Vikan


Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 35

Vikan - 12.09.1963, Blaðsíða 35
KÓLUMBUS Framhald af bls. 21. svartur á brún og brá, af sjó- mönnum og farmönnum kominn í marga ættliðu. Eftir að hann hafði árum saman stundað fiski- veiðar á öllum heimsins höfum, var hann seztur í helgan stein til að njóta heimilissælunnar með eiginkonu sinni, en stóðst ekki mátið þegar hann heyrði sagt af Nínuleiðangrinum. Þá var það Nicolás Bedoya Castillo, gráhærður sægarpur, 69 ára, með dökkbrúnt andlit og hörundið garfað af seltu og sól eins og kordóvanleður. Hann þjáðist nokkuð af gigt, en hafði aflað sér fátíðrar reynslu og kunnáttu sem sjóliði á spænska flotanum fulla mannsævi. Ekki voru þeir allir hinir jafn- reyndir og útfarnir sjómenn, sem ráðnir voru til fararinnar, en all- ir gæddir þeim brennandi áhuga, sem reyndist jafna upp það, sem skorti á þjálfunina. Meðal þeirra var Antonio Aguirre Oronoz, 42 ára, harmonikkuleikari og fiski- maður, vanur matsveinn, at- vinnuhnefaleikari á yngri árum og sterkur eins og naut. Loks voru tveir af skipasmiðunum, sem unnið höfðu að smíði „Nínu II“, og hafði hvorugur þeirra ver- ið til sjós áður. Þann 28. júlí rann loks upp sá stóri dagur. Múgur manns hafði safnast saman á hafnarbakkan- um til að vera vitni að því þegar við leystum landfestar og héld- um út á voginn til að reyna ár- arnar. Það var hátíðleg stund. Árarnar voru ekki lengri en það, að blöðin náðu með naumindum ofan í sjóinn. Enginn okkar var vanur róðri svo að hann kynni áralagið. Upphófst þar með hin furðulegasta höggorrusta, því að árarnar skullu saman í sífellu, en aðfallið gerði sitt til að hefta för okkar og bera okkur á grynningarnar. Þegar við höfð- um stritað þannig við árarnar í nokkrar klukkustundir og feng- ið stærðar blöðrur í lófana af hlummtökunum, hafði okkur ekki tekizt að róa „Nínu 11“ nema tæplega fimm hundruð metra út á voginn, og fagnaði mannfjöldinn okkur með hlátra- sköllum þegar við héldum aftur inn á lægið. „Og þessum kugg, sem við komum ekki einu sinni úr höfn, ætlum við að sigla yfir Atlantshaf", varð José að orði. ERFITT AÐ HALDA STEFNUNNI. Hversu fráleitt, sem það kunni að virðast, var það einmitt þetta, sem við vorum staðráðnir í að gera. Þegar byr rann á, þrem dögum seinna, drógum við segl, albúnir að reyna okkar fallega fley í átökum við sjálft Atlants- hafið. Það munaði minnstu að þeirri siglingu lyki nokkurnveg- Nýtt Toni með tilbúnum bindivökva liðar hárið á íegurstan hátt Auðveldasta og fljótvirkasta heima permanentið, sem völ er á, er hið dásamlega Toni með nýja tilbúna bindivökvanum. Allur bindivökvinn, sem þér þarfnist er tilbúinn til notkunar i sérstakri plastflösku. Vatn ónauðsynlegt. — Ekkert duft, sem þarf að hræra í vatni. Með því að þrýsta bindivökvanum úr plastflös- kunni er öruggt að hver einstakur lokkur fær jafna óaðfinnanlega hðun, án þess að liðirnir verði hrokknir og broddar myndist. Toni bindivökvinn lífgar einnig hár yðar, gerir það mjúkt, gljáandi og auðvelt í meðforum. Nú má leggja hárið á hvern þann hátt, sem þér óskið, hvortheldur stóra eða smáa liði. Toni fæstí þremur styrkleikum:- Super (Sterkt) ef liðaáhárið mikið,Regular (Meðal sterkt) ef Hða skal í meðallagi og Gentle (Veikt) ef liða skal Utið, —og þannig má velja þá tegund sem hentar yður bezt. Toni, stór pakkning Tip Toni, minni pakkning, tll að til að liða allt hárið. liða hluta hársins eða stutt hár. VATN ÓNAUÐSYNLEGT—ENGIN ÁGIZKUN —ENGIR ERFIGLEIKAR Mjög auðvelt. Klippið spíssinn af flöskunni og bindivökvinn er tilbúinn til notkunar. Með nýja Toni bindivök- vanum leggið pér hvem sérstakan lokk jafnt og reglulega og tryggið um leið betri og varanlegri hárliðun. inn jafnsnemma og hún hófst. Þó að við höguðum seglum sam- kvæmt allri okkar sjómanns- kunnáttu lét „Nína 11“ ekki að stjórn. Það reyndist ekki nokk- ur leið að sigla henni lengra en 20 fet í beina línu, og þegar við komum út fyrir fjarðarmynnið var okkur nærri rekið upp í kletta. „Undir árar!“ öskraði Carlos. Við reyndum öðru sinni að teygja árablöðin ofan í sjóinn og það tók okkur fulla klukku- stund að komast framhjá klett- unum. Þó að skipasmiðirnir væru báðir hinir hraustustu menn í landi, voru þeir að sálast úr sjó- veiki, og annar þeirra varð meira að segja svo miður sín, að hann datt ofan í lest og rifbrotnaði. Skyldi Kólumbus hafa átt í slíkum erfiðleikum? Ef til vill. Við héldum í höfn nálægt Guet- eria og ákváðum hvað gera skyldi. Það kom á daginn að færa varð aftursigluna og breikka stýrið. Loks þurftum við að ráða tvo háseta í stað skipasmiðanna, sem bókstaflega hurfu um leið og þeir komu í land. Þann 12. ágúst létum við enn í haf. Áhrif end- urbótanna, sem gerðar höfðu verið á skipinu, gengu krafta- verki næst. „Nína 11“ hvikaði ekki frá stefnu, þó öll segl væru uppi. Það kvöld vorum við stolt- ustu menn á Spáni. Enn var þó nauðsynlegum undirbúningi ekki fyllilega lok- ið. Þegar til Guetaria kom, réð- um við hásetana tvo, sem okkur vantaði. Annar þeirra var Frans- maður, fríður sýnum, 29 ára að aldri, fyrrverandi liðsforingi — og fær dýralæknir, en það reynd- ist koma okkur í góðar þarfir. Hinn, sem Carlo réði var ka- þólskur prestur frá Pomplóna, séra Antonio Sagaseta, 46 ára. Að vísu hafði Kólumbus ekki neinn prest um borð, en þessu æruverð- ugi faðir hafði bæði verið for- ingi í stórskotaliðinu og lagt stund á verkfræði. Loks hafði hann með sér um borð aldraðan kött, sem ég kallaði „Chirce". Kom það brátt í ljós að kisa hafði ekki neitt oftraust á far- kostinum, og má vera að hún hafi borið meira skynbragð á skip en aðrir af áhöfninni. Hún stökk að minnsta kosti fyrir borð VIKAN 37. tbl. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.