Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 31
sér að pallinum .... það er að við höfum meiri möguleika til að ná eðlilegri blóðrás nú, þegar á- stand stráksins er nokkurn veg- inn eðlilegt. Meiri möguleika núna heldur en síðar, þegar kannslte hafa komið upp fylgi- kvillar. Við höldum því áfram. Og hann dró skemilinn til sín með fætinum og settist niður. — Slönguna, þakk fyrir. Lára rétti honum dacronslöng- una. Hann tók við henni og mældi, hve langt stykki hann þyrfti. Hann klippti það af og lagði það í saltupplausn. Síðan sneri hann sér aftur að áhorf- endunum á pallinum. — Þegar maður ætlar sér að sauma við blóðæð, er hægt að gera það vel og fallega í ró og næði, en þeg- ar um aðalslagæðina er að ræða, gegnir sko öðru máli. Blóð- streymið frá henni til heilans má ekki stöðvast lengur en sex mín- útur... og það í hæsta lagi. Þá má engu skeika. Látið klukk- una hringja eftir sex mínútur, systir. Lára tók klukkuna, sem var í sótthreinsuðum kassa, stillti hana og hélt fingrinum á hnappnum, þar til klemmunum hafði verið komið fyrir á aðal- slagæðinni. Þá ýtti hún á hnapp- inn og klukkan byrjaði að tifa hátt og hvellt, sekúndu eftir sek- úndu. Poole stóð upp og spark- aði skemlinum frá sér. Með stöðugum og hnitmiðuðum hreyfingum fjarlægði hann skemmda stykkið úr aðalslagæð- inni, sem var á milli klemmanna, og lagði það í skál. Síðan lagði hann daeronslönguna á sinn stað, tók nálina með þræðinum, stakk í slönguna og síðan í slagæðina, bjó til hnút og hélt þræðinum uppi, svo að Hornsby gæti klippt. Nýtt spor, nýr hnútur ... það þriðja . . . Ég leit á klukkuna. Fjörutíu og fimm sekúndur. Tuttugu spor í efri hluta slöngunnar og tuttugu í þann neðri... níu sekúndur fyrir hvert spor. Hon- um tækist það eflaust vel... ef aldrei yrði klippt á neinn hnút. En það var til allrar hamingju Hornsby, sem átti að klippa, en ekki ég. Ég starði á hendur skurðlæknisins, þær voru þétt- hærðar, og hárin sáust greini- lega í gegnum hanzkana. Hend- urnar saumuðu með stakri um- hyggju og nákvæmni, svo að hvert spor var nákvæmlega eins og það fyrra, hvorki minna né stærra og nákvæmlega eins strekkt og það átti að vera, eng- in felling eða ójafna. Sporin komu jafnt og þétt. Og ef eitt- hvað kom fyrir, hugsaði ég, þá var einu barnslífinu færra. En ef verkið var vel heppnað, var árangurinn hraustur og stæltur drengur, sem yrði alveg heil- brigður með tímanum. Við hugsunina að ég fengi aldrei að afreka slíkt verk, varð ég svo reiður að hendur mínar fóru að titra ... og auðvitað tók dr. Poole eftir því. — Kellett getur ekki meira, rumdi í hon- um. — Það er hart að þurfa að nota sjálfvirkar rifjahöldur á þessu stigi málsins, en við neyð- umst til að gera það. Ég get ekki haft skurðlækni, sem hefur til- hneigingu til taugaóstyrkleika, hann getur ekki verið aðstoðar- læknir hjá mér. Það hljótið þér að skilja, Elliot... ekki satt? Dr. Poole tók síðasta sporið í efri hlutann og fullvissaði sig um að það væri traust. Þá fékk hann sjálfvirku rifjahöldin hjá Láru, ég tók hendurnar úr sárinu, og hann kom höldunum fyrir á milli rifbeinanna til að halda skurðstaðnum opnum. Ég spennti greipar, nú var engin þörf fyrir mínar hendur. Ég stóð kyrr og vissi ekki vel, hvort ég ætti að fara í burt. Sú tilfinning að and- úð hvíldi á mér, var eins og blý- kúla yfir mér. Klukkan tifaði áfram .. . Ég get þó alltaf horft á þetta, hugsaði ég. Hann hefur ekki rek- ið mig út ennþá. Kannski get ég í hálfa klukkustund ennþá kall- að mig lækni. En varla lengur. Ég yfirgaf því ekki skurðstof- una. Ég gat það ekki. Ég treysti mér ekki til þess að ganga í gegnum herbergið. Ekki meðan Lára var þarna. Ekki meðan öll þessi augu hvíldu á mér. Og ekki meðan dacronslangan hékk þarna laus í annan endann og óvíst var, hvort Jimmy auðnað- ist að lifa áfram. — Þá tökum við neðri end- ann, sagði Poole. — Á ég þrjár mínútur eftir, Elliot? — Þrjár mínútur, já. Nægan tíma. Feikinægan. — Þráð, sagði Poole. Um leið settist hann. En þá var bara eng- inn skemill þar.Poole stakkst á gólfið með braki og brestum, og herbergið hristist eins og í jarð- skjálfta. Hann öskraði í örvæntingu og allir viðstaddir gerðu hið sama, en ég heyrði það ekki. Ekki þá. Ekki fyrr en mörgum tímum síðar, því að um leið og hann datt aftur fyrir sig, hélt hann á nálinni og þræðinum í hendinni, og þráðurinn var fastur við dacronslönguna. Ég var sá eini, sem hafði frjáls- ar hendur og það var eins og kraftaverk réði því ... ég hafði engan tíma til að hugsa ... að ég tók lausa enda slöngunnar á milli fingranna, hélt fast á móti, þreif nálina úr höndum hans í fallinu, tók með handfylli af hanzkanum og húðinni. Slangan var í lagi og slagæðin ósködduð, og enn voru möguleikar fyrir barnið. Ég leit niður á gólfið og sá dr. Poole liggja þar og núa höndina. Gríman var öll skökk á honum. Hornsby og Elliot reyndu að hjálpa honum á fætur, en Poole stjakaði þeim frá sér. — Asninn yðar! öskraði hann til Hornsby. — Þér komuð við gólfið. Þér eruð þá orðinn ó- hreinn, og þér hafið ekki tíma til að þvo yður! Ég hélt á nálinni í hendinni. Tvær mínútur voru eftir . . . tvær mínútur fvrir verk, sem jafnvel Poole sjálfur hefði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.