta hann augum.
ekki alltof hreinum, og kom mér dálítið kæruleysislega fyrir
sjónir, en tinnudökk og snör augu hans leiftruðu af þeim ástríðu-
þrungna ásetningi að sigla „Nínu 11“ í kjölfar Kólumbusar. Carlos,
sem var fjörutíu og eins árs að aldri, sagði mér að hann hefði
unnið öllum tómstundum frá því árið 1957 að undirbúningi að
smíði þessarar eftirlíkingar. Þegar honum tæmdist svo nokkur
arfur, leitaði hann til skipasmíðastöðvar í Pasajes, hafnarborgar
San Sebastian, um smíðina. Þar var kjölurinn að „Nínu 11“ lagður,
í janúarmánuði, 1942. Byrðingurinn, sem var fjörutíu og tveggja
feta langur, var smíðaður úr eik og furu úr Pýreneafjöllum, eins
og. skip Kólumbusar, handnegldur með viðarnöglum og undnum
járnfleinum Carlos hafði þegar varið meir en 20.000 dollurum
til þess að hið nýja skip yrði að öllu leyti nákvæm eftirlíking
„Nínu II“.
„Galleónan er enn í höfðinu á yður,“ sagði Carlos, „en
karavellan mín er þó komin á flot. Yður er velkomið að gera
félag við mig!“ Hann bauð mér stýrimannsstöðu og ég hikaði
ekki við að taka því boði. Og ég gekk jafnvel skrefi lengra.
„Hvers vegna búum við okkur ekki til farar öldungis á sama
hátt og Kólumbus?“ spurði ég. „Lifum á sömu fæðu, ef fæðu skyldi
kalla, klæðumst samskonar fatnaði, höfum sömu vopn meðferðis
og stjórnum skipinu með sömu hjálpartækjum?
Hann kvaðst hafa athugað þetta, en komizt að þeirri niður-
stöðu að það mundi óframkvæmanlegt. Enginn sjómaður mundi
fást til fararinnar upp á þau býti. Um þetta þrösuðum við nætur-
langt, en loks féllst hann á að þetta yrði reynt. Kom það í minn
hlut að afla forngripanna, búninga, kanónu, sverða og annarra
nauðsynlegra muna, af sömu gerð og þeir tíðkuðust á 15. öld.
Áður en lagt væri af stað, varð ég að undirgangast þá prófraun,
sem stýrimenn Kólumbusar höfðu sloppið við. Carlos hafði ein-
hverra hluta vegna bitið það í sig, að Bandaríkjamenn væru yfir-
leitt ekki sérlega hugrakkir, og nú vildi hann vita hvort ég væri
undantekning frá reglunni eða ekki. í því skyni vildi hann fá
mig til að taka þátt í hinum mikla og víðfræga nautarekstri í
Pamplona. Þetta var svo sem ekki neinn vandi — ég átti ein-
ungis að hjálpa til við að reka nautahjörðina eftir afgirtum stræt-
um inn á nautaatsvæðið. Að minnsta kosti sýndist mér það ósköp
vandalaust, svo að ég gat ekki verið að liggja á liði mínu. Þegar
skothvellur kvað við. til merkis um að nú skyldi ballið byrja,
hófu unglingar svo hundruðum skipti reksturinn. Carlos stóð
kyrr og beið. Hann hafði tekið þátt í svo að segja hverjum einum
nautarekstri frá því hann var strákur, og þegar nautahjörðin
nálgaðist, stóð hann enn kyrr í sömu sporum, ■ rétt eins og hann
biði þar kunningja sinna. Að því er mér skildist var það okkar
hlutverk að hlaupa hæfilega langt á undan trylltum blótneytun-
um og láta þau elta okkur inn á sviðið, þar sem þau yrðu hand-
sömuð og lokuð inni þangað til sjálft atið hófst. Þ'égar mér barst
til eyrna þungur gnýrinn undan klaufum þeirra, lá við sjálft að
hjarta mitt hætti að slá, en þar sem ég þóttist vita að Carlos teldi
það sanna hugleysi Bandaríkjamanna ef ég tæki til fótanna á
undan honum, stóð ég kyrr. Það var ekki fyrr en að nauta-
hjörðin virtist að því kcmin að troða okkur undir fótum, að
Caplos kallaði, „nú!“ og við tókum báðir til fótanna. Ég hrasaði,
brá fyrir mig höndum, reis upp sem skjótast, en hafði tafizt
þaðj að ég stóð upp inni í nautaþvögunni, og einir fimm eða sex
tuddar snerust þcgar gegn mér. Næstu míluna hljóp ég áreiðan-
lega undir ólympíumeti. en þá tókst mér að stökkva yfir átta feta
háa hliðgrind, og voru þá tuddarnir sex fast á hæla mér.
Þar með hafði ég sýnt mig þess verðugan að gerast stýrimaður
á „Nínu II“. Og þegar ég sá hana fyrst í Pasajes, leizt mér hún
áttunda furðuverk veraldar. Þó að því færi fjarri að hún væri
fullsmíðuð, hafði hún þegár tekið á sig þann virðulega svip, sem
gerði hana fegursta fley á sjó.
Nú var eftir það veigamikla undirbúningsatriði að ráða hæfa
skipshöfn. Við höfðum mesta þörf fyrir þjálfaða og kunnáttusama
sjómenn, en ekki ævintýramenn. Ekki skorti umsóknirnar; þær
bárust tugum saman og sumar þeirra meira að segja frá konum.
José Valencia Salsamendi var einn af þeim fyrstu, sem við
réðum til fararinnar, hinn garpslegasti maður, 38 ára að aldri,
Framhald á bls. 35.
Sagaseta og Vialars reyna að snæða óhrjálegt en
nærandi þang
w
I
kjOlfar
KÓLUMBUSAR
FRH.
Vialars va.r snjail hákarla-
veiðimaður og notaðl
harpún við veiðina.
Hér hefur Vialars stungið hákarl, og þeir félagar hjálpast að við að Inn-
byrða hann.
-,-i.